Viðskipti innlent

Hörð viðbrögð við auglýsingu Íslandsbanka

Benedikt Bóas skrifar
Ekki gefast upp voru skilaboð Íslandsbanka.
Ekki gefast upp voru skilaboð Íslandsbanka. vísir/vilhelm
„Markmiðið með þessum auglýsingum er að láta ekki neikvæðnina draga kjarkinn úr ungu fólki þannig að hún standi í vegi fyrir því að það undirbúi framtíðina,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka, en auglýsingaherferð bankans sem hófst í gær hefur fengið afar misjafna dóma.

Samfélagsmiðlar, bæði Facebook og Twitter, voru undirlagðir af myndum þar sem auglýsingaherferðin var skrumskæld. Töldu margir að einfölduð mynd væri dregin upp af erfiðri stöðu ungs fólks á fasteignamarkaði.

„Markmið okkar er að vekja von hjá ungu fólki í dag. Þetta er vissulega erfitt ástand núna en við vitum ekki hvernig þetta verður eftir 1-2 ár og þá skiptir máli að vera undirbúinn. Leiðirnar eru ólíkar fyrir fólk að komast inn á fasteignamarkaðinn en það hefur alltaf verið erfitt að komast inn á hann,“ segir Guðmundur.

Samkvæmt tölum bankans fá 70-80% hjálp frá fjölskyldu sinni við kaup á fyrstu eign.

„Umræðan er oft afar neikvæð í tengslum við þennan málaflokk. Þess vegna vildum við minna fólk á að það megi ekki gefast upp og gera það meðvitaðra um ólíkar leiðir sem það gæti nýtt sér til að komast inn á fasteignamarkaðinn.“

Að neðan má sjá dæmi um umræðuna á Twitter vegna auglýsinganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×