Mæta samkeppni frá netinu og komu Costco með allt að 40 prósent verðlækkunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. apríl 2017 13:12 Sólning er dekkjaverkstæði. Vísir/GVA Sólning ætlar að lækka verð á dekkjum um allt að 40 prósent. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að hagstæðara gengi, niðurfellingar á tollum og lægra innkaupsverð spili þar stóran þátt en fyrirtækið sé einnig að mæta breyttum aðstæðum á markaði. Í samtali við Vísi segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sólningar að fyrirtækið hafi í auknum mæli orðið var við það að fólk hafi verið farið að kaupa dekk á netinu, líkt og Vísir hefur fjallað um. Gunnar segir að erfitt geti verið fyrir dekkjaverkstæðið að keppa við slíkt en hagstæð gengisþróun að undanförnu geri verðlækkanir nú mögulegar. „Þetta er náttúrulega svar við því,“ segir Gunnar. „Á meðan netverslun er alltaf með gengi dagsins þá er er gengismunurinn kominn strax inn.“Koma Costco hefur valdið titringi á markaði.Vísir/Jóhann K.Krónan hefur styrkst mikið að undanförnu og bendir Gunnar á að sumardekkin sem Sólning keypti inn í fyrra hafi verið keypt þegar evran kostaði 140 krónur. Nú kostar evran hins vegar um 120 krónur. Þá hafi tollar lækkað um áramótin og Sólning náð hagstæðum samningum við byrgja. Allt þetta skili sér í allt að 40 prósent verðlækkunum. Þá segir Gunnar að Sólning hafi ákveðið að einfalda sölukerfi sitt þannig að viðskiptavinir geti alltaf séð á netinu hvað kosti að kaupa dekk hjá Sólningu. Þannig sé auðvelt að meta fyrir viðskiptavini kostnaðinn við dekkjaskipti. „Það þarf ekkert að vera að skrá sig í klúbba til að geta fengið dekk á góðu verði,“ segir Einar og bætir við að dekkjafyrirtæki verði að laða sig að breyttum aðstæðu, ekki síst með tilkomu netverslunar. Í tilkynningu frá Sólningu í gær sem birt var á vef Mbl.is minntist Gunnar á fyrrnefnda þætti. Margir hafa talið að stærsta ástæðan væri koma Costco en Gunnar segir að nokkur óvissa sé um hvaða áhrif koma Costco muni hafa. „Svo kemur Costco inn, ég veit ekki hvernig verðin verða hjá þeim en þeir birta bara eitt verð. Þá er erfitt fyrir okkur að ætla að fara í verðsamanburð.“ En óttast Gunnar áhrif komu Costco á markaðinn? „Við erum ekki hræddir við þá en þeir munu hafa áhrif á markaðinn,“ segir Gunnar. „Ég veit svo sem ekki hvernig þetta verður hjá þeim en þeir munu hafa þau áhrif að verð á markaðnum verða gegnsærri.“ Costco Neytendur Tengdar fréttir Koma Costco hefur áhrif á verðmat á bréfum í N1 Hagfræðideild Landsbankans hefur lækkað verðmat sitt á bréfum í olíufélaginu N1 úr 138,1 krónu á hlut í 132,9 krónur. 23. mars 2017 11:14 Hreykja sér af því að fólk eyði fjórum sinnum meira en það ætlar sér í Costco "Það er galdurinn við Costco – fólk kaupir aldrei bara það sem það ætlaði sér,“ segir Steve Pappas. 23. mars 2017 13:44 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Sólning ætlar að lækka verð á dekkjum um allt að 40 prósent. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að hagstæðara gengi, niðurfellingar á tollum og lægra innkaupsverð spili þar stóran þátt en fyrirtækið sé einnig að mæta breyttum aðstæðum á markaði. Í samtali við Vísi segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sólningar að fyrirtækið hafi í auknum mæli orðið var við það að fólk hafi verið farið að kaupa dekk á netinu, líkt og Vísir hefur fjallað um. Gunnar segir að erfitt geti verið fyrir dekkjaverkstæðið að keppa við slíkt en hagstæð gengisþróun að undanförnu geri verðlækkanir nú mögulegar. „Þetta er náttúrulega svar við því,“ segir Gunnar. „Á meðan netverslun er alltaf með gengi dagsins þá er er gengismunurinn kominn strax inn.“Koma Costco hefur valdið titringi á markaði.Vísir/Jóhann K.Krónan hefur styrkst mikið að undanförnu og bendir Gunnar á að sumardekkin sem Sólning keypti inn í fyrra hafi verið keypt þegar evran kostaði 140 krónur. Nú kostar evran hins vegar um 120 krónur. Þá hafi tollar lækkað um áramótin og Sólning náð hagstæðum samningum við byrgja. Allt þetta skili sér í allt að 40 prósent verðlækkunum. Þá segir Gunnar að Sólning hafi ákveðið að einfalda sölukerfi sitt þannig að viðskiptavinir geti alltaf séð á netinu hvað kosti að kaupa dekk hjá Sólningu. Þannig sé auðvelt að meta fyrir viðskiptavini kostnaðinn við dekkjaskipti. „Það þarf ekkert að vera að skrá sig í klúbba til að geta fengið dekk á góðu verði,“ segir Einar og bætir við að dekkjafyrirtæki verði að laða sig að breyttum aðstæðu, ekki síst með tilkomu netverslunar. Í tilkynningu frá Sólningu í gær sem birt var á vef Mbl.is minntist Gunnar á fyrrnefnda þætti. Margir hafa talið að stærsta ástæðan væri koma Costco en Gunnar segir að nokkur óvissa sé um hvaða áhrif koma Costco muni hafa. „Svo kemur Costco inn, ég veit ekki hvernig verðin verða hjá þeim en þeir birta bara eitt verð. Þá er erfitt fyrir okkur að ætla að fara í verðsamanburð.“ En óttast Gunnar áhrif komu Costco á markaðinn? „Við erum ekki hræddir við þá en þeir munu hafa áhrif á markaðinn,“ segir Gunnar. „Ég veit svo sem ekki hvernig þetta verður hjá þeim en þeir munu hafa þau áhrif að verð á markaðnum verða gegnsærri.“
Costco Neytendur Tengdar fréttir Koma Costco hefur áhrif á verðmat á bréfum í N1 Hagfræðideild Landsbankans hefur lækkað verðmat sitt á bréfum í olíufélaginu N1 úr 138,1 krónu á hlut í 132,9 krónur. 23. mars 2017 11:14 Hreykja sér af því að fólk eyði fjórum sinnum meira en það ætlar sér í Costco "Það er galdurinn við Costco – fólk kaupir aldrei bara það sem það ætlaði sér,“ segir Steve Pappas. 23. mars 2017 13:44 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Koma Costco hefur áhrif á verðmat á bréfum í N1 Hagfræðideild Landsbankans hefur lækkað verðmat sitt á bréfum í olíufélaginu N1 úr 138,1 krónu á hlut í 132,9 krónur. 23. mars 2017 11:14
Hreykja sér af því að fólk eyði fjórum sinnum meira en það ætlar sér í Costco "Það er galdurinn við Costco – fólk kaupir aldrei bara það sem það ætlaði sér,“ segir Steve Pappas. 23. mars 2017 13:44
Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00