Dagur við Gumma Gumm: „Maður losnar ekki við þig“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2017 17:00 vísir „Maður losnar ekki við þig. Til lukku, þetta verður stuð. Game on“ Svona hljómar kveðja Dags Sigurðssonar til Guðmundar Guðmundssonar á Facebook þar sem Dagur er að óska Guðmundi til hamingju með nýja starfið sem landsliðsþjálfari Barein. Guðmundur hefur reyndar ekki verið formlega kynntur til sögunnar sem þjálfari Barein en hann er mættur þangað til að skrifa undir og er búið að boða til blaðamannafundar í næstu viku. Dagur slær þarna á létta strengi þar sem ferðir þeirra tveggja hafa margsinnis legið saman. Dagur var til dæmis fyrirliði íslenska landsliðsins þegar Guðmundur stýrði því í fyrra skiptið á ferlinum.Dramatískt jafntefli Þegar Dagur fór svo út í þjálfun mættust þeir til dæmis í frægum leik Íslands og Austurríkis á EM 2010 þar sem lærisveinar Dags tryggðu sér jafntefli með því að skora þrjú mörk á síðustu mínútu leiksins. Liðin voru svo saman í riðli í undankeppni EM 2012 þar sem Austurríki vann stórsigur á Íslandi á heimavelli en strákarnir okkar svöruðu með því að rassskella Austurríkismenn í Höllinni og tryggja sér sæti á EM í Serbíu. Dagur tók svo síðar við liði Þýskalands og Guðmundur Guðmundsson gerðist þjálfari Danmerkur fyrir þremur árum. Þeir mættust þá fyrst á stórmóti á HM 2015 í riðlakeppninni þar sem liðin skildu jöfn, 30-30. Á EM 2016 í Póllandi vann Þýskaland svo 25-23 sigur á Þýskalandi í lokaumferð milliriðlanna með þeim afleiðingum að Danir komust ekki í undanúrslitin. Þýskaland fór alla leið í úrslit og stóð uppi sem óvæntur Evrópumeistari.Saman í Asíu Dagur sagði upp störfum hjá Þjóðverjum eftir HM 2017 í Frakklandi og það sama gerði Guðmundur Guðmundsson hjá Dönum. Dagur tók að sér starf landsliðsþjálfara Japans og á að byggja þar upp lið fyrir Ólympíuleikana í Tókíó árið 2020. Nú er Guðmundur að taka við Barein sem þýðir að þeir gætu mæst aftur í Asíukeppninni á næsta ári. Barein vann einmitt Japan í undanúrslitum Asíukeppninnar á síðasta ári en Japan hefur ekki komist í úrslitaleikinn síðan það vann mótið tvö fyrstu skiptin sem það var haldið árin 1977 og 1979. Barein komst í úrslitaleikinn árið 2014 og 2016 en tapaði fyrir Katar í bæði skiptin. Guðmundi verður falið það verkefni að vinna Asíumótið á næsta ári. Fyrir utan alla þessa landsliðssögu íslensku þjálfaranna mættust þeir líka nokkrum sinnum í þýsku 1. deildinni sem þjálfarar Füchse Berlín og Rhein-Neckar Löwen þannig það virðist rétt hjá Degi, hann bara losnar ekki við Guðmund úr sínu lífi. Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur að taka við landsliði Barein | Myndband Guðmundur Guðmundsson er mættur til Barein en hann sagðist taka við nýju starfi í byrjun þessarar viku. 10. apríl 2017 22:36 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
„Maður losnar ekki við þig. Til lukku, þetta verður stuð. Game on“ Svona hljómar kveðja Dags Sigurðssonar til Guðmundar Guðmundssonar á Facebook þar sem Dagur er að óska Guðmundi til hamingju með nýja starfið sem landsliðsþjálfari Barein. Guðmundur hefur reyndar ekki verið formlega kynntur til sögunnar sem þjálfari Barein en hann er mættur þangað til að skrifa undir og er búið að boða til blaðamannafundar í næstu viku. Dagur slær þarna á létta strengi þar sem ferðir þeirra tveggja hafa margsinnis legið saman. Dagur var til dæmis fyrirliði íslenska landsliðsins þegar Guðmundur stýrði því í fyrra skiptið á ferlinum.Dramatískt jafntefli Þegar Dagur fór svo út í þjálfun mættust þeir til dæmis í frægum leik Íslands og Austurríkis á EM 2010 þar sem lærisveinar Dags tryggðu sér jafntefli með því að skora þrjú mörk á síðustu mínútu leiksins. Liðin voru svo saman í riðli í undankeppni EM 2012 þar sem Austurríki vann stórsigur á Íslandi á heimavelli en strákarnir okkar svöruðu með því að rassskella Austurríkismenn í Höllinni og tryggja sér sæti á EM í Serbíu. Dagur tók svo síðar við liði Þýskalands og Guðmundur Guðmundsson gerðist þjálfari Danmerkur fyrir þremur árum. Þeir mættust þá fyrst á stórmóti á HM 2015 í riðlakeppninni þar sem liðin skildu jöfn, 30-30. Á EM 2016 í Póllandi vann Þýskaland svo 25-23 sigur á Þýskalandi í lokaumferð milliriðlanna með þeim afleiðingum að Danir komust ekki í undanúrslitin. Þýskaland fór alla leið í úrslit og stóð uppi sem óvæntur Evrópumeistari.Saman í Asíu Dagur sagði upp störfum hjá Þjóðverjum eftir HM 2017 í Frakklandi og það sama gerði Guðmundur Guðmundsson hjá Dönum. Dagur tók að sér starf landsliðsþjálfara Japans og á að byggja þar upp lið fyrir Ólympíuleikana í Tókíó árið 2020. Nú er Guðmundur að taka við Barein sem þýðir að þeir gætu mæst aftur í Asíukeppninni á næsta ári. Barein vann einmitt Japan í undanúrslitum Asíukeppninnar á síðasta ári en Japan hefur ekki komist í úrslitaleikinn síðan það vann mótið tvö fyrstu skiptin sem það var haldið árin 1977 og 1979. Barein komst í úrslitaleikinn árið 2014 og 2016 en tapaði fyrir Katar í bæði skiptin. Guðmundi verður falið það verkefni að vinna Asíumótið á næsta ári. Fyrir utan alla þessa landsliðssögu íslensku þjálfaranna mættust þeir líka nokkrum sinnum í þýsku 1. deildinni sem þjálfarar Füchse Berlín og Rhein-Neckar Löwen þannig það virðist rétt hjá Degi, hann bara losnar ekki við Guðmund úr sínu lífi.
Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur að taka við landsliði Barein | Myndband Guðmundur Guðmundsson er mættur til Barein en hann sagðist taka við nýju starfi í byrjun þessarar viku. 10. apríl 2017 22:36 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Guðmundur að taka við landsliði Barein | Myndband Guðmundur Guðmundsson er mættur til Barein en hann sagðist taka við nýju starfi í byrjun þessarar viku. 10. apríl 2017 22:36