Yfir 100 prósent verðmunur á þjónustu við dekkjaskipti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2017 15:00 Það er vissara fyrir bílaeigendur að kanna verðið við dekkjaskipti hjá dekkjaverkstæðum landsins. vísir/ernir Allt að 158 prósenta verðmunur getur verið á þjónustu við dekkjaskipti á jeppa af stærri gerðinni með dekkjastærð 265/60R18 samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Í tilkynningu frá ASÍ kemur fram að verðlagseftirlitið hafi gert verðkönnun á dekkjaverkstæðum víða um land þann 26. apríl síðastliðinn en Hjólbarðaverkstæði Kaldasels, Dekkjahöllin, Gúmmívinnustofan SP dekk, N1, Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs, Barðinn, Kraftbílar og Hjólbarða og smurþjónustan Klöpp neituðu að upplýsa fulltrúa verðlagseftirlitsins um verð á þeirri þjónustu sem þeir selja neytendum. „Fulltrúum verðlagseftirlitsins var hins vegar vel tekið hjá flestum dekkjaverkstæðum og hvetur verðlagseftirlitið neytendur til að beina viðskiptum sínum til þeirra aðila sem virða sjálfsögð réttindi neytenda á samkeppnismarkaði til að fá verðupplýsingar og gera verðsamanburð,“ segir í tilkynningu. Verðlagseftirlitið skoðaði verð á þjónustu við umfelgun, skiptingu og jafnvægisstillingu á ákveðnum dekkjaverkstæðum fyrir nokkrar tegundir bíla. Verðkönnunin leiddi í ljós að Titancar var í öllum tilfellum með lægsta verðið en Höldur með hæsta verðið í öllum tilfellum. „Munurinn á lægsta og hæsta verði var mestur á þjónustu við dekkjaskipti á jeppa af stærri gerðinni (t.d. Mitshubishi Pajero instyle dekkjastærð 265/60R18) sem var ódýrust á 6.000 kr hjá Titancar en dýrust 15.497 kr. hjá Höldur sem gerir 158% verðmun. Allt að 81% verðmunur var á dekkjaskiptum á smábílum (t.d. Toyota Yaris Terra), minni meðalbíl (t.d. Ford Focus Trend) og meðalbíl (t.d. Subaru Legacy station) með 14“ – 16“ stálfelgur. Lægsta verðið fyrir þessa þjónustu var 5.000 kr. hjá Titancar og hæsta verðið 9.045 kr. hjá Höldur með. Titancar var einnig með lægsta verðið fyrir dekkjaskipti á dekkjum sömu stærðar á álfelgum eða 5.000 kr en Max1 með hæsta verðið, 9.121 kr. sem er 82% verðmunur. Þjónusta við dekkjaskipti fyrir jeppling t.d Toyota Rave (225/70/R16) kostaði 6.000 kr hjá Titancar sem var með lægsta verðið en hæsta verðið 10.999 kr hjá Höldur þar sem verðið var hæst, það gera 4.999 króna verðmun eða 83%.“ Fram kemur í tilkynningu ASÍ að aðeins hafi verið um beinan verðsamanburð á þjónustu að ræða en ekki var lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Tengdar fréttir Mæta samkeppni frá netinu og komu Costco með allt að 40 prósent verðlækkunum Sólning ætlar að lækka verð á dekkjum um allt að 40 prósent. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að hagstæðara gengi, niðurfellingar á tollum og lægra innkaupsverð spili þar stóran þátt en fyrirtækið sé einnig að mæta breyttum aðstæðum á markaði. 11. apríl 2017 13:12 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Allt að 158 prósenta verðmunur getur verið á þjónustu við dekkjaskipti á jeppa af stærri gerðinni með dekkjastærð 265/60R18 samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Í tilkynningu frá ASÍ kemur fram að verðlagseftirlitið hafi gert verðkönnun á dekkjaverkstæðum víða um land þann 26. apríl síðastliðinn en Hjólbarðaverkstæði Kaldasels, Dekkjahöllin, Gúmmívinnustofan SP dekk, N1, Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs, Barðinn, Kraftbílar og Hjólbarða og smurþjónustan Klöpp neituðu að upplýsa fulltrúa verðlagseftirlitsins um verð á þeirri þjónustu sem þeir selja neytendum. „Fulltrúum verðlagseftirlitsins var hins vegar vel tekið hjá flestum dekkjaverkstæðum og hvetur verðlagseftirlitið neytendur til að beina viðskiptum sínum til þeirra aðila sem virða sjálfsögð réttindi neytenda á samkeppnismarkaði til að fá verðupplýsingar og gera verðsamanburð,“ segir í tilkynningu. Verðlagseftirlitið skoðaði verð á þjónustu við umfelgun, skiptingu og jafnvægisstillingu á ákveðnum dekkjaverkstæðum fyrir nokkrar tegundir bíla. Verðkönnunin leiddi í ljós að Titancar var í öllum tilfellum með lægsta verðið en Höldur með hæsta verðið í öllum tilfellum. „Munurinn á lægsta og hæsta verði var mestur á þjónustu við dekkjaskipti á jeppa af stærri gerðinni (t.d. Mitshubishi Pajero instyle dekkjastærð 265/60R18) sem var ódýrust á 6.000 kr hjá Titancar en dýrust 15.497 kr. hjá Höldur sem gerir 158% verðmun. Allt að 81% verðmunur var á dekkjaskiptum á smábílum (t.d. Toyota Yaris Terra), minni meðalbíl (t.d. Ford Focus Trend) og meðalbíl (t.d. Subaru Legacy station) með 14“ – 16“ stálfelgur. Lægsta verðið fyrir þessa þjónustu var 5.000 kr. hjá Titancar og hæsta verðið 9.045 kr. hjá Höldur með. Titancar var einnig með lægsta verðið fyrir dekkjaskipti á dekkjum sömu stærðar á álfelgum eða 5.000 kr en Max1 með hæsta verðið, 9.121 kr. sem er 82% verðmunur. Þjónusta við dekkjaskipti fyrir jeppling t.d Toyota Rave (225/70/R16) kostaði 6.000 kr hjá Titancar sem var með lægsta verðið en hæsta verðið 10.999 kr hjá Höldur þar sem verðið var hæst, það gera 4.999 króna verðmun eða 83%.“ Fram kemur í tilkynningu ASÍ að aðeins hafi verið um beinan verðsamanburð á þjónustu að ræða en ekki var lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Tengdar fréttir Mæta samkeppni frá netinu og komu Costco með allt að 40 prósent verðlækkunum Sólning ætlar að lækka verð á dekkjum um allt að 40 prósent. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að hagstæðara gengi, niðurfellingar á tollum og lægra innkaupsverð spili þar stóran þátt en fyrirtækið sé einnig að mæta breyttum aðstæðum á markaði. 11. apríl 2017 13:12 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Mæta samkeppni frá netinu og komu Costco með allt að 40 prósent verðlækkunum Sólning ætlar að lækka verð á dekkjum um allt að 40 prósent. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að hagstæðara gengi, niðurfellingar á tollum og lægra innkaupsverð spili þar stóran þátt en fyrirtækið sé einnig að mæta breyttum aðstæðum á markaði. 11. apríl 2017 13:12