Dagur Kár: Með liðsheild og baráttu er hægt að færa fjöll og höf Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. apríl 2017 22:00 Dagur Kár Jónsson fór á kostum með liði Grindavíkur í undanúrslitum Domino´s-deildar karla í körfubolta. Þar mætti hann uppeldisfélagi sínu Stjörnunni og mörgum af sínum gömlu félögum. Kappinn skoraði 19 stig að meðaltali í leik í rimmunni á móti Stjörnunni auk þess sem hann tók ríflega þrjú fráköst og gaf fimm stoðsendingar að meðaltali. Dagur fór upp alla yngri flokka Stjörnunnar áður en hann fór til Bandaríkjanna í háskóla. Þegar annað tímabil Dags í Bandaríkjunum var hafið ákvað hann að koma heim og samdi við Grindavík sem var ekki spáð góðu gengi í vetur. Með Grindavík hefur Dagur blómstrað. Hann er í fjórtánda sæti yfir stigahæstu menn deildarinnar auk þess sem liðið er komið í úrslit þvert á allar spár. „Það höfðu ekki margir trú á okkur en við vissum sjálfir hversu góðir við vorum. Við náðum ekki alltaf að sýna það á tímabilinu en það eru allir búnir að spila vel í þessari úrslitakeppni og sýna hvað það er mikilvægt að hafa góða liðsheild. Það eru lið þarna betri á pappírnum heldur en við en við sýnum það að með baráttu og liðshjarta geturðu fært fjöll og höf,“ segir Dagur. Dagur segir það hafa hjálpa sér að undirbúa sig fyrir leikina gegn Stjörnunni að hann var að spila á móti uppeldisfélaginu. Hjá Stjörnunni var hann duglegur að æfa aukalega og má því segja að hann hafi alltaf verið á heimavelli í seríunni. „Það var gaman að koma aftur í Garðabæinn og sýna stuðningsmönnum þar hvað ég get í körfubolta. Ég hef ekki spilað þarna í tvö ár,“ segir hann. Úrslitarimman hefst á þriðjudaginn í næstu viku en þar mætir Grindavík annað hvort KR eða Keflavík. Staðan í þeirri rimmu er 2-1 fyrir KR en liðin mætast fjórða sinni í Keflavík annað kvöld. Það er ljóst að Grindvíkingar fá að minnsta kosti níu daga til að hvíla á milli undanúrslitanna og svo lokaúrslitanna en í hvað verður sú hvíld notuð? „Það er mikilvægt að nota fyrstu dagana í endurheimt og ná líkanum í gott stand aftur. Þetta er langt frí þannig það þarf að keyra allt í gang aftur fyrir úrslitarimmuna,“ segir Dagur Kár Jónsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Dagur Kár Jónsson fór á kostum með liði Grindavíkur í undanúrslitum Domino´s-deildar karla í körfubolta. Þar mætti hann uppeldisfélagi sínu Stjörnunni og mörgum af sínum gömlu félögum. Kappinn skoraði 19 stig að meðaltali í leik í rimmunni á móti Stjörnunni auk þess sem hann tók ríflega þrjú fráköst og gaf fimm stoðsendingar að meðaltali. Dagur fór upp alla yngri flokka Stjörnunnar áður en hann fór til Bandaríkjanna í háskóla. Þegar annað tímabil Dags í Bandaríkjunum var hafið ákvað hann að koma heim og samdi við Grindavík sem var ekki spáð góðu gengi í vetur. Með Grindavík hefur Dagur blómstrað. Hann er í fjórtánda sæti yfir stigahæstu menn deildarinnar auk þess sem liðið er komið í úrslit þvert á allar spár. „Það höfðu ekki margir trú á okkur en við vissum sjálfir hversu góðir við vorum. Við náðum ekki alltaf að sýna það á tímabilinu en það eru allir búnir að spila vel í þessari úrslitakeppni og sýna hvað það er mikilvægt að hafa góða liðsheild. Það eru lið þarna betri á pappírnum heldur en við en við sýnum það að með baráttu og liðshjarta geturðu fært fjöll og höf,“ segir Dagur. Dagur segir það hafa hjálpa sér að undirbúa sig fyrir leikina gegn Stjörnunni að hann var að spila á móti uppeldisfélaginu. Hjá Stjörnunni var hann duglegur að æfa aukalega og má því segja að hann hafi alltaf verið á heimavelli í seríunni. „Það var gaman að koma aftur í Garðabæinn og sýna stuðningsmönnum þar hvað ég get í körfubolta. Ég hef ekki spilað þarna í tvö ár,“ segir hann. Úrslitarimman hefst á þriðjudaginn í næstu viku en þar mætir Grindavík annað hvort KR eða Keflavík. Staðan í þeirri rimmu er 2-1 fyrir KR en liðin mætast fjórða sinni í Keflavík annað kvöld. Það er ljóst að Grindvíkingar fá að minnsta kosti níu daga til að hvíla á milli undanúrslitanna og svo lokaúrslitanna en í hvað verður sú hvíld notuð? „Það er mikilvægt að nota fyrstu dagana í endurheimt og ná líkanum í gott stand aftur. Þetta er langt frí þannig það þarf að keyra allt í gang aftur fyrir úrslitarimmuna,“ segir Dagur Kár Jónsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti