Slegist um lóðir í Reykjanesbæ Svavar Hávarðsson skrifar 1. maí 2017 07:00 Gert er ráð fyrir að um tvö þúsund íbúðir verði byggðar í Reykjanesbæ á næstu tólf árum. vísir/gva Áhuginn á íbúðalóðum í Reykjanesbæ er slíkur að varpa þarf hlutkesti í meira en helmingi tilfella til að fá úr því skorið hver hreppir lóðina. Sextíu lóðaumsóknir voru teknar fyrir á tveimur fundum umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins á hálfum mánuði. „Á árunum eftir hrun kom varla lóðaumsókn inn á borð til nefndarinnar en nú hefur svo sannarlega orðið breyting þar á,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði. Gríðarlegur viðsnúningur hefur orðið á Suðurnesjum á síðustu árum. Í grein sem Guðmundur Guðmundsson skrifaði í Kjarnann fyrir þremur árum kom fram að um 2.000 íbúðir stæðu tómar í Reykjanesbæ, ein- og fjölbýli. Þá námu íbúðirnar samtals helmingnum af öllu auðu en íbúðarhæfu húsnæði í landinu. Samkvæmt Guðmundi samsvaraði hlutfallslegur fjöldi þeirra því „að tugþúsundir íbúða stæðu tómar á höfuðborgarsvæðinu mitt í æpandi húsnæðiseklu“.Jóhann Snorri Sigurbergsson.Á þessum tíma átti Íbúðalánasjóður á sjötta hundrað íbúða á Suðurnesjum, langflestar í Reykjanesbæ, sem nú eru seldar. Nú er gríðarleg eftirspurn eftir íbúðum í Reykjanesbæ og mikil uppbygging fyrirhuguð. Skóflustunga var tekin að Hlíðarhverfi fyrir skömmu, á gamla Nikel-svæðinu svokallaða, þar sem fyrirhugað er að reisa hátt í 500 íbúðir. Samkvæmt áætlun bæjarins er gert ráð fyrir að um 2.000 íbúðir muni rísa á næstu tólf árum. „Breytingin sem nú er orðin snýr ekki bara að íbúðarhúsnæði því að atvinnulóðir hafa líka rokið út,“ segir Jóhann Snorri sem hefur setið í umhverfis- og skipulagsráði í sjö ár, lengst allra kjörinna fulltrúa sem nú sitja í ráðinu. „Á svæði sem kallast Flugvellir, rétt fyrir neðan flugstöðina, ruku allar lóðir út. Nú eru tvær lóðir eftir þar og hart barist um þær, en þar er í dag æfingasvæði knattspyrnudeildar Keflavíkur og við þurfum að finna því nýjan stað áður en við úthlutum þessum lóðum,“ segir Jóhann Snorri. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Áhuginn á íbúðalóðum í Reykjanesbæ er slíkur að varpa þarf hlutkesti í meira en helmingi tilfella til að fá úr því skorið hver hreppir lóðina. Sextíu lóðaumsóknir voru teknar fyrir á tveimur fundum umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins á hálfum mánuði. „Á árunum eftir hrun kom varla lóðaumsókn inn á borð til nefndarinnar en nú hefur svo sannarlega orðið breyting þar á,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði. Gríðarlegur viðsnúningur hefur orðið á Suðurnesjum á síðustu árum. Í grein sem Guðmundur Guðmundsson skrifaði í Kjarnann fyrir þremur árum kom fram að um 2.000 íbúðir stæðu tómar í Reykjanesbæ, ein- og fjölbýli. Þá námu íbúðirnar samtals helmingnum af öllu auðu en íbúðarhæfu húsnæði í landinu. Samkvæmt Guðmundi samsvaraði hlutfallslegur fjöldi þeirra því „að tugþúsundir íbúða stæðu tómar á höfuðborgarsvæðinu mitt í æpandi húsnæðiseklu“.Jóhann Snorri Sigurbergsson.Á þessum tíma átti Íbúðalánasjóður á sjötta hundrað íbúða á Suðurnesjum, langflestar í Reykjanesbæ, sem nú eru seldar. Nú er gríðarleg eftirspurn eftir íbúðum í Reykjanesbæ og mikil uppbygging fyrirhuguð. Skóflustunga var tekin að Hlíðarhverfi fyrir skömmu, á gamla Nikel-svæðinu svokallaða, þar sem fyrirhugað er að reisa hátt í 500 íbúðir. Samkvæmt áætlun bæjarins er gert ráð fyrir að um 2.000 íbúðir muni rísa á næstu tólf árum. „Breytingin sem nú er orðin snýr ekki bara að íbúðarhúsnæði því að atvinnulóðir hafa líka rokið út,“ segir Jóhann Snorri sem hefur setið í umhverfis- og skipulagsráði í sjö ár, lengst allra kjörinna fulltrúa sem nú sitja í ráðinu. „Á svæði sem kallast Flugvellir, rétt fyrir neðan flugstöðina, ruku allar lóðir út. Nú eru tvær lóðir eftir þar og hart barist um þær, en þar er í dag æfingasvæði knattspyrnudeildar Keflavíkur og við þurfum að finna því nýjan stað áður en við úthlutum þessum lóðum,“ segir Jóhann Snorri.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira