Körfubolti

Benni Gumm kominn heim í KR

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Benedikt á hliðarlínunni með KR á sínum tíma.
Benedikt á hliðarlínunni með KR á sínum tíma. vísir/daníel

Eftir þó nokkuð ferðalag um landið er körfuknattleiksþjálfarinn Benedikt Guðmundsson kominn aftur heim í Vesturbæinn.

Hann verður þjálfari meistaraflokks kvenna næsta vetur ásamt því að sinna yngra flokka þjálfun. Þar hefur Benedikt heldur betur mótað marga af bestu körfuknattleiksmönnum landsins.

Benedikt þjálfaði körfuboltalið Þórs frá Akureyri síðasta vetur og var þar á undan að þjálfa hjá Þór í Þorlákshöfn.

Fréttatilkynning KR:

Körfuknattleiksdeild KR hefur staðið í ströngu undanfarið og mikil gleði ríkjandi innan félagsins enda hafa markmið náðst og starfið í blóma í öllum flokkum félagsins.

Það er með mikilli ánægju að segja frá því að Benedikt Guðmundsson er kominn heim aftur í KR.

Benedikt, eða Benni Gumm, þjálfaði yngri flokka KR lengi vel og þar fóru í gegnum hans flokka margir núverandi leikmenn liðsins eins og t.d  Jón Arnór Stefánsson, Brynjar Björnsson, Darri Hilmarsson og Þórir Þorbjarnarson.

Benedikt tók svo við meistaraflokk karla og stýrði þeim til sigurs 2007 og 2009. 2010 þjálfaði Benedikt meistaraflokk kvenna og undir hans stjórn vannst Íslandsmeistaratitill í eftirminnilegu einvígi gegn Hamri.

Benedikt hefur sýnt og sannað hæfileika sína og það er mikill happafengur að fá hann aftur í sitt heimafélag KR. Hann hefur búið til marga afreksleikmenn sem hafa farið í atvinnumennsku og spilað með A-landsliði Íslands.

Þekking hans á körfubolta er þekkt og sönnuð. Benedikt mun sinna þjálfun yngri flokka KR ásamt meistaraflokki kvenna og ljóst að stefna körfuknattleiksdeildar að byggja á uppöldum leikmönnum í karla og kvennastarfinu heldur áfram með tilkomu hans.

Velkominn heim og ÁFRAM KR!!Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.