Metdagur í Íslandsbanka í gær Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2017 11:13 Guðmundur Arnar er maðurnn á bak við hina mjög svo umdeildu auglýsingaherferð Íslandsbanka og hann segir að þau þar hafi ekki viljað teikna upp einhverja glansmynd. Guðmundur Arnar Guðmundsson markaðsstjóri Íslandsbanka er maðurinn á bak við umdeilda auglýsingaherferð. Hann ítrekar, það sem fram kemur í herferðinni, að það séu leiðir fyrir ungt fólk inn á fasteignamarkað. Margir grípi til þess að flytja heim til tengdó, jafnvel út á land eða neiti sér um eitt og annað í neyslu til að safna fyrir útborgun. Auglýsingaherferð Íslandsbanka, sem birtist meðal annars í Fréttablaðinu í gær og svo hér á Vísi, hefur farið þveröfugt ofan í margan manninn. Hún felur í sér skilaboð til þeirra sem vilja feta sig inn á fasteignamarkað; ekki gefast upp, þetta sé hægt ef þú hefur plan. Mikael Torfason rithöfundur, sem vakið hefur mikla athygli fyrir útvarpsþætti sína um fátækt, reið á vaðið strax í gærmorgun og benti á að auglýsingin væri ekki í nokkru samhengi við raunveruleikann. Hann segir skilaboð bankans til ungs fólks ekki þau að hér sé allt í kaldakoli, þau sem eru að bugast undan okurleigu eigi ekki að líta til þess hvort byggja megi upp réttláta samfélag heldur sé vandinn í raun ungu fólki að kenna. Og skorti á plani. Mikael brást sem sagt ókvæða við auglýsingum bankans og svo er um fjölda annarra.Einn þeirra sem brugðist hefur ókvæða við auglýsingaherferð Íslandsbanka er Mikael Torfason rithöfundur.Um þúsund manns hafa, þegar þetta er skrifað, gefið til kynna að þeim líki vel útleggingar Mikaels og 300 hafa deilt færslunni. Og fjölmargir aðrir hafa gagnrýnt bankann og telja þetta ósmekklega auglýsingaherferð. Reyndar glymur bitur háðshlátur um alla samfélagsmiðla – staðan á fasteignamarkaði er ekki upp á marga fiska og stöðugt hækkar aldur fólks sem býr í foreldrahúsum. Meðalaldur þeirra sem eru að kaupa fyrstu eign er kominn upp í 32 ár og hefur aldrei verið hærri. Það segir þá sögu að sjaldan eða aldrei hefur verið eins erfitt að kaupa fasteign. Þjóðin er að skiptast í eignafólk og þá sem ekkert eiga. Og það fólk sér ekki til sólar.Markmiðið var að hreyfa við fólki Guðmundur Arnar markaðsstjóri er hins vegar hvergi nærri af baki dottinn, til stendur að halda sínu striki og keyra auglýsingaherferðina næsta mánuð eða svo. Guðmundur var gestur þeirra Heimis Karlssonar og Gulla Helga í Bítinu í morgun. Guðmundur Arnar segist alls ekki vera að gera lítið úr erfiðu ástandi á fasteignamarkaði. Og Íslandsbanki hafi sent bréf til ungs fólks þar sem staðan er útlistuð. „Markmiðið var að sjálfsögðu að hreyfa við, skilaboðin eru þannig að við vildum hreyfa við. Það tókst svo sannarlega því við áttum metdag í gær, í heimsóknum til ráðgjafa okkar. Það var stór hópur af ungu fólki sem kom og labbaði þá út með bæði einhverjar hugmyndir um vörur og trix sem bankinn getur aðstoðað með. Svo er það hitt sem okkur fannst svo mikilvægt að kæmist inn í umræðuna líka, það er allt hitt. Þetta er svo margslungið að komast inn á fasteignamarkaðinn. Og staðan á fasteignamarkaði nú er að það eru engar fasteignir,“ segir markaðsstjórinn. En ekki megi ætla að sú verði ætíð staðan.Alltaf verið erfitt að kaupa fyrstu eign Guðmundur Arnar segir markaðinn fara upp og niður, ekki sé góð staða núna en þegar hlutirnir eru komnir í betra horf sé mikilvægt að vera klár. Útvarpsmennirnir bentu á að reyndar strandi á ýmsu, meðal annars greiðslumati bankanna sem eru býsna ströng. Fólk eigi að hafa efni á að leigja fyrir 250 þúsund krónur á mánuði en það sama fólk er svo af bönkunum ekki talið hafa efni á að borga 150 þúsund krónur af lánum.„Bankarnir eru bundnir af sömu reglum varðandi greiðslumat. Ekki á okkar hendi að stýra því. Það sem okkur finnst mikilvægt er að segja; það hefur alltaf verið erfitt að kaupa fasteign. Kannski sérstaklega erfitt akkúrat núna. Það var auðveldara þrjú ár fyrir hrun. Þá voru hundrað prósent lán. Og ég held að það vilji enginn fara þangað þannig að það er mikilvægt ábyrgðarhlutverk af bönkum og fjármálastofnunum að vera ekki að hvetja til þess að fólk sé að skuldsetja sig of mikið. Því, eins og ég segi, markaðir fara upp og niður.“Meðalaldur þeirra sem kaupa fyrstu eign er 32 ára Guðmundur Arnar segir mikinn undirbúning liggja að baki herferðinni. „Það sem kom mér mest á óvart, af því að ég er tiltölulega nýkominn inn í þennan heim er, og við hittum marga tugi af ungu fólki, það hefur verið mikill aðdragandi að því að fara af stað með þetta verkefni... það sem kom mér og okkur mest á óvart er hversu lausnin eða leiðirnar sem fólk var að fara eru margvíslegar: Sumir eru að bæta við sig vinnu, aðrir eru að flytja til tengdó, aðrir eru að neita sér um allskonar hluti í sinni neyslu og annað. Sumir hafa hreinlega ákveðið að flytja út á land. Þetta er svo margþætt.“ Guðmundur Arnar segir það hafa verið markmið þeirra hjá Íslandsbanka að segja hlutina eins og þeir eru.„Við vildum ekki teikna upp einhverja glansmynd, af ungu pari sem er að labba inn í 60 milljón króna íbúð, svona úr takti við raunveruleikann, eins og við höfum séð á sumum tímabilum, vildum segja hlutina eins og þeir eru. Og eitt af því sem kom mér á óvart er að staðan er sú að 70-80 prósent af ungu fólki, sem er reyndar 32 ára í dag, það er meðalaldurinn af þeim hópi sem eru að kaupa fyrstu eign, fá hjálp frá mömmu og pabba eða fjölskyldu.“Markmiðið að stappa stálinu í ungt fólk Markaðsstjórinn segir að þá séu alltaf einhverjir til að koma og segja að geti varla talist sanngjarnt gagnvart öðrum. „Að það sé skelfilegt fyrir hina sem eru ekki að fá. Jú, auðvitað er það það. En, það eru aðrar leiðir og aðrar áskoranir sem þau standa andspænis. En, við megum ekki loka augunum fyrir stöðunni eins og hún er. Ég á börn. Mér fannst þetta svolítið svakalegt. Og margir sem við töluðum við í þessari vegferð lýstu þessu svolítið eins og að fara í háskólanám í Bandaríkjunum. Þessi ábyrgð sem foreldrar hafa. Það eru ekkert allir foreldrar sem hreinlega geta hjálpað börnunum sínum. Þannig að þá þarf að skoða enn aðrar leiðir. Markmið okkar fyrst og fremst með þessari sögusöfnun, að stappa stálinu í ungt fólk sem er í þessum pælingum, að fá ungt fólk til að segja sögur, allskonar sögur sem eru í allskonar aðstæðum, og ætlum að gera það næsta mánuðinn. Sem hvatning. Það eru svo margar leiðir. Bankinn er hluti af því. Í ráðgjöf hjá okkur getum við hjálpað því að búa til plan.“Eina af mörgum sem furða sig á auglýsingaherferð Íslandsbanka er Karen Kjartansdóttir upplýsingafulltrúi.Hægt að leigja saman, flytja til tengdó ... Bylgjumenn spurðu Guðmund Arnar hvort bankinn væri með sérstök plön fyrir ungt fólk, sem er að byrja að kaupa? „Það eru ákveðnar vörur. Eins og úrræði ríkisstjórnarinnar með séreignasparnað sem allir sem eru að huga að inngöngu á fasteignamarkað eiga að vera komin í. Svo er það allt hitt. Sem okkur finnst svo mikilvæg að komi fram líka.“Hvað er það til dæmis? „Nú, fólk er að bæta við sig vinnu, fólk er að flytja til tengdó í einhvern tíma til að safna, fólk er að leigja saman ... það er svo stór hluti af þessu líka. Okkur fannst það kannski ekki okkar að segja heldur opna á þessar sögur. Hvernig staðan er raunverulega.“Reyndar er það alls ekki svo að allir fordæmi markaðsherferð Íslandsbanka. Andrés Jónsson almannatengill telur þetta ákaflega vel heppnað og skrifar athugasemd þar um í 10 þúsund manna Fb-hóp sem heitir Markaðsnördar.Svo eru einhverjir að benda á það, á samfélagsmiðlum, að þó að þú gerir þitt plan, þá er þetta ekki hægt? Íbúðaverð hækkar það hratt, greiðslumatið er svo hátt? „Já. En svarið við því er að markaðurinn fer upp og niður. Þó það sé ómögulegt í dag eða næstu viku ...“Þannig að fólk á að bíða í þrjú til fjögur ár? „Jahh, ég spyr ykkur. Hvernig var þetta þegar þið keyptuð ykkar fyrstu íbúð?“ Tengdar fréttir Hörð viðbrögð við auglýsingu Íslandsbanka „Markmiðið með þessum auglýsingum er að láta ekki neikvæðnina draga kjarkinn úr ungu fólki þannig að hún standi í vegi fyrir því að það undirbúi framtíðina,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ Atvinnulíf Auglýsingastofurnar finna fyrir samdrætti Viðskipti innlent Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Neytendur Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Neytendur „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnulíf Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Atvinnulíf Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Viðskipti erlent „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Atvinnulíf Landsbankinn rekur lestina og lækkar vexti Viðskipti innlent Bogi og Linda kaupa af Heimum fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsingastofurnar finna fyrir samdrætti Bankarnir verði að lækka vexti jafnhratt og þeir hækkuðu Landsbankinn rekur lestina og lækkar vexti Loks opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán Bogi og Linda kaupa af Heimum fyrir milljarða Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Bein útsending: Viðtöl við sérfræðinga um mannauðsmál Uppreisnarleiðtogi snýr heim og tekur við rekstri Hríseyjarbúðarinnar Sýna áhuga á eignum Skagans 3X Indó lækkar líka vexti Íslandsbanki bregst sömuleiðis við stýrivaxtalækkuninni Arion fyrstur til að tilkynna lækkun Engar hópuppsagnir í september Rekstur Rammagerðarinnar gaf vel í fyrra Mikilvægt að íslenskan sé hluti af hverri tæknibyltinguu Gerir óþægilegt samtal auðveldara Þessir sprotar taka þátt í Startup SuperNova í ár Skiltið skuli fjarlægt „Við erum ekki komin á húrrandi ferð niður Esjuna“ Anna Fríða snýr sér að sælgætinu Vaxtahækkun bankanna vó þungt í ákvörðun Ásgeirs Culiacan lokað á Suðurlandsbraut Efla fjármálin með Elfu Herferð í boði Ernu Hreins og Önnu Margrétar Hvíta húsið og Ennemm segja upp fólki Telur ljóst að vaxtalækkunarferlið sé hafið Eirberg hættir með verslunina í Kringlunni í kjölfar brunans Bein útsending: Ásgeir og Rannveig rökstyðja lækkunina Lækkar stýrivextina í fyrsta sinn síðan í árslok 2020 Ekki útilokað að stýrivextir lækki Sjá meira
Guðmundur Arnar Guðmundsson markaðsstjóri Íslandsbanka er maðurinn á bak við umdeilda auglýsingaherferð. Hann ítrekar, það sem fram kemur í herferðinni, að það séu leiðir fyrir ungt fólk inn á fasteignamarkað. Margir grípi til þess að flytja heim til tengdó, jafnvel út á land eða neiti sér um eitt og annað í neyslu til að safna fyrir útborgun. Auglýsingaherferð Íslandsbanka, sem birtist meðal annars í Fréttablaðinu í gær og svo hér á Vísi, hefur farið þveröfugt ofan í margan manninn. Hún felur í sér skilaboð til þeirra sem vilja feta sig inn á fasteignamarkað; ekki gefast upp, þetta sé hægt ef þú hefur plan. Mikael Torfason rithöfundur, sem vakið hefur mikla athygli fyrir útvarpsþætti sína um fátækt, reið á vaðið strax í gærmorgun og benti á að auglýsingin væri ekki í nokkru samhengi við raunveruleikann. Hann segir skilaboð bankans til ungs fólks ekki þau að hér sé allt í kaldakoli, þau sem eru að bugast undan okurleigu eigi ekki að líta til þess hvort byggja megi upp réttláta samfélag heldur sé vandinn í raun ungu fólki að kenna. Og skorti á plani. Mikael brást sem sagt ókvæða við auglýsingum bankans og svo er um fjölda annarra.Einn þeirra sem brugðist hefur ókvæða við auglýsingaherferð Íslandsbanka er Mikael Torfason rithöfundur.Um þúsund manns hafa, þegar þetta er skrifað, gefið til kynna að þeim líki vel útleggingar Mikaels og 300 hafa deilt færslunni. Og fjölmargir aðrir hafa gagnrýnt bankann og telja þetta ósmekklega auglýsingaherferð. Reyndar glymur bitur háðshlátur um alla samfélagsmiðla – staðan á fasteignamarkaði er ekki upp á marga fiska og stöðugt hækkar aldur fólks sem býr í foreldrahúsum. Meðalaldur þeirra sem eru að kaupa fyrstu eign er kominn upp í 32 ár og hefur aldrei verið hærri. Það segir þá sögu að sjaldan eða aldrei hefur verið eins erfitt að kaupa fasteign. Þjóðin er að skiptast í eignafólk og þá sem ekkert eiga. Og það fólk sér ekki til sólar.Markmiðið var að hreyfa við fólki Guðmundur Arnar markaðsstjóri er hins vegar hvergi nærri af baki dottinn, til stendur að halda sínu striki og keyra auglýsingaherferðina næsta mánuð eða svo. Guðmundur var gestur þeirra Heimis Karlssonar og Gulla Helga í Bítinu í morgun. Guðmundur Arnar segist alls ekki vera að gera lítið úr erfiðu ástandi á fasteignamarkaði. Og Íslandsbanki hafi sent bréf til ungs fólks þar sem staðan er útlistuð. „Markmiðið var að sjálfsögðu að hreyfa við, skilaboðin eru þannig að við vildum hreyfa við. Það tókst svo sannarlega því við áttum metdag í gær, í heimsóknum til ráðgjafa okkar. Það var stór hópur af ungu fólki sem kom og labbaði þá út með bæði einhverjar hugmyndir um vörur og trix sem bankinn getur aðstoðað með. Svo er það hitt sem okkur fannst svo mikilvægt að kæmist inn í umræðuna líka, það er allt hitt. Þetta er svo margslungið að komast inn á fasteignamarkaðinn. Og staðan á fasteignamarkaði nú er að það eru engar fasteignir,“ segir markaðsstjórinn. En ekki megi ætla að sú verði ætíð staðan.Alltaf verið erfitt að kaupa fyrstu eign Guðmundur Arnar segir markaðinn fara upp og niður, ekki sé góð staða núna en þegar hlutirnir eru komnir í betra horf sé mikilvægt að vera klár. Útvarpsmennirnir bentu á að reyndar strandi á ýmsu, meðal annars greiðslumati bankanna sem eru býsna ströng. Fólk eigi að hafa efni á að leigja fyrir 250 þúsund krónur á mánuði en það sama fólk er svo af bönkunum ekki talið hafa efni á að borga 150 þúsund krónur af lánum.„Bankarnir eru bundnir af sömu reglum varðandi greiðslumat. Ekki á okkar hendi að stýra því. Það sem okkur finnst mikilvægt er að segja; það hefur alltaf verið erfitt að kaupa fasteign. Kannski sérstaklega erfitt akkúrat núna. Það var auðveldara þrjú ár fyrir hrun. Þá voru hundrað prósent lán. Og ég held að það vilji enginn fara þangað þannig að það er mikilvægt ábyrgðarhlutverk af bönkum og fjármálastofnunum að vera ekki að hvetja til þess að fólk sé að skuldsetja sig of mikið. Því, eins og ég segi, markaðir fara upp og niður.“Meðalaldur þeirra sem kaupa fyrstu eign er 32 ára Guðmundur Arnar segir mikinn undirbúning liggja að baki herferðinni. „Það sem kom mér mest á óvart, af því að ég er tiltölulega nýkominn inn í þennan heim er, og við hittum marga tugi af ungu fólki, það hefur verið mikill aðdragandi að því að fara af stað með þetta verkefni... það sem kom mér og okkur mest á óvart er hversu lausnin eða leiðirnar sem fólk var að fara eru margvíslegar: Sumir eru að bæta við sig vinnu, aðrir eru að flytja til tengdó, aðrir eru að neita sér um allskonar hluti í sinni neyslu og annað. Sumir hafa hreinlega ákveðið að flytja út á land. Þetta er svo margþætt.“ Guðmundur Arnar segir það hafa verið markmið þeirra hjá Íslandsbanka að segja hlutina eins og þeir eru.„Við vildum ekki teikna upp einhverja glansmynd, af ungu pari sem er að labba inn í 60 milljón króna íbúð, svona úr takti við raunveruleikann, eins og við höfum séð á sumum tímabilum, vildum segja hlutina eins og þeir eru. Og eitt af því sem kom mér á óvart er að staðan er sú að 70-80 prósent af ungu fólki, sem er reyndar 32 ára í dag, það er meðalaldurinn af þeim hópi sem eru að kaupa fyrstu eign, fá hjálp frá mömmu og pabba eða fjölskyldu.“Markmiðið að stappa stálinu í ungt fólk Markaðsstjórinn segir að þá séu alltaf einhverjir til að koma og segja að geti varla talist sanngjarnt gagnvart öðrum. „Að það sé skelfilegt fyrir hina sem eru ekki að fá. Jú, auðvitað er það það. En, það eru aðrar leiðir og aðrar áskoranir sem þau standa andspænis. En, við megum ekki loka augunum fyrir stöðunni eins og hún er. Ég á börn. Mér fannst þetta svolítið svakalegt. Og margir sem við töluðum við í þessari vegferð lýstu þessu svolítið eins og að fara í háskólanám í Bandaríkjunum. Þessi ábyrgð sem foreldrar hafa. Það eru ekkert allir foreldrar sem hreinlega geta hjálpað börnunum sínum. Þannig að þá þarf að skoða enn aðrar leiðir. Markmið okkar fyrst og fremst með þessari sögusöfnun, að stappa stálinu í ungt fólk sem er í þessum pælingum, að fá ungt fólk til að segja sögur, allskonar sögur sem eru í allskonar aðstæðum, og ætlum að gera það næsta mánuðinn. Sem hvatning. Það eru svo margar leiðir. Bankinn er hluti af því. Í ráðgjöf hjá okkur getum við hjálpað því að búa til plan.“Eina af mörgum sem furða sig á auglýsingaherferð Íslandsbanka er Karen Kjartansdóttir upplýsingafulltrúi.Hægt að leigja saman, flytja til tengdó ... Bylgjumenn spurðu Guðmund Arnar hvort bankinn væri með sérstök plön fyrir ungt fólk, sem er að byrja að kaupa? „Það eru ákveðnar vörur. Eins og úrræði ríkisstjórnarinnar með séreignasparnað sem allir sem eru að huga að inngöngu á fasteignamarkað eiga að vera komin í. Svo er það allt hitt. Sem okkur finnst svo mikilvæg að komi fram líka.“Hvað er það til dæmis? „Nú, fólk er að bæta við sig vinnu, fólk er að flytja til tengdó í einhvern tíma til að safna, fólk er að leigja saman ... það er svo stór hluti af þessu líka. Okkur fannst það kannski ekki okkar að segja heldur opna á þessar sögur. Hvernig staðan er raunverulega.“Reyndar er það alls ekki svo að allir fordæmi markaðsherferð Íslandsbanka. Andrés Jónsson almannatengill telur þetta ákaflega vel heppnað og skrifar athugasemd þar um í 10 þúsund manna Fb-hóp sem heitir Markaðsnördar.Svo eru einhverjir að benda á það, á samfélagsmiðlum, að þó að þú gerir þitt plan, þá er þetta ekki hægt? Íbúðaverð hækkar það hratt, greiðslumatið er svo hátt? „Já. En svarið við því er að markaðurinn fer upp og niður. Þó það sé ómögulegt í dag eða næstu viku ...“Þannig að fólk á að bíða í þrjú til fjögur ár? „Jahh, ég spyr ykkur. Hvernig var þetta þegar þið keyptuð ykkar fyrstu íbúð?“
Tengdar fréttir Hörð viðbrögð við auglýsingu Íslandsbanka „Markmiðið með þessum auglýsingum er að láta ekki neikvæðnina draga kjarkinn úr ungu fólki þannig að hún standi í vegi fyrir því að það undirbúi framtíðina,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ Atvinnulíf Auglýsingastofurnar finna fyrir samdrætti Viðskipti innlent Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Neytendur Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Neytendur „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnulíf Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Atvinnulíf Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Viðskipti erlent „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Atvinnulíf Landsbankinn rekur lestina og lækkar vexti Viðskipti innlent Bogi og Linda kaupa af Heimum fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsingastofurnar finna fyrir samdrætti Bankarnir verði að lækka vexti jafnhratt og þeir hækkuðu Landsbankinn rekur lestina og lækkar vexti Loks opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán Bogi og Linda kaupa af Heimum fyrir milljarða Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Bein útsending: Viðtöl við sérfræðinga um mannauðsmál Uppreisnarleiðtogi snýr heim og tekur við rekstri Hríseyjarbúðarinnar Sýna áhuga á eignum Skagans 3X Indó lækkar líka vexti Íslandsbanki bregst sömuleiðis við stýrivaxtalækkuninni Arion fyrstur til að tilkynna lækkun Engar hópuppsagnir í september Rekstur Rammagerðarinnar gaf vel í fyrra Mikilvægt að íslenskan sé hluti af hverri tæknibyltinguu Gerir óþægilegt samtal auðveldara Þessir sprotar taka þátt í Startup SuperNova í ár Skiltið skuli fjarlægt „Við erum ekki komin á húrrandi ferð niður Esjuna“ Anna Fríða snýr sér að sælgætinu Vaxtahækkun bankanna vó þungt í ákvörðun Ásgeirs Culiacan lokað á Suðurlandsbraut Efla fjármálin með Elfu Herferð í boði Ernu Hreins og Önnu Margrétar Hvíta húsið og Ennemm segja upp fólki Telur ljóst að vaxtalækkunarferlið sé hafið Eirberg hættir með verslunina í Kringlunni í kjölfar brunans Bein útsending: Ásgeir og Rannveig rökstyðja lækkunina Lækkar stýrivextina í fyrsta sinn síðan í árslok 2020 Ekki útilokað að stýrivextir lækki Sjá meira
Hörð viðbrögð við auglýsingu Íslandsbanka „Markmiðið með þessum auglýsingum er að láta ekki neikvæðnina draga kjarkinn úr ungu fólki þannig að hún standi í vegi fyrir því að það undirbúi framtíðina,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka. 11. apríl 2017 07:00