Dagur við Gumma Gumm: „Maður losnar ekki við þig“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2017 17:00 vísir „Maður losnar ekki við þig. Til lukku, þetta verður stuð. Game on“ Svona hljómar kveðja Dags Sigurðssonar til Guðmundar Guðmundssonar á Facebook þar sem Dagur er að óska Guðmundi til hamingju með nýja starfið sem landsliðsþjálfari Barein. Guðmundur hefur reyndar ekki verið formlega kynntur til sögunnar sem þjálfari Barein en hann er mættur þangað til að skrifa undir og er búið að boða til blaðamannafundar í næstu viku. Dagur slær þarna á létta strengi þar sem ferðir þeirra tveggja hafa margsinnis legið saman. Dagur var til dæmis fyrirliði íslenska landsliðsins þegar Guðmundur stýrði því í fyrra skiptið á ferlinum.Dramatískt jafntefli Þegar Dagur fór svo út í þjálfun mættust þeir til dæmis í frægum leik Íslands og Austurríkis á EM 2010 þar sem lærisveinar Dags tryggðu sér jafntefli með því að skora þrjú mörk á síðustu mínútu leiksins. Liðin voru svo saman í riðli í undankeppni EM 2012 þar sem Austurríki vann stórsigur á Íslandi á heimavelli en strákarnir okkar svöruðu með því að rassskella Austurríkismenn í Höllinni og tryggja sér sæti á EM í Serbíu. Dagur tók svo síðar við liði Þýskalands og Guðmundur Guðmundsson gerðist þjálfari Danmerkur fyrir þremur árum. Þeir mættust þá fyrst á stórmóti á HM 2015 í riðlakeppninni þar sem liðin skildu jöfn, 30-30. Á EM 2016 í Póllandi vann Þýskaland svo 25-23 sigur á Þýskalandi í lokaumferð milliriðlanna með þeim afleiðingum að Danir komust ekki í undanúrslitin. Þýskaland fór alla leið í úrslit og stóð uppi sem óvæntur Evrópumeistari.Saman í Asíu Dagur sagði upp störfum hjá Þjóðverjum eftir HM 2017 í Frakklandi og það sama gerði Guðmundur Guðmundsson hjá Dönum. Dagur tók að sér starf landsliðsþjálfara Japans og á að byggja þar upp lið fyrir Ólympíuleikana í Tókíó árið 2020. Nú er Guðmundur að taka við Barein sem þýðir að þeir gætu mæst aftur í Asíukeppninni á næsta ári. Barein vann einmitt Japan í undanúrslitum Asíukeppninnar á síðasta ári en Japan hefur ekki komist í úrslitaleikinn síðan það vann mótið tvö fyrstu skiptin sem það var haldið árin 1977 og 1979. Barein komst í úrslitaleikinn árið 2014 og 2016 en tapaði fyrir Katar í bæði skiptin. Guðmundi verður falið það verkefni að vinna Asíumótið á næsta ári. Fyrir utan alla þessa landsliðssögu íslensku þjálfaranna mættust þeir líka nokkrum sinnum í þýsku 1. deildinni sem þjálfarar Füchse Berlín og Rhein-Neckar Löwen þannig það virðist rétt hjá Degi, hann bara losnar ekki við Guðmund úr sínu lífi. Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur að taka við landsliði Barein | Myndband Guðmundur Guðmundsson er mættur til Barein en hann sagðist taka við nýju starfi í byrjun þessarar viku. 10. apríl 2017 22:36 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
„Maður losnar ekki við þig. Til lukku, þetta verður stuð. Game on“ Svona hljómar kveðja Dags Sigurðssonar til Guðmundar Guðmundssonar á Facebook þar sem Dagur er að óska Guðmundi til hamingju með nýja starfið sem landsliðsþjálfari Barein. Guðmundur hefur reyndar ekki verið formlega kynntur til sögunnar sem þjálfari Barein en hann er mættur þangað til að skrifa undir og er búið að boða til blaðamannafundar í næstu viku. Dagur slær þarna á létta strengi þar sem ferðir þeirra tveggja hafa margsinnis legið saman. Dagur var til dæmis fyrirliði íslenska landsliðsins þegar Guðmundur stýrði því í fyrra skiptið á ferlinum.Dramatískt jafntefli Þegar Dagur fór svo út í þjálfun mættust þeir til dæmis í frægum leik Íslands og Austurríkis á EM 2010 þar sem lærisveinar Dags tryggðu sér jafntefli með því að skora þrjú mörk á síðustu mínútu leiksins. Liðin voru svo saman í riðli í undankeppni EM 2012 þar sem Austurríki vann stórsigur á Íslandi á heimavelli en strákarnir okkar svöruðu með því að rassskella Austurríkismenn í Höllinni og tryggja sér sæti á EM í Serbíu. Dagur tók svo síðar við liði Þýskalands og Guðmundur Guðmundsson gerðist þjálfari Danmerkur fyrir þremur árum. Þeir mættust þá fyrst á stórmóti á HM 2015 í riðlakeppninni þar sem liðin skildu jöfn, 30-30. Á EM 2016 í Póllandi vann Þýskaland svo 25-23 sigur á Þýskalandi í lokaumferð milliriðlanna með þeim afleiðingum að Danir komust ekki í undanúrslitin. Þýskaland fór alla leið í úrslit og stóð uppi sem óvæntur Evrópumeistari.Saman í Asíu Dagur sagði upp störfum hjá Þjóðverjum eftir HM 2017 í Frakklandi og það sama gerði Guðmundur Guðmundsson hjá Dönum. Dagur tók að sér starf landsliðsþjálfara Japans og á að byggja þar upp lið fyrir Ólympíuleikana í Tókíó árið 2020. Nú er Guðmundur að taka við Barein sem þýðir að þeir gætu mæst aftur í Asíukeppninni á næsta ári. Barein vann einmitt Japan í undanúrslitum Asíukeppninnar á síðasta ári en Japan hefur ekki komist í úrslitaleikinn síðan það vann mótið tvö fyrstu skiptin sem það var haldið árin 1977 og 1979. Barein komst í úrslitaleikinn árið 2014 og 2016 en tapaði fyrir Katar í bæði skiptin. Guðmundi verður falið það verkefni að vinna Asíumótið á næsta ári. Fyrir utan alla þessa landsliðssögu íslensku þjálfaranna mættust þeir líka nokkrum sinnum í þýsku 1. deildinni sem þjálfarar Füchse Berlín og Rhein-Neckar Löwen þannig það virðist rétt hjá Degi, hann bara losnar ekki við Guðmund úr sínu lífi.
Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur að taka við landsliði Barein | Myndband Guðmundur Guðmundsson er mættur til Barein en hann sagðist taka við nýju starfi í byrjun þessarar viku. 10. apríl 2017 22:36 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Guðmundur að taka við landsliði Barein | Myndband Guðmundur Guðmundsson er mættur til Barein en hann sagðist taka við nýju starfi í byrjun þessarar viku. 10. apríl 2017 22:36
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni