Yfir 100 prósent verðmunur á þjónustu við dekkjaskipti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2017 15:00 Það er vissara fyrir bílaeigendur að kanna verðið við dekkjaskipti hjá dekkjaverkstæðum landsins. vísir/ernir Allt að 158 prósenta verðmunur getur verið á þjónustu við dekkjaskipti á jeppa af stærri gerðinni með dekkjastærð 265/60R18 samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Í tilkynningu frá ASÍ kemur fram að verðlagseftirlitið hafi gert verðkönnun á dekkjaverkstæðum víða um land þann 26. apríl síðastliðinn en Hjólbarðaverkstæði Kaldasels, Dekkjahöllin, Gúmmívinnustofan SP dekk, N1, Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs, Barðinn, Kraftbílar og Hjólbarða og smurþjónustan Klöpp neituðu að upplýsa fulltrúa verðlagseftirlitsins um verð á þeirri þjónustu sem þeir selja neytendum. „Fulltrúum verðlagseftirlitsins var hins vegar vel tekið hjá flestum dekkjaverkstæðum og hvetur verðlagseftirlitið neytendur til að beina viðskiptum sínum til þeirra aðila sem virða sjálfsögð réttindi neytenda á samkeppnismarkaði til að fá verðupplýsingar og gera verðsamanburð,“ segir í tilkynningu. Verðlagseftirlitið skoðaði verð á þjónustu við umfelgun, skiptingu og jafnvægisstillingu á ákveðnum dekkjaverkstæðum fyrir nokkrar tegundir bíla. Verðkönnunin leiddi í ljós að Titancar var í öllum tilfellum með lægsta verðið en Höldur með hæsta verðið í öllum tilfellum. „Munurinn á lægsta og hæsta verði var mestur á þjónustu við dekkjaskipti á jeppa af stærri gerðinni (t.d. Mitshubishi Pajero instyle dekkjastærð 265/60R18) sem var ódýrust á 6.000 kr hjá Titancar en dýrust 15.497 kr. hjá Höldur sem gerir 158% verðmun. Allt að 81% verðmunur var á dekkjaskiptum á smábílum (t.d. Toyota Yaris Terra), minni meðalbíl (t.d. Ford Focus Trend) og meðalbíl (t.d. Subaru Legacy station) með 14“ – 16“ stálfelgur. Lægsta verðið fyrir þessa þjónustu var 5.000 kr. hjá Titancar og hæsta verðið 9.045 kr. hjá Höldur með. Titancar var einnig með lægsta verðið fyrir dekkjaskipti á dekkjum sömu stærðar á álfelgum eða 5.000 kr en Max1 með hæsta verðið, 9.121 kr. sem er 82% verðmunur. Þjónusta við dekkjaskipti fyrir jeppling t.d Toyota Rave (225/70/R16) kostaði 6.000 kr hjá Titancar sem var með lægsta verðið en hæsta verðið 10.999 kr hjá Höldur þar sem verðið var hæst, það gera 4.999 króna verðmun eða 83%.“ Fram kemur í tilkynningu ASÍ að aðeins hafi verið um beinan verðsamanburð á þjónustu að ræða en ekki var lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Tengdar fréttir Mæta samkeppni frá netinu og komu Costco með allt að 40 prósent verðlækkunum Sólning ætlar að lækka verð á dekkjum um allt að 40 prósent. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að hagstæðara gengi, niðurfellingar á tollum og lægra innkaupsverð spili þar stóran þátt en fyrirtækið sé einnig að mæta breyttum aðstæðum á markaði. 11. apríl 2017 13:12 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Allt að 158 prósenta verðmunur getur verið á þjónustu við dekkjaskipti á jeppa af stærri gerðinni með dekkjastærð 265/60R18 samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Í tilkynningu frá ASÍ kemur fram að verðlagseftirlitið hafi gert verðkönnun á dekkjaverkstæðum víða um land þann 26. apríl síðastliðinn en Hjólbarðaverkstæði Kaldasels, Dekkjahöllin, Gúmmívinnustofan SP dekk, N1, Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs, Barðinn, Kraftbílar og Hjólbarða og smurþjónustan Klöpp neituðu að upplýsa fulltrúa verðlagseftirlitsins um verð á þeirri þjónustu sem þeir selja neytendum. „Fulltrúum verðlagseftirlitsins var hins vegar vel tekið hjá flestum dekkjaverkstæðum og hvetur verðlagseftirlitið neytendur til að beina viðskiptum sínum til þeirra aðila sem virða sjálfsögð réttindi neytenda á samkeppnismarkaði til að fá verðupplýsingar og gera verðsamanburð,“ segir í tilkynningu. Verðlagseftirlitið skoðaði verð á þjónustu við umfelgun, skiptingu og jafnvægisstillingu á ákveðnum dekkjaverkstæðum fyrir nokkrar tegundir bíla. Verðkönnunin leiddi í ljós að Titancar var í öllum tilfellum með lægsta verðið en Höldur með hæsta verðið í öllum tilfellum. „Munurinn á lægsta og hæsta verði var mestur á þjónustu við dekkjaskipti á jeppa af stærri gerðinni (t.d. Mitshubishi Pajero instyle dekkjastærð 265/60R18) sem var ódýrust á 6.000 kr hjá Titancar en dýrust 15.497 kr. hjá Höldur sem gerir 158% verðmun. Allt að 81% verðmunur var á dekkjaskiptum á smábílum (t.d. Toyota Yaris Terra), minni meðalbíl (t.d. Ford Focus Trend) og meðalbíl (t.d. Subaru Legacy station) með 14“ – 16“ stálfelgur. Lægsta verðið fyrir þessa þjónustu var 5.000 kr. hjá Titancar og hæsta verðið 9.045 kr. hjá Höldur með. Titancar var einnig með lægsta verðið fyrir dekkjaskipti á dekkjum sömu stærðar á álfelgum eða 5.000 kr en Max1 með hæsta verðið, 9.121 kr. sem er 82% verðmunur. Þjónusta við dekkjaskipti fyrir jeppling t.d Toyota Rave (225/70/R16) kostaði 6.000 kr hjá Titancar sem var með lægsta verðið en hæsta verðið 10.999 kr hjá Höldur þar sem verðið var hæst, það gera 4.999 króna verðmun eða 83%.“ Fram kemur í tilkynningu ASÍ að aðeins hafi verið um beinan verðsamanburð á þjónustu að ræða en ekki var lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Tengdar fréttir Mæta samkeppni frá netinu og komu Costco með allt að 40 prósent verðlækkunum Sólning ætlar að lækka verð á dekkjum um allt að 40 prósent. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að hagstæðara gengi, niðurfellingar á tollum og lægra innkaupsverð spili þar stóran þátt en fyrirtækið sé einnig að mæta breyttum aðstæðum á markaði. 11. apríl 2017 13:12 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Mæta samkeppni frá netinu og komu Costco með allt að 40 prósent verðlækkunum Sólning ætlar að lækka verð á dekkjum um allt að 40 prósent. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að hagstæðara gengi, niðurfellingar á tollum og lægra innkaupsverð spili þar stóran þátt en fyrirtækið sé einnig að mæta breyttum aðstæðum á markaði. 11. apríl 2017 13:12