Leynimakk ráðherra Helmut Hinrichsen skrifar 9. maí 2017 07:00 Lekið hefur í fjölmiðla að til standi að „sameina“ tvo stærstu framhaldsskóla landsins, Tækniskólann og Fjölbrautaskólann við Ármúla. Tækniskólinn er einkarekinn skóli af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum iðnaðarins, Samorku og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík með áherslu á iðnmenntun. Fjölbrautaskólinn við Ármúla er ríkisrekinn skóli með bóknám og starfsmenntun á heilbrigðissviði. Skólameistari Tækniskólans, Jón B. Stefánsson, upplýsti á dögunum að ráðherra mennta- og menningarmála hefði í febrúar á þessu ári falið skólameisturum beggja skóla að kanna hagkvæmni „sameiningarinnar“. Niðurstöður höfðu legið fyrir síðan í apríl og töldu skólameistarar beggja skóla að hagkvæmt væri að „sameina“ skólana á þeim forsendum sem ráðherra hafði lagt þeim fyrir. En hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar mati á hagkvæmni? Enginn nema skólameistararnir og nokkrir útvaldir voru upplýstir af ráðherra. Í Bakþönkum Fréttablaðsins þann 6. maí átaldi Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoðarkona fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, þingmann Pírata fyrir að ræða ekki um kosti og galla „sameiningar“ skólanna. En hvernig getur viðkomandi þingmaður rætt hagkvæmni umræddra breytinga þegar efnislegum forsendum er haldið leyndum, jafnvel fyrir starfsfólki og stjórnendum viðkomandi skóla. Voru skólameistararnir að kanna hagkvæmni í rekstri? Auðvitað er hagkvæmara að vera með stóra hópa en litla. Það er líka hagkvæmara að leyfa ekki nemendum sem eru eldri en 25 ára að stunda nám í ríkisreknum skólum eins og fyrrverandi ráðherra skipaði fyrir og núverandi ráðherra hefur fellt úr gildi. Eða á að meta hagkvæmni með því að taka inn þætti eins og öfluga stoðþjónustu við nemendur, sjálfbæra skólaþróun, umhverfisvitund og margt annað sem Fjölbrautaskólinn við Ármúla er þekktur fyrir? Fjölbrautaskólinn við Ármúla er vel rekinn skóli og eins sést á úttekt sem gerð var á öllum þáttum skólastarfsins í byrjun vorannar 2017. Starfsandinn er góður og hefur skólinn fengið viðurkenningu sem Fyrirmyndarstofnun árin 2015 og 2016. Skólinn er leiðandi á Íslandi í framboði fjarnáms á framhaldsskólastigi. Er ástæðan e.t.v. sú að ráðherra vilji færa Tækniskólanum vandað og vinsælt fjarnám sem byggt hefur verið upp í Fjölbrautaskólanum við Ármúla? Eins og nefnt er að framan er erfitt að ræða efnislega kosti og galla breytinga þegar engar upplýsingar liggja fyrir um forsendur þeirra og enginn faglegur undirbúningur hefur átt sér stað. Starfsfólk beggja skóla býr yfir mikilli reynslu sem ætla mætti að skipti miklu máli þegar um svo mikilvægt mál er að ræða þegar einn stærstu skóla landsins er lagður niður. Ég lýsi eftir upplýsingum frá ráðherra um forsendur málsins og um þá menntastefnu sem forsendurnar byggjast á. Vinnubrögð ráðherra eru ófagleg og lítilsvirðing gagnvart starfsmönnum skólanna, nemendum og foreldrum þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Lekið hefur í fjölmiðla að til standi að „sameina“ tvo stærstu framhaldsskóla landsins, Tækniskólann og Fjölbrautaskólann við Ármúla. Tækniskólinn er einkarekinn skóli af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum iðnaðarins, Samorku og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík með áherslu á iðnmenntun. Fjölbrautaskólinn við Ármúla er ríkisrekinn skóli með bóknám og starfsmenntun á heilbrigðissviði. Skólameistari Tækniskólans, Jón B. Stefánsson, upplýsti á dögunum að ráðherra mennta- og menningarmála hefði í febrúar á þessu ári falið skólameisturum beggja skóla að kanna hagkvæmni „sameiningarinnar“. Niðurstöður höfðu legið fyrir síðan í apríl og töldu skólameistarar beggja skóla að hagkvæmt væri að „sameina“ skólana á þeim forsendum sem ráðherra hafði lagt þeim fyrir. En hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar mati á hagkvæmni? Enginn nema skólameistararnir og nokkrir útvaldir voru upplýstir af ráðherra. Í Bakþönkum Fréttablaðsins þann 6. maí átaldi Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoðarkona fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, þingmann Pírata fyrir að ræða ekki um kosti og galla „sameiningar“ skólanna. En hvernig getur viðkomandi þingmaður rætt hagkvæmni umræddra breytinga þegar efnislegum forsendum er haldið leyndum, jafnvel fyrir starfsfólki og stjórnendum viðkomandi skóla. Voru skólameistararnir að kanna hagkvæmni í rekstri? Auðvitað er hagkvæmara að vera með stóra hópa en litla. Það er líka hagkvæmara að leyfa ekki nemendum sem eru eldri en 25 ára að stunda nám í ríkisreknum skólum eins og fyrrverandi ráðherra skipaði fyrir og núverandi ráðherra hefur fellt úr gildi. Eða á að meta hagkvæmni með því að taka inn þætti eins og öfluga stoðþjónustu við nemendur, sjálfbæra skólaþróun, umhverfisvitund og margt annað sem Fjölbrautaskólinn við Ármúla er þekktur fyrir? Fjölbrautaskólinn við Ármúla er vel rekinn skóli og eins sést á úttekt sem gerð var á öllum þáttum skólastarfsins í byrjun vorannar 2017. Starfsandinn er góður og hefur skólinn fengið viðurkenningu sem Fyrirmyndarstofnun árin 2015 og 2016. Skólinn er leiðandi á Íslandi í framboði fjarnáms á framhaldsskólastigi. Er ástæðan e.t.v. sú að ráðherra vilji færa Tækniskólanum vandað og vinsælt fjarnám sem byggt hefur verið upp í Fjölbrautaskólanum við Ármúla? Eins og nefnt er að framan er erfitt að ræða efnislega kosti og galla breytinga þegar engar upplýsingar liggja fyrir um forsendur þeirra og enginn faglegur undirbúningur hefur átt sér stað. Starfsfólk beggja skóla býr yfir mikilli reynslu sem ætla mætti að skipti miklu máli þegar um svo mikilvægt mál er að ræða þegar einn stærstu skóla landsins er lagður niður. Ég lýsi eftir upplýsingum frá ráðherra um forsendur málsins og um þá menntastefnu sem forsendurnar byggjast á. Vinnubrögð ráðherra eru ófagleg og lítilsvirðing gagnvart starfsmönnum skólanna, nemendum og foreldrum þeirra.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar