Rondo-lausir Chicago-menn steinlágu á heimavelli | Úrslit kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. apríl 2017 11:00 Horford var stigahæstur í liði Boston sem minnkaði muninn. Vísir/getty Boston Celtics minnkaði muninn í 1-2 í einvígi liðsins gegn Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með öruggum 104-87 sigri í nótt en Chicago var búið að vinna báða leiki einvígisins á heimavelli Boston fyrir leik kvöldsins. Chicago kom á óvart er liðið náði 2-0 forskoti í einvíginu en það var greinilegt að liðið saknaði leikstjórnandans Rajon Rondo í kvöld sem gat ekki tekið þátt vegna meiðsla. Gamli Boston-maðurinn sem er með brotinn þumal fór á kostum í leikjunum í Boston en liðsfélagar hans náðu aldrei takti í nótt. Boston byrjaði leikinn af krafti og náði átján stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta en Chicago skellti í lás í öðrum leikhluta og minnkaði muninn niður í þrjú stig undir lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik keyrðu Celtics-menn aftur yfir Bulls og fögnuðu að lokum sautján stiga sigri. Seinna um kvöldið tókst Oklahoma City Thunder að minnka muninn í 1-2 á heimavelli í einvígi sínu gegn Houston Rockets en Russell Westbrook bauð upp á enn eina þreföldu tvennuna í sigrinum. Heimamenn komu inn í leikinn undir mikilli pressu en þeir leiddu allan fyrri hálfleikinn og í raun nánast allan leikinn fyrir utan hálfa mínútu í upphafi þriðja leikhluta þegar Houston komst yfir í eina skiptið í leiknum. Þegar mest var náði Oklahoma fimmtán stiga forskoti en Houston gafst ekki upp og komst inn í leikinn á nýjan leik fyrir lokasprettinn en Oklahoma náði að kreista fram sigur á lokametrunum. Westbrook var líkt og oft áður yfirburðarmaður í liði Oklahoma með 32 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar ásamt því að stela þremur boltum en í liði Houston var gamli Oklahoma-maðurinn James Harden stigahæstur líkt og ávallt með 44 stig. Þá unnu lærisveinar Doc Rivers í Los Angeles Clippers annan leikinn í röð og eru komnir með 2-1 forskot í einvíginu gegn Utah Jazz eftir sigur í Salt Lake City í nótt. Utah leikur enn án franska miðherjans Rudy Gobert sem meiddist í fyrsta leik liðanna en Derrick Favors hefur ekki komið með sama kraft í sóknar- og varnarleik liðsins líkt og Gobert bauð upp á. Þrátt fyrir það byrjaði Utah leikinn mun betur og náði þrettán stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta en liðið hélt þessu forskoti allt til lokaleikhlutans þegar gestirnir skutust fram úr. Tók leikstjórnandinn Chris Paul leikinn einfaldlega yfir og kom sínum mönnum yfir línuna en hann endaði með 34 stig, 10 stoðsendingar og sjö fráköst. Í liði Utah var Gordon Hayward stigahæstur með 40 stig ásamt því að taka niður átta fráköst.Úrslit kvöldsins: Chicago Bulls 87-104 Boston Celtics Oklahoma City Thunder 115-113 Houston Rockets Utah Jazz 106-111 Los Angeles ClippersBestu tilþrifin: NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Boston Celtics minnkaði muninn í 1-2 í einvígi liðsins gegn Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með öruggum 104-87 sigri í nótt en Chicago var búið að vinna báða leiki einvígisins á heimavelli Boston fyrir leik kvöldsins. Chicago kom á óvart er liðið náði 2-0 forskoti í einvíginu en það var greinilegt að liðið saknaði leikstjórnandans Rajon Rondo í kvöld sem gat ekki tekið þátt vegna meiðsla. Gamli Boston-maðurinn sem er með brotinn þumal fór á kostum í leikjunum í Boston en liðsfélagar hans náðu aldrei takti í nótt. Boston byrjaði leikinn af krafti og náði átján stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta en Chicago skellti í lás í öðrum leikhluta og minnkaði muninn niður í þrjú stig undir lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik keyrðu Celtics-menn aftur yfir Bulls og fögnuðu að lokum sautján stiga sigri. Seinna um kvöldið tókst Oklahoma City Thunder að minnka muninn í 1-2 á heimavelli í einvígi sínu gegn Houston Rockets en Russell Westbrook bauð upp á enn eina þreföldu tvennuna í sigrinum. Heimamenn komu inn í leikinn undir mikilli pressu en þeir leiddu allan fyrri hálfleikinn og í raun nánast allan leikinn fyrir utan hálfa mínútu í upphafi þriðja leikhluta þegar Houston komst yfir í eina skiptið í leiknum. Þegar mest var náði Oklahoma fimmtán stiga forskoti en Houston gafst ekki upp og komst inn í leikinn á nýjan leik fyrir lokasprettinn en Oklahoma náði að kreista fram sigur á lokametrunum. Westbrook var líkt og oft áður yfirburðarmaður í liði Oklahoma með 32 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar ásamt því að stela þremur boltum en í liði Houston var gamli Oklahoma-maðurinn James Harden stigahæstur líkt og ávallt með 44 stig. Þá unnu lærisveinar Doc Rivers í Los Angeles Clippers annan leikinn í röð og eru komnir með 2-1 forskot í einvíginu gegn Utah Jazz eftir sigur í Salt Lake City í nótt. Utah leikur enn án franska miðherjans Rudy Gobert sem meiddist í fyrsta leik liðanna en Derrick Favors hefur ekki komið með sama kraft í sóknar- og varnarleik liðsins líkt og Gobert bauð upp á. Þrátt fyrir það byrjaði Utah leikinn mun betur og náði þrettán stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta en liðið hélt þessu forskoti allt til lokaleikhlutans þegar gestirnir skutust fram úr. Tók leikstjórnandinn Chris Paul leikinn einfaldlega yfir og kom sínum mönnum yfir línuna en hann endaði með 34 stig, 10 stoðsendingar og sjö fráköst. Í liði Utah var Gordon Hayward stigahæstur með 40 stig ásamt því að taka niður átta fráköst.Úrslit kvöldsins: Chicago Bulls 87-104 Boston Celtics Oklahoma City Thunder 115-113 Houston Rockets Utah Jazz 106-111 Los Angeles ClippersBestu tilþrifin:
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira