Jamie Oliver vill halda því upprunalega á Hótel Borg Benedikt Bóas skrifar 4. apríl 2017 07:00 Jamie Oliver vill halda veggmyndunum og verja þær fyrir frekari skemmdum. vísir/anton brink/getty „Verkið er mjög skemmt en ekki þannig að það sómir sér vel eitt og sér,“ segir Jón Haukur Baldvinsson einn af forsvarsmönnum Jamie´s Italian á Íslandi. Vonast er til að opna staðinn í júní og eru framkvæmdir á Hótel Borg í fullum gangi. Staðir Jamie Oliver um allan heim eru með opið inn í eldhús enda lítur hann svo á að kokkurinn sé aðalstjarnan. Þegar framkvæmdir við þá opnun fóru af stað komu í ljós myndir sem málaðar eru beint á vegginn. „Skiljanlega þarf að vanda sig mikið við allt þetta ferli og það hefur tafið okkur örlítið. Minjavernd kemur hér vikulega og það eru margir ferlar í gangi. Minjavernd vissi að verkið leyndist þarna á bak við og við munum varðveita það með því að setja gler yfir. Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, ætlar að koma og hjálpa okkur að reyna að finna hver gerði þetta verk með því að lesa í handbragðið. Hann þekkir söguna betur en flestir. Jamie er hrifinn af sögufrægum húsum og er spenntur fyrir að halda þessu. Allt sem er upprunalegt á að halda sér. Það er það sem gerir staðina hans svo sérstaka þótt þeir heiti sama nafni.“ Meðal annars sem Jón og félagar stefna á að gera er að endurheimta gömlu viðarhurðina sem gestir gengu inn um þegar þeir komu á hótelið. Hurðin var tekin niður árið 2007 og álhurð sett í staðinn. Hurðin er nú á Árbæjarsafni en hún þótti tákn um nýja sveiflu í þjóðfélaginu. „Stefnan er að reyna að fá hana aftur í miðbæinn. Þetta er falleg hurð sem ískrar vel í, brún og falleg,“ segir Jón. „Aðalaðgerðin við framkvæmdirnar er opnunin inn í eldhúsið. Annað fær að halda sér. Hurðirnar inni í salnum eru frá 1932 og verða að sjálfsögðu hér áfram. Maður heyrði að þegar Jamie´s Italian myndi koma þá óttuðust einhverjir að allt yrði rifið og tætt en hann vill frekar hafa hið upprunalega,“ segir Jón. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jamie Oliver opnar veitingastað á Íslandi Hin fræga og vinsæla veitingahúsakeðja Jamie Olivers sem ber nafnið "Jamie´s Italian“ mun opna á Hótel Borg um vorið 2017. 28. nóvember 2016 16:00 Jamie Oliver lokar veitingastöðum á sama tíma og hann opnar á Íslandi Kennir óvissu vegna Brexit um ástæður þess að hann ákvað að loka sex af veitingastöðum sínum í Bretlandi. 6. janúar 2017 12:10 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
„Verkið er mjög skemmt en ekki þannig að það sómir sér vel eitt og sér,“ segir Jón Haukur Baldvinsson einn af forsvarsmönnum Jamie´s Italian á Íslandi. Vonast er til að opna staðinn í júní og eru framkvæmdir á Hótel Borg í fullum gangi. Staðir Jamie Oliver um allan heim eru með opið inn í eldhús enda lítur hann svo á að kokkurinn sé aðalstjarnan. Þegar framkvæmdir við þá opnun fóru af stað komu í ljós myndir sem málaðar eru beint á vegginn. „Skiljanlega þarf að vanda sig mikið við allt þetta ferli og það hefur tafið okkur örlítið. Minjavernd kemur hér vikulega og það eru margir ferlar í gangi. Minjavernd vissi að verkið leyndist þarna á bak við og við munum varðveita það með því að setja gler yfir. Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, ætlar að koma og hjálpa okkur að reyna að finna hver gerði þetta verk með því að lesa í handbragðið. Hann þekkir söguna betur en flestir. Jamie er hrifinn af sögufrægum húsum og er spenntur fyrir að halda þessu. Allt sem er upprunalegt á að halda sér. Það er það sem gerir staðina hans svo sérstaka þótt þeir heiti sama nafni.“ Meðal annars sem Jón og félagar stefna á að gera er að endurheimta gömlu viðarhurðina sem gestir gengu inn um þegar þeir komu á hótelið. Hurðin var tekin niður árið 2007 og álhurð sett í staðinn. Hurðin er nú á Árbæjarsafni en hún þótti tákn um nýja sveiflu í þjóðfélaginu. „Stefnan er að reyna að fá hana aftur í miðbæinn. Þetta er falleg hurð sem ískrar vel í, brún og falleg,“ segir Jón. „Aðalaðgerðin við framkvæmdirnar er opnunin inn í eldhúsið. Annað fær að halda sér. Hurðirnar inni í salnum eru frá 1932 og verða að sjálfsögðu hér áfram. Maður heyrði að þegar Jamie´s Italian myndi koma þá óttuðust einhverjir að allt yrði rifið og tætt en hann vill frekar hafa hið upprunalega,“ segir Jón.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jamie Oliver opnar veitingastað á Íslandi Hin fræga og vinsæla veitingahúsakeðja Jamie Olivers sem ber nafnið "Jamie´s Italian“ mun opna á Hótel Borg um vorið 2017. 28. nóvember 2016 16:00 Jamie Oliver lokar veitingastöðum á sama tíma og hann opnar á Íslandi Kennir óvissu vegna Brexit um ástæður þess að hann ákvað að loka sex af veitingastöðum sínum í Bretlandi. 6. janúar 2017 12:10 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Jamie Oliver opnar veitingastað á Íslandi Hin fræga og vinsæla veitingahúsakeðja Jamie Olivers sem ber nafnið "Jamie´s Italian“ mun opna á Hótel Borg um vorið 2017. 28. nóvember 2016 16:00
Jamie Oliver lokar veitingastöðum á sama tíma og hann opnar á Íslandi Kennir óvissu vegna Brexit um ástæður þess að hann ákvað að loka sex af veitingastöðum sínum í Bretlandi. 6. janúar 2017 12:10