Dagur við Gumma Gumm: „Maður losnar ekki við þig“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2017 17:00 vísir „Maður losnar ekki við þig. Til lukku, þetta verður stuð. Game on“ Svona hljómar kveðja Dags Sigurðssonar til Guðmundar Guðmundssonar á Facebook þar sem Dagur er að óska Guðmundi til hamingju með nýja starfið sem landsliðsþjálfari Barein. Guðmundur hefur reyndar ekki verið formlega kynntur til sögunnar sem þjálfari Barein en hann er mættur þangað til að skrifa undir og er búið að boða til blaðamannafundar í næstu viku. Dagur slær þarna á létta strengi þar sem ferðir þeirra tveggja hafa margsinnis legið saman. Dagur var til dæmis fyrirliði íslenska landsliðsins þegar Guðmundur stýrði því í fyrra skiptið á ferlinum.Dramatískt jafntefli Þegar Dagur fór svo út í þjálfun mættust þeir til dæmis í frægum leik Íslands og Austurríkis á EM 2010 þar sem lærisveinar Dags tryggðu sér jafntefli með því að skora þrjú mörk á síðustu mínútu leiksins. Liðin voru svo saman í riðli í undankeppni EM 2012 þar sem Austurríki vann stórsigur á Íslandi á heimavelli en strákarnir okkar svöruðu með því að rassskella Austurríkismenn í Höllinni og tryggja sér sæti á EM í Serbíu. Dagur tók svo síðar við liði Þýskalands og Guðmundur Guðmundsson gerðist þjálfari Danmerkur fyrir þremur árum. Þeir mættust þá fyrst á stórmóti á HM 2015 í riðlakeppninni þar sem liðin skildu jöfn, 30-30. Á EM 2016 í Póllandi vann Þýskaland svo 25-23 sigur á Þýskalandi í lokaumferð milliriðlanna með þeim afleiðingum að Danir komust ekki í undanúrslitin. Þýskaland fór alla leið í úrslit og stóð uppi sem óvæntur Evrópumeistari.Saman í Asíu Dagur sagði upp störfum hjá Þjóðverjum eftir HM 2017 í Frakklandi og það sama gerði Guðmundur Guðmundsson hjá Dönum. Dagur tók að sér starf landsliðsþjálfara Japans og á að byggja þar upp lið fyrir Ólympíuleikana í Tókíó árið 2020. Nú er Guðmundur að taka við Barein sem þýðir að þeir gætu mæst aftur í Asíukeppninni á næsta ári. Barein vann einmitt Japan í undanúrslitum Asíukeppninnar á síðasta ári en Japan hefur ekki komist í úrslitaleikinn síðan það vann mótið tvö fyrstu skiptin sem það var haldið árin 1977 og 1979. Barein komst í úrslitaleikinn árið 2014 og 2016 en tapaði fyrir Katar í bæði skiptin. Guðmundi verður falið það verkefni að vinna Asíumótið á næsta ári. Fyrir utan alla þessa landsliðssögu íslensku þjálfaranna mættust þeir líka nokkrum sinnum í þýsku 1. deildinni sem þjálfarar Füchse Berlín og Rhein-Neckar Löwen þannig það virðist rétt hjá Degi, hann bara losnar ekki við Guðmund úr sínu lífi. Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur að taka við landsliði Barein | Myndband Guðmundur Guðmundsson er mættur til Barein en hann sagðist taka við nýju starfi í byrjun þessarar viku. 10. apríl 2017 22:36 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira
„Maður losnar ekki við þig. Til lukku, þetta verður stuð. Game on“ Svona hljómar kveðja Dags Sigurðssonar til Guðmundar Guðmundssonar á Facebook þar sem Dagur er að óska Guðmundi til hamingju með nýja starfið sem landsliðsþjálfari Barein. Guðmundur hefur reyndar ekki verið formlega kynntur til sögunnar sem þjálfari Barein en hann er mættur þangað til að skrifa undir og er búið að boða til blaðamannafundar í næstu viku. Dagur slær þarna á létta strengi þar sem ferðir þeirra tveggja hafa margsinnis legið saman. Dagur var til dæmis fyrirliði íslenska landsliðsins þegar Guðmundur stýrði því í fyrra skiptið á ferlinum.Dramatískt jafntefli Þegar Dagur fór svo út í þjálfun mættust þeir til dæmis í frægum leik Íslands og Austurríkis á EM 2010 þar sem lærisveinar Dags tryggðu sér jafntefli með því að skora þrjú mörk á síðustu mínútu leiksins. Liðin voru svo saman í riðli í undankeppni EM 2012 þar sem Austurríki vann stórsigur á Íslandi á heimavelli en strákarnir okkar svöruðu með því að rassskella Austurríkismenn í Höllinni og tryggja sér sæti á EM í Serbíu. Dagur tók svo síðar við liði Þýskalands og Guðmundur Guðmundsson gerðist þjálfari Danmerkur fyrir þremur árum. Þeir mættust þá fyrst á stórmóti á HM 2015 í riðlakeppninni þar sem liðin skildu jöfn, 30-30. Á EM 2016 í Póllandi vann Þýskaland svo 25-23 sigur á Þýskalandi í lokaumferð milliriðlanna með þeim afleiðingum að Danir komust ekki í undanúrslitin. Þýskaland fór alla leið í úrslit og stóð uppi sem óvæntur Evrópumeistari.Saman í Asíu Dagur sagði upp störfum hjá Þjóðverjum eftir HM 2017 í Frakklandi og það sama gerði Guðmundur Guðmundsson hjá Dönum. Dagur tók að sér starf landsliðsþjálfara Japans og á að byggja þar upp lið fyrir Ólympíuleikana í Tókíó árið 2020. Nú er Guðmundur að taka við Barein sem þýðir að þeir gætu mæst aftur í Asíukeppninni á næsta ári. Barein vann einmitt Japan í undanúrslitum Asíukeppninnar á síðasta ári en Japan hefur ekki komist í úrslitaleikinn síðan það vann mótið tvö fyrstu skiptin sem það var haldið árin 1977 og 1979. Barein komst í úrslitaleikinn árið 2014 og 2016 en tapaði fyrir Katar í bæði skiptin. Guðmundi verður falið það verkefni að vinna Asíumótið á næsta ári. Fyrir utan alla þessa landsliðssögu íslensku þjálfaranna mættust þeir líka nokkrum sinnum í þýsku 1. deildinni sem þjálfarar Füchse Berlín og Rhein-Neckar Löwen þannig það virðist rétt hjá Degi, hann bara losnar ekki við Guðmund úr sínu lífi.
Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur að taka við landsliði Barein | Myndband Guðmundur Guðmundsson er mættur til Barein en hann sagðist taka við nýju starfi í byrjun þessarar viku. 10. apríl 2017 22:36 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira
Guðmundur að taka við landsliði Barein | Myndband Guðmundur Guðmundsson er mættur til Barein en hann sagðist taka við nýju starfi í byrjun þessarar viku. 10. apríl 2017 22:36