Seðlabankinn vissi ekkert um samkomulag við Deutsche Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. apríl 2017 10:56 Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn segir í svari við fyrirspurn að starfsfólk bankans hafi enga vitneskju haft um samkomulag milli Deutsche Bank og Eignarhaldsfélagsins Kaupþings fyrr en mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing. Seðlabankinn fór á mis við 4-5 milljarða vegna hækkunar sem varð á bréfunum eftir samkomulagið. Eignarhaldsfélagið Kaupþing var stofnað á grunni slitabús Kaupþings banka eftir nauðasamninga. Kröfuhafar bankans eignuðust hlutabréf í hinu nýja félagi í samræmi við kröfur sínar eftir samþykkt nauðasamninganna. Seðlabanki Íslands eignaðist 6 prósenta hlut í hinu nýja félagi sem rann inn í Eignasafn Seðlabanka Íslands. Haustið 2016 færðist eignarhluturinn aftur í vörslu Seðlabankans frá dótturfélaginu ESÍ og var þar í eiginlegu söluferli. Í nóvember seldi síðan Seðlabankinn rúmlega 6 prósenta hlut sinn í Kaupþingi til vogunarsjóða, þeirra sömu og eru nú í hluthafahópi Arion banka, fyrir 19 milljarða króna. Upplýst var í Markaðnum, viðskiptahluta Fréttablaðsins, að rúmlega sex prósenta hlutur sem Seðlabanki Íslands seldi í Kaupþingi til vogunarsjóða hafði aðeins um tveimur mánuðum síðar hækkað í virði um 4 til 5 milljarða. Kaupendur bréfa Seðlabankans í Kaupþingi voru sömu sjóðir og eru núna komnir í eigendahóp Arion banka. Fram kemur í fjárfestakynningu Deutsche Bank á afkomu fyrir árið 2016, sem var birt 2. febrúar 2017 að samkomulag vegna ágreiningsmálss við Kaupþing hafi verið frágengið í október í fyrra enda þótt bankinn hafi ekki upplýst um það fyrr en nærri þremur mánuðum síðar. Samkomulagið fól í sér að Deutsche Bank greiddi 50 milljarða króna eingreiðslu til Eignarhaldsfélagsins Kaupþings. Á þessum tímapunkti lá fyrir að Kaupþing væri í miðjum klíðum að ljúka ágreiningi við Deutsche Bank sem var líklegt til að skila félaginu háum fjárhæðum þótt ekki liggi fyrir hvort einhverjir aðrir hafi búið yfir þessum upplýsingum en starfsfólk Kaupþings og Deutsche. Þegar samkomulagið var kynnt opinberlega varð snörp hækkun á óreglulegum markaði með þessi bréf í Eignarhaldsfélaginu Kaupþingi og hækkuðu þau um 10 prósent sama dag. Síðan héldu þá áfram að hækka í viðskiptum og þagar uppi var staðið höfðu þau hækkað um tæplega þriðjung frá þeim tímapunkti er Seðlabankinn seldi. Það er mikilvægt álitaefni hvort Seðlabanki Íslands hefði getað haldið á hagsmunum sínum betur í þesu máli. Máttu starfsmenn Seðlabankans vita að verið væri að ganga frá sátt frá Deutsche sem gæti skilað Kaupþingi háum fjárhæðum? Hefði þá verið eðlilegra að bíða aðeins með að selja vogunarsjóðunum þessi hlutabréf í Eignarhaldsfélaginu Kaupþingi? Fram kom í Markaðnum í Fréttablaðinu að Seðlabankinn hafi ekki haft upplýsingar á þessum tíma um að Kaupþing hefði átt í viðræðum við fulltrúa Deutsche Bank um mögulegt samkomulag sem yrði til þess fallið að auka verulega virði þess hlutar sem Seðlabankinn átti í Eignarhaldsfélaginu Kaupþingi. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stöðvar 2 og Vísis segir Seðlabankinn að starfsfólk bankans hafi engar upplýsingar haft um þetta samkomulag eða drög þess. „Seðlabankinn hafði engar upplýsingar um umrædd viðskipti Kaupþings og Deutsche Bank fyrr en þau voru gerð opinber mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing,“ segir í svari bankans. Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Seðlabankinn segir í svari við fyrirspurn að starfsfólk bankans hafi enga vitneskju haft um samkomulag milli Deutsche Bank og Eignarhaldsfélagsins Kaupþings fyrr en mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing. Seðlabankinn fór á mis við 4-5 milljarða vegna hækkunar sem varð á bréfunum eftir samkomulagið. Eignarhaldsfélagið Kaupþing var stofnað á grunni slitabús Kaupþings banka eftir nauðasamninga. Kröfuhafar bankans eignuðust hlutabréf í hinu nýja félagi í samræmi við kröfur sínar eftir samþykkt nauðasamninganna. Seðlabanki Íslands eignaðist 6 prósenta hlut í hinu nýja félagi sem rann inn í Eignasafn Seðlabanka Íslands. Haustið 2016 færðist eignarhluturinn aftur í vörslu Seðlabankans frá dótturfélaginu ESÍ og var þar í eiginlegu söluferli. Í nóvember seldi síðan Seðlabankinn rúmlega 6 prósenta hlut sinn í Kaupþingi til vogunarsjóða, þeirra sömu og eru nú í hluthafahópi Arion banka, fyrir 19 milljarða króna. Upplýst var í Markaðnum, viðskiptahluta Fréttablaðsins, að rúmlega sex prósenta hlutur sem Seðlabanki Íslands seldi í Kaupþingi til vogunarsjóða hafði aðeins um tveimur mánuðum síðar hækkað í virði um 4 til 5 milljarða. Kaupendur bréfa Seðlabankans í Kaupþingi voru sömu sjóðir og eru núna komnir í eigendahóp Arion banka. Fram kemur í fjárfestakynningu Deutsche Bank á afkomu fyrir árið 2016, sem var birt 2. febrúar 2017 að samkomulag vegna ágreiningsmálss við Kaupþing hafi verið frágengið í október í fyrra enda þótt bankinn hafi ekki upplýst um það fyrr en nærri þremur mánuðum síðar. Samkomulagið fól í sér að Deutsche Bank greiddi 50 milljarða króna eingreiðslu til Eignarhaldsfélagsins Kaupþings. Á þessum tímapunkti lá fyrir að Kaupþing væri í miðjum klíðum að ljúka ágreiningi við Deutsche Bank sem var líklegt til að skila félaginu háum fjárhæðum þótt ekki liggi fyrir hvort einhverjir aðrir hafi búið yfir þessum upplýsingum en starfsfólk Kaupþings og Deutsche. Þegar samkomulagið var kynnt opinberlega varð snörp hækkun á óreglulegum markaði með þessi bréf í Eignarhaldsfélaginu Kaupþingi og hækkuðu þau um 10 prósent sama dag. Síðan héldu þá áfram að hækka í viðskiptum og þagar uppi var staðið höfðu þau hækkað um tæplega þriðjung frá þeim tímapunkti er Seðlabankinn seldi. Það er mikilvægt álitaefni hvort Seðlabanki Íslands hefði getað haldið á hagsmunum sínum betur í þesu máli. Máttu starfsmenn Seðlabankans vita að verið væri að ganga frá sátt frá Deutsche sem gæti skilað Kaupþingi háum fjárhæðum? Hefði þá verið eðlilegra að bíða aðeins með að selja vogunarsjóðunum þessi hlutabréf í Eignarhaldsfélaginu Kaupþingi? Fram kom í Markaðnum í Fréttablaðinu að Seðlabankinn hafi ekki haft upplýsingar á þessum tíma um að Kaupþing hefði átt í viðræðum við fulltrúa Deutsche Bank um mögulegt samkomulag sem yrði til þess fallið að auka verulega virði þess hlutar sem Seðlabankinn átti í Eignarhaldsfélaginu Kaupþingi. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stöðvar 2 og Vísis segir Seðlabankinn að starfsfólk bankans hafi engar upplýsingar haft um þetta samkomulag eða drög þess. „Seðlabankinn hafði engar upplýsingar um umrædd viðskipti Kaupþings og Deutsche Bank fyrr en þau voru gerð opinber mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing,“ segir í svari bankans.
Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent