Viðskipti innlent

Sælkerabúlla með fisk væntanleg í Vesturbæinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lengi vel var bókaverslun rekin í rýminu sem staðið hefur autt í á annað ár.
Lengi vel var bókaverslun rekin í rýminu sem staðið hefur autt í á annað ár. Vísir/Kolbeinn Tumi

Ferðaþjónustufyrirtækið Fisherman  á Suðureyri er um þessar mundir að færa út kvíarnar með opnun sælkerabúllu með fisk í Vesturbænum. 

Sælkerabúllan verður til húsa í verslunarkjarnanum á Hagamel þar sem Ísbúð Vesturbæjar og Blómagalleríið er meðal annars að finna. Lengi vel var bókaverslun rekin í rýminu sem staðið hefur autt í á annað ár.

Ferðamenn sökkva í sig söguna á Suðureyri. Fisherman

Fisherman var stofnað á Suðureyri árið 2000 og hefur hefur sérhæft sig í móttöku ferðamanna undanfarin ár með áherslu á daglega lífið í litlu sjávraþorpi úti á landi. Fisherman rekur hótel á Suðureyri, sjávarréttaveitingahús og kaffihús þar sem fiskur er allstaðar aðalsmerkið. Undanfarin ár hafa þúsundir gesta tekið þátt í sælkeraferðum um lítið sjávarþorp sem fyrirtækið bíður uppá segir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fisherman.

„Hér á Suðureyri snýst allt um fisk og okkur langar að hvetja til meiri fiskneyslu hjá þjóðinni með því að auðvelda aðgengið að flottum vörum tengt fiski. Allt er að þróast í þá átt að fólk hefur lítinn tíma og við ætlum að aðstoða fólk við að upplifa einfalda og holla fiskrétti,“  segir Elías.

„Við höfum gert samning við Hagkaup um heildstæða vörulínu sem kemur í  þeirra verslanir í byrjun júní. Við vorum að leita að húsnæði til að pakka og þjónusta Hagkaup daglega með ferskar vörur og duttum þá niður á virkilega skemmtilegt húsnæði við Hagamel 67.“

Elías Guðmundsson, eigandi Fisherman.

Elías segir að húsnæðið henti mjög vel.

„Við sáum strax að þar væri lítið mál að bæta við eigin verslun með einfalda og skemmtilega fiskrétti. Þar stefnum við á að bjóða upp á þekkta smárétti úr „world culinary„ tengt fiski. Bláskel, fiskisúpur, tacos, rækjur, próteinrík snakkbox með fiski, tilbúna rétti til að borða á staðnum eða til að taka með heim og fleira skemmtilegt til að grípa með sér á hraðferð.“

Fisherman hefur í vetur fengið tvær viðurkenningar fyrir vöruþróun tengt þessu verkefni. Þar má nefna viðurkenningu Fjöreggs MNÍ fyrir lofsvert framtak á sviði matvæla og næringar og viðurkenning frá FÍT fyrir umbúðarhönnun en allar umbúðir fyrirtækisins eru umhverfisvænar í takt við tíðarandann í dag að sögn Elíasar.

Stefnt er að opnun búllunnar í byrjun júní.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
0,78
4
241.107
HAGA
0,58
1
252
REITIR
0,33
4
31.487
ARION
0,25
3
15.919
REGINN
0,12
1
242

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,77
9
131.656
SKEL
-1,15
1
11.580
SYN
-0,94
4
25.388
FESTI
-0,59
1
25
VIS
-0,39
2
196
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.