Körfubolti

Kanínurnar komnar í sumarfrí

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Axel skoraði níu stig í kveðjuleiknum.
Axel skoraði níu stig í kveðjuleiknum. vísir/stefán

Íslendingaliðið Svendborg Rabbits er komið í sumarfrí eftir tap fyrir Bakken Bears, 93-85, í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í körfubolta. Bakken vann einvígið 3-0.

Arnar Guðjónsson er þjálfari Svendborg sem sló Team FOG Næstved úr leik í 8-liða úrslitunum.

Axel Kárason lék sinn síðasta leik fyrir Svendborg í kvöld en hann ætlar að leika með Tindastóli á næsta tímabili.

Axel var að venju í byrjunarliði Svendborg. Skagfirðingurinn skoraði níu stig, tók sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar í kveðjuleiknum.

Stefan Bonneau, sem kom til Svendborg frá Njarðvík undir lok síðasta árs, var stigahæstur á vellinum með 28 stig.


Tengdar fréttir

Kanínurnar hans Arnars lentar undir

Svendborg Rabbits tapaði fyrsta leiknum fyrir Bakken Bears, 95-79, í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í körfubolta í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.