Jamie Oliver vill halda því upprunalega á Hótel Borg Benedikt Bóas skrifar 4. apríl 2017 07:00 Jamie Oliver vill halda veggmyndunum og verja þær fyrir frekari skemmdum. vísir/anton brink/getty „Verkið er mjög skemmt en ekki þannig að það sómir sér vel eitt og sér,“ segir Jón Haukur Baldvinsson einn af forsvarsmönnum Jamie´s Italian á Íslandi. Vonast er til að opna staðinn í júní og eru framkvæmdir á Hótel Borg í fullum gangi. Staðir Jamie Oliver um allan heim eru með opið inn í eldhús enda lítur hann svo á að kokkurinn sé aðalstjarnan. Þegar framkvæmdir við þá opnun fóru af stað komu í ljós myndir sem málaðar eru beint á vegginn. „Skiljanlega þarf að vanda sig mikið við allt þetta ferli og það hefur tafið okkur örlítið. Minjavernd kemur hér vikulega og það eru margir ferlar í gangi. Minjavernd vissi að verkið leyndist þarna á bak við og við munum varðveita það með því að setja gler yfir. Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, ætlar að koma og hjálpa okkur að reyna að finna hver gerði þetta verk með því að lesa í handbragðið. Hann þekkir söguna betur en flestir. Jamie er hrifinn af sögufrægum húsum og er spenntur fyrir að halda þessu. Allt sem er upprunalegt á að halda sér. Það er það sem gerir staðina hans svo sérstaka þótt þeir heiti sama nafni.“ Meðal annars sem Jón og félagar stefna á að gera er að endurheimta gömlu viðarhurðina sem gestir gengu inn um þegar þeir komu á hótelið. Hurðin var tekin niður árið 2007 og álhurð sett í staðinn. Hurðin er nú á Árbæjarsafni en hún þótti tákn um nýja sveiflu í þjóðfélaginu. „Stefnan er að reyna að fá hana aftur í miðbæinn. Þetta er falleg hurð sem ískrar vel í, brún og falleg,“ segir Jón. „Aðalaðgerðin við framkvæmdirnar er opnunin inn í eldhúsið. Annað fær að halda sér. Hurðirnar inni í salnum eru frá 1932 og verða að sjálfsögðu hér áfram. Maður heyrði að þegar Jamie´s Italian myndi koma þá óttuðust einhverjir að allt yrði rifið og tætt en hann vill frekar hafa hið upprunalega,“ segir Jón. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jamie Oliver opnar veitingastað á Íslandi Hin fræga og vinsæla veitingahúsakeðja Jamie Olivers sem ber nafnið "Jamie´s Italian“ mun opna á Hótel Borg um vorið 2017. 28. nóvember 2016 16:00 Jamie Oliver lokar veitingastöðum á sama tíma og hann opnar á Íslandi Kennir óvissu vegna Brexit um ástæður þess að hann ákvað að loka sex af veitingastöðum sínum í Bretlandi. 6. janúar 2017 12:10 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
„Verkið er mjög skemmt en ekki þannig að það sómir sér vel eitt og sér,“ segir Jón Haukur Baldvinsson einn af forsvarsmönnum Jamie´s Italian á Íslandi. Vonast er til að opna staðinn í júní og eru framkvæmdir á Hótel Borg í fullum gangi. Staðir Jamie Oliver um allan heim eru með opið inn í eldhús enda lítur hann svo á að kokkurinn sé aðalstjarnan. Þegar framkvæmdir við þá opnun fóru af stað komu í ljós myndir sem málaðar eru beint á vegginn. „Skiljanlega þarf að vanda sig mikið við allt þetta ferli og það hefur tafið okkur örlítið. Minjavernd kemur hér vikulega og það eru margir ferlar í gangi. Minjavernd vissi að verkið leyndist þarna á bak við og við munum varðveita það með því að setja gler yfir. Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, ætlar að koma og hjálpa okkur að reyna að finna hver gerði þetta verk með því að lesa í handbragðið. Hann þekkir söguna betur en flestir. Jamie er hrifinn af sögufrægum húsum og er spenntur fyrir að halda þessu. Allt sem er upprunalegt á að halda sér. Það er það sem gerir staðina hans svo sérstaka þótt þeir heiti sama nafni.“ Meðal annars sem Jón og félagar stefna á að gera er að endurheimta gömlu viðarhurðina sem gestir gengu inn um þegar þeir komu á hótelið. Hurðin var tekin niður árið 2007 og álhurð sett í staðinn. Hurðin er nú á Árbæjarsafni en hún þótti tákn um nýja sveiflu í þjóðfélaginu. „Stefnan er að reyna að fá hana aftur í miðbæinn. Þetta er falleg hurð sem ískrar vel í, brún og falleg,“ segir Jón. „Aðalaðgerðin við framkvæmdirnar er opnunin inn í eldhúsið. Annað fær að halda sér. Hurðirnar inni í salnum eru frá 1932 og verða að sjálfsögðu hér áfram. Maður heyrði að þegar Jamie´s Italian myndi koma þá óttuðust einhverjir að allt yrði rifið og tætt en hann vill frekar hafa hið upprunalega,“ segir Jón.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jamie Oliver opnar veitingastað á Íslandi Hin fræga og vinsæla veitingahúsakeðja Jamie Olivers sem ber nafnið "Jamie´s Italian“ mun opna á Hótel Borg um vorið 2017. 28. nóvember 2016 16:00 Jamie Oliver lokar veitingastöðum á sama tíma og hann opnar á Íslandi Kennir óvissu vegna Brexit um ástæður þess að hann ákvað að loka sex af veitingastöðum sínum í Bretlandi. 6. janúar 2017 12:10 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Jamie Oliver opnar veitingastað á Íslandi Hin fræga og vinsæla veitingahúsakeðja Jamie Olivers sem ber nafnið "Jamie´s Italian“ mun opna á Hótel Borg um vorið 2017. 28. nóvember 2016 16:00
Jamie Oliver lokar veitingastöðum á sama tíma og hann opnar á Íslandi Kennir óvissu vegna Brexit um ástæður þess að hann ákvað að loka sex af veitingastöðum sínum í Bretlandi. 6. janúar 2017 12:10