Viðskipti innlent

Eigendaskipti á Greifanum staðfest

Anton Egilsson skrifar
Greifinn á Akureyri skiptir um eigendur.
Greifinn á Akureyri skiptir um eigendur. Vísir
Eigendaskipti á veitingastaðnum Greifanum á Akureyri hafa nú verið staðfest. Það eru hjónin Arinbjörn Þórarinsson og Hugrún Helga Guðmundsdóttir ásamt félaginu Natten ehf.sem eru nýir rekstraraðilar staðarins en hann hefur verið í eigu FoodCo síðan árið 2006. Vefurinn Kaffid.is greinir frá þessu.

Kaffið greindi frá því fyrr í dag að FoodCo væri búið að selja rekstur Greifans. Þessu vísaði Jóhann Örn Þórarinsson, forstjóri FoodCo, á bug í samtali við Vísi í dag. Hann staðfesti þó að eigendur FoodCo hefðu átt í viðræðum vegna sölu á veitingastaðnum.

Frétt Kaffisins kom út áður en samningur um eigendaskiptin hafði verið undirritaður en nú er ljóst að búið er að ganga frá sölunni.

Nýir eigendur taka við rekstrinum þann 1. desember næstkomandi. Félagið Natten ehf. rekur fyrir staðina Ak-inn og Leirunesti á Akureyri. Þá hefur félagið jafnframt keypt húsnæðið sem hýsir Greifann að Glerárgötu 20 af FoodCo.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×