Fjögur tilboð bárust í uppsteypu Marriott hótelsins sem rísa mun framan við Hörpu en tilboðin voru opnuð á föstudag fyrir viku. Karl Þráinsson fulltrúi eigenda byggingarinnar segir að fjögur álitleg tilboð hafi borist í verkið. En byggingin verður í eigu bandarískra og íslenskra aðila með langtíma leigusamningi við Marriott hótelkeðjuna.
Karl segir að nú sé verið að fara yfir tilboðin og því verði vonandi lokið fyrir páska. Stefnt sé að því að ljúka samningum um uppsteypuna fyrir lok mánaðarins þannig að framkvæmdir geti hafist fyrir mánaðamótin apríl-maí.
Hótelið verður fimm stjörnu á sjö hæðum með um 250 herbergjum og verður efsta hæðin inndregin. Miðað er við að byggingu hússins verði að fullu lokið fyrir mitt ár 2019 og að hótelið taki til starfa um það leyti.
Fjögur tilboð í uppsteypun Marriott hótelsins

Tengdar fréttir

Byrjað verður að steypa upp byggingar í holunni við Hörpu innan fárra vikna
Þegar framkvæmdum á svæðinu verður að fullu lokið verður byggingarmagnið meira en byggt hefur verið í allri Kvosinni á síðustu hundrað árum, eða um 205 þúsund fermetrar bæði ofan- og neðanjarðar.

Framkvæmdir við lúxushótel við Hörpu eru hafnar
Reiknað með að nýtt fimm stjörnu Marriott Edition hótel hefji starfsemi á Hörpureitnum haustið 2018.