Körfubolti

Ívar áfram með Hauka | Ætla að styrkja liðið og berjast um titla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ívar og Jónas Jónmundarson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, handsala samninginn.
Ívar og Jónas Jónmundarson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, handsala samninginn. mynd/haukar
Ívar Ásgrímsson verður áfram við stjórnvölinn hjá karlaliði Hauka í körfubolta. Nýi samningurinn er til eins árs.

Ívar hefur þjálfað Hauka undanfarin fjögur ár en hann kom liðinu í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. Í ár gekk ekki jafn vel hjá Haukum sem enduðu í 10. sæti Domino's deildarinnar og komust ekki í úrslitakeppnina.

Ívari til aðstoðar verður Vilhjálmur Steinarsson en hann mun einnig sjá um styrktarþjálfun liðsins.

Þá framlengdu Haukur Óskarsson, Hjálmar Stefánsson, Kristján Leifur Sverrisson og Breki Gylfason samninga sína við Hauka til tveggja ára en aðrir leikmenn til eins árs.

Samningar, sem gerðir voru í fyrra, við þá Emil Barja og Finn Atla Magnússon, voru til tveggja ára og eiga þeir eiga því ár eftir af sínum samningum.

Í fréttatilkynningu frá Haukum kemur fram að ætlunin sé að styrkja liðið með innlendum liðsafla og að stefnan sé að berjast um alla þá titla sem boði eru á næstu árum.

Vilhjálmur Steinarsson verður Ívari til aðstoðar.mynd/haukar
Efri frá vinstri: Hjálmar Stefánsson, Steinar Aronsson, Haukur Óskarsson, Jón Ólafur Magnússon, Hilmar Smári Henningsson, Alex Rafn Guðlaugsson og Jónas Jónmundsson, formaður kkd. Hauka. Neðri frá vinstri: Óskar Már Óskarsson, Ívar Barja, Kristján Leifur Sverrisson og Björn Ágúst Jónssonmynd/haukarFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.