Gagnrýndi pólitískar skipanir en fékk svo skipun í bankaráð Haraldur Guðmundsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Þór sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna, síðar Hreyfinguna. vísir/gva Þór Saari, nýr bankaráðsmaður Seðlabanka Íslands og fyrrverandi þingmaður, telur skipun sína í ráðið byggða á faglegum forsendum en ekki pólitískum. Þar situr Þór, sem var á framboðslista Pírata í síðustu alþingiskosningum, sem fulltrúi stjórnmálaflokksins en gagnrýndi sjálfur pólitískar skipanir í ráðið harðlega í ræðu á Alþingi í ágúst 2009. „Ég kem þarna inn því ég er með meistaragráðu í hagfræði frá New York-háskóla og starfaði í fimm ár í Seðlabankanum og til viðbótar í fimm ár í Lánasýslu ríkisins sem núna er hluti af bankanum. Þú færð sennilega varla meiri fagmann í bankaráð Seðlabankans en mig,“ segir Þór og tekur einnig fram að hann hafi áður starfað hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD).Sigurður Kári Kristjánsson var einnig kjörinn í bankaráð Seðlabankans.Þór sagði í ræðunni í ágúst 2009, þegar hann sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna, að bankaráð Seðlabankans hefði brugðist hlutverki sínu í aðdraganda og eftirmála hrunsins ári áður. Ástæðu þess mætti finna í þeirri staðreynd að ráðið væri pólitískt skipað og sagði Þór það ekki eiga að vera „kaffisamsæti flokksgæðinga sem eru ábyrgðarlausir í störfum sínum, heldur vera skipað hæfu fólki ráðnu á faglegum forsendum“. Þór gekk til liðs við Pírata í júlí í fyrra og var í fimmta sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Aftur á móti lýsti hann nýverið við stuðningi við Sósíalistaflokk Íslands. „Þó að ég hafi verið á framboðslista Pírata þá þýðir það ekki að þetta hafi verið pólitísk ráðning. Það eru pólitískar ráðningar þegar fólk sem hefur enga þekkingu eða bakgrunn á viðfangsefninu er ráðið í stöður. Þannig var bankaráð Seðlabankans yfirleitt skipað,“ segir Þór.Björn Valur GíslasonÞeir Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, og Sveinn Agnarsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Ísland, voru ásamt Þór kjörnir nýir inn í ráðið af Alþingi á þriðjudag. Þeir eru nú hluti af sjö manna bankaráðinu þar sem Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, situr einnig. Fjórir af sjö bankaráðsmönnum Seðlabankans hafa því setið á Alþingi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að Þór sé fulltrúi flokksins í ráðinu enda hafi hann verið metinn hæfastur af þeim sem hafi sóst eftir sæti Pírata. „Á meðan það er pólitískt skipað í þetta væri fullkomlega ábyrgðarlaust að skipa engan. Þetta er líka verkfæri til þess að geta haft tækifæri til að veita aðhald og fá upplýsingar,“ segir Birgitta. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira
Þór Saari, nýr bankaráðsmaður Seðlabanka Íslands og fyrrverandi þingmaður, telur skipun sína í ráðið byggða á faglegum forsendum en ekki pólitískum. Þar situr Þór, sem var á framboðslista Pírata í síðustu alþingiskosningum, sem fulltrúi stjórnmálaflokksins en gagnrýndi sjálfur pólitískar skipanir í ráðið harðlega í ræðu á Alþingi í ágúst 2009. „Ég kem þarna inn því ég er með meistaragráðu í hagfræði frá New York-háskóla og starfaði í fimm ár í Seðlabankanum og til viðbótar í fimm ár í Lánasýslu ríkisins sem núna er hluti af bankanum. Þú færð sennilega varla meiri fagmann í bankaráð Seðlabankans en mig,“ segir Þór og tekur einnig fram að hann hafi áður starfað hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD).Sigurður Kári Kristjánsson var einnig kjörinn í bankaráð Seðlabankans.Þór sagði í ræðunni í ágúst 2009, þegar hann sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna, að bankaráð Seðlabankans hefði brugðist hlutverki sínu í aðdraganda og eftirmála hrunsins ári áður. Ástæðu þess mætti finna í þeirri staðreynd að ráðið væri pólitískt skipað og sagði Þór það ekki eiga að vera „kaffisamsæti flokksgæðinga sem eru ábyrgðarlausir í störfum sínum, heldur vera skipað hæfu fólki ráðnu á faglegum forsendum“. Þór gekk til liðs við Pírata í júlí í fyrra og var í fimmta sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Aftur á móti lýsti hann nýverið við stuðningi við Sósíalistaflokk Íslands. „Þó að ég hafi verið á framboðslista Pírata þá þýðir það ekki að þetta hafi verið pólitísk ráðning. Það eru pólitískar ráðningar þegar fólk sem hefur enga þekkingu eða bakgrunn á viðfangsefninu er ráðið í stöður. Þannig var bankaráð Seðlabankans yfirleitt skipað,“ segir Þór.Björn Valur GíslasonÞeir Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, og Sveinn Agnarsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Ísland, voru ásamt Þór kjörnir nýir inn í ráðið af Alþingi á þriðjudag. Þeir eru nú hluti af sjö manna bankaráðinu þar sem Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, situr einnig. Fjórir af sjö bankaráðsmönnum Seðlabankans hafa því setið á Alþingi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að Þór sé fulltrúi flokksins í ráðinu enda hafi hann verið metinn hæfastur af þeim sem hafi sóst eftir sæti Pírata. „Á meðan það er pólitískt skipað í þetta væri fullkomlega ábyrgðarlaust að skipa engan. Þetta er líka verkfæri til þess að geta haft tækifæri til að veita aðhald og fá upplýsingar,“ segir Birgitta.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira