Strangari kröfur um merkingar gætu hækkað verð á hreinsiefnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2017 11:19 Félag atvinnurekenda telur að verð á hreinsiefnum muni hækka í verslunum hér á landi vegna strangari reglugerðar um merkingar. vísir/getty Strangari kröfur um merkingar á hreinsiefnum gætu hækkað verð þeirra í verslunum hér á landi en frá og með 1. júní næstkomandi þurfa allar vörur sem falla undir reglugerð Evrópusambandsins um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna, og eru markaðssettar hér á landi, að vera merktar á íslensku.Greint er frá þessu á vef Félags atvinnurekenda en fjöldinn allur af vörum fellur undir reglugerðina og meðal annars hreinsiefni á borð við uppþvottalög, gluggasprey og gólfsápu. Að því er fram kemur á vef FA mun þetta breytta regluverk leiða af sér „gífurlegt umstang og kostnað fyrir fyrirtæki sem nú þurfa að sérmerkja allar hreinsivörur með íslenskum merkingum, í stað einungis hluta þeirra áður. Samkvæmt upplýsingum sem FA hefur aflað sér hjá aðildarfyrirtækjum geta þessar hertu kröfur leitt til þess að algeng hreinsiefni hækki í verði um að minnsta kosti 10-20%.“ Í desember síðastliðnum sendi FA erindi á umhverfis-og auðlindaráðuneytið vegna málsins og fundaði í framhaldinum með fulltrúum ráðuneytisins og fulltrúum Umhverfisstofnunar. „Þar var athygli vakin á afleiðingum fyrirhugaðra breytinga, þ.m.t. gríðarlegri kostnaðaraukningu íslenskra fyrirtækja sem getur lent á neytendum með hærra vöruverði. Einnig var bent á að í evrópsku reglugerðinni er aðildarríkjum veitt ákveðið svigrúm varðandi merkingar en þar segir í 17. gr. sem hefur að geyma meginreglur um merkingu efna og efnablandna: The label shall be written in the official language(s) of the Member State(s) where the substance or mixture is placed on the market, unless the Member State(s) concerned provide(s) otherwise. Með öðrum orðum þurfa aðildarríkin ekki nauðsynlega að setja reglur um merkingar á opinberu tungumáli sínu. FA gagnrýndi í erindi sínu að hvergi væri vikið að þessum möguleika í hinni íslensku reglugerð og skoraði á ráðuneytið að reglugerðin yrði tekin til endurskoðunar. Nauðsynlegt væri að taka tillit til smæðar hins innlenda markaðar við innleiðingu ESB-reglugerðarinnar og það svigrúm sem veitt er í reglugerðinni nýtt til þess að ekki séu lagðar óþarfa íþyngjandi kvaðir á innflytjendur með tilheyrandi kostnaði. Enn hefur ekki borist svar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu við erindi FA,“ segir á vef FA en nánar má lesa um málið þar. Neytendur Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Strangari kröfur um merkingar á hreinsiefnum gætu hækkað verð þeirra í verslunum hér á landi en frá og með 1. júní næstkomandi þurfa allar vörur sem falla undir reglugerð Evrópusambandsins um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna, og eru markaðssettar hér á landi, að vera merktar á íslensku.Greint er frá þessu á vef Félags atvinnurekenda en fjöldinn allur af vörum fellur undir reglugerðina og meðal annars hreinsiefni á borð við uppþvottalög, gluggasprey og gólfsápu. Að því er fram kemur á vef FA mun þetta breytta regluverk leiða af sér „gífurlegt umstang og kostnað fyrir fyrirtæki sem nú þurfa að sérmerkja allar hreinsivörur með íslenskum merkingum, í stað einungis hluta þeirra áður. Samkvæmt upplýsingum sem FA hefur aflað sér hjá aðildarfyrirtækjum geta þessar hertu kröfur leitt til þess að algeng hreinsiefni hækki í verði um að minnsta kosti 10-20%.“ Í desember síðastliðnum sendi FA erindi á umhverfis-og auðlindaráðuneytið vegna málsins og fundaði í framhaldinum með fulltrúum ráðuneytisins og fulltrúum Umhverfisstofnunar. „Þar var athygli vakin á afleiðingum fyrirhugaðra breytinga, þ.m.t. gríðarlegri kostnaðaraukningu íslenskra fyrirtækja sem getur lent á neytendum með hærra vöruverði. Einnig var bent á að í evrópsku reglugerðinni er aðildarríkjum veitt ákveðið svigrúm varðandi merkingar en þar segir í 17. gr. sem hefur að geyma meginreglur um merkingu efna og efnablandna: The label shall be written in the official language(s) of the Member State(s) where the substance or mixture is placed on the market, unless the Member State(s) concerned provide(s) otherwise. Með öðrum orðum þurfa aðildarríkin ekki nauðsynlega að setja reglur um merkingar á opinberu tungumáli sínu. FA gagnrýndi í erindi sínu að hvergi væri vikið að þessum möguleika í hinni íslensku reglugerð og skoraði á ráðuneytið að reglugerðin yrði tekin til endurskoðunar. Nauðsynlegt væri að taka tillit til smæðar hins innlenda markaðar við innleiðingu ESB-reglugerðarinnar og það svigrúm sem veitt er í reglugerðinni nýtt til þess að ekki séu lagðar óþarfa íþyngjandi kvaðir á innflytjendur með tilheyrandi kostnaði. Enn hefur ekki borist svar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu við erindi FA,“ segir á vef FA en nánar má lesa um málið þar.
Neytendur Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira