Viðskipti innlent

FoodCo kaupir Kaffivagninn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kaffivagninn var stofnaður árið 1935.
Kaffivagninn var stofnaður árið 1935. Vísir/Stefán
Hjónin Guðmundur Viðarsson og Mjöll Daníelsdóttir sem rekið hafa Kaffivagninn úti á Granda síðan haustið 2013 hafa selt reksturinn ásamt fasteigninni til veitingarisans FoodCo hf. Kvennablaðið greindi fyrst frá. Kaupverðið er ekki gefið upp.

Kaffivagninn var stofnaður árið 1935 og stóð þá á Ellingsenplaninu á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu. Var hann yfirbyggður vörubíll með palli.

Yfir 400 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu sem á fyrir veitingastaði American Style, Saffran, Eldsmiðjunnar og Aktu Taktu auk þess að eiga Pítuna og Roadhouse.


Tengdar fréttir

Eigendaskipti á Greifanum staðfest

Hjónin Arinbjörn Þórarinsson og Hugrún Helga Guðmundsdóttir ásamt félaginu Natten ehf. eru nýir rekstraraðilar vetingastaðarins Greifans á Akureyri. Hann hefur verið í eigu FoodCo síðan árið 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×