Slegist um lóðir í Reykjanesbæ Svavar Hávarðsson skrifar 1. maí 2017 07:00 Gert er ráð fyrir að um tvö þúsund íbúðir verði byggðar í Reykjanesbæ á næstu tólf árum. vísir/gva Áhuginn á íbúðalóðum í Reykjanesbæ er slíkur að varpa þarf hlutkesti í meira en helmingi tilfella til að fá úr því skorið hver hreppir lóðina. Sextíu lóðaumsóknir voru teknar fyrir á tveimur fundum umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins á hálfum mánuði. „Á árunum eftir hrun kom varla lóðaumsókn inn á borð til nefndarinnar en nú hefur svo sannarlega orðið breyting þar á,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði. Gríðarlegur viðsnúningur hefur orðið á Suðurnesjum á síðustu árum. Í grein sem Guðmundur Guðmundsson skrifaði í Kjarnann fyrir þremur árum kom fram að um 2.000 íbúðir stæðu tómar í Reykjanesbæ, ein- og fjölbýli. Þá námu íbúðirnar samtals helmingnum af öllu auðu en íbúðarhæfu húsnæði í landinu. Samkvæmt Guðmundi samsvaraði hlutfallslegur fjöldi þeirra því „að tugþúsundir íbúða stæðu tómar á höfuðborgarsvæðinu mitt í æpandi húsnæðiseklu“.Jóhann Snorri Sigurbergsson.Á þessum tíma átti Íbúðalánasjóður á sjötta hundrað íbúða á Suðurnesjum, langflestar í Reykjanesbæ, sem nú eru seldar. Nú er gríðarleg eftirspurn eftir íbúðum í Reykjanesbæ og mikil uppbygging fyrirhuguð. Skóflustunga var tekin að Hlíðarhverfi fyrir skömmu, á gamla Nikel-svæðinu svokallaða, þar sem fyrirhugað er að reisa hátt í 500 íbúðir. Samkvæmt áætlun bæjarins er gert ráð fyrir að um 2.000 íbúðir muni rísa á næstu tólf árum. „Breytingin sem nú er orðin snýr ekki bara að íbúðarhúsnæði því að atvinnulóðir hafa líka rokið út,“ segir Jóhann Snorri sem hefur setið í umhverfis- og skipulagsráði í sjö ár, lengst allra kjörinna fulltrúa sem nú sitja í ráðinu. „Á svæði sem kallast Flugvellir, rétt fyrir neðan flugstöðina, ruku allar lóðir út. Nú eru tvær lóðir eftir þar og hart barist um þær, en þar er í dag æfingasvæði knattspyrnudeildar Keflavíkur og við þurfum að finna því nýjan stað áður en við úthlutum þessum lóðum,“ segir Jóhann Snorri. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Áhuginn á íbúðalóðum í Reykjanesbæ er slíkur að varpa þarf hlutkesti í meira en helmingi tilfella til að fá úr því skorið hver hreppir lóðina. Sextíu lóðaumsóknir voru teknar fyrir á tveimur fundum umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins á hálfum mánuði. „Á árunum eftir hrun kom varla lóðaumsókn inn á borð til nefndarinnar en nú hefur svo sannarlega orðið breyting þar á,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði. Gríðarlegur viðsnúningur hefur orðið á Suðurnesjum á síðustu árum. Í grein sem Guðmundur Guðmundsson skrifaði í Kjarnann fyrir þremur árum kom fram að um 2.000 íbúðir stæðu tómar í Reykjanesbæ, ein- og fjölbýli. Þá námu íbúðirnar samtals helmingnum af öllu auðu en íbúðarhæfu húsnæði í landinu. Samkvæmt Guðmundi samsvaraði hlutfallslegur fjöldi þeirra því „að tugþúsundir íbúða stæðu tómar á höfuðborgarsvæðinu mitt í æpandi húsnæðiseklu“.Jóhann Snorri Sigurbergsson.Á þessum tíma átti Íbúðalánasjóður á sjötta hundrað íbúða á Suðurnesjum, langflestar í Reykjanesbæ, sem nú eru seldar. Nú er gríðarleg eftirspurn eftir íbúðum í Reykjanesbæ og mikil uppbygging fyrirhuguð. Skóflustunga var tekin að Hlíðarhverfi fyrir skömmu, á gamla Nikel-svæðinu svokallaða, þar sem fyrirhugað er að reisa hátt í 500 íbúðir. Samkvæmt áætlun bæjarins er gert ráð fyrir að um 2.000 íbúðir muni rísa á næstu tólf árum. „Breytingin sem nú er orðin snýr ekki bara að íbúðarhúsnæði því að atvinnulóðir hafa líka rokið út,“ segir Jóhann Snorri sem hefur setið í umhverfis- og skipulagsráði í sjö ár, lengst allra kjörinna fulltrúa sem nú sitja í ráðinu. „Á svæði sem kallast Flugvellir, rétt fyrir neðan flugstöðina, ruku allar lóðir út. Nú eru tvær lóðir eftir þar og hart barist um þær, en þar er í dag æfingasvæði knattspyrnudeildar Keflavíkur og við þurfum að finna því nýjan stað áður en við úthlutum þessum lóðum,“ segir Jóhann Snorri.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira