Körfubolti

Westbrook búinn að jafna Oscar Robertson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Westbrook er ótrúlegur körfuboltamaður.
Westbrook er ótrúlegur körfuboltamaður. vísir/getty
Þreföld tvenna númer 41 á tímabilinu kom í hús hjá hinum ótrúlega Russell Westbrook í nótt. Hann er því búinn að jafna met Oscar Robertson frá árinu 1962 yfir flestar slíkar á einu tímabili.

Westbrook skoraði 12 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 13 fráköst í 110-79 sigri Oklahoma City Thunder á Milwaukee Bucks í nótt. Það tók hann aðeins 22 mínútur að ná þreföldu tvennunni að þessu sinni og þetta var sú sjöunda í röð hjá honum. Metið er níu en það á Wilt Chamberlain.

Áfanginn í nótt þýðir einnig að hann er búinn að jafna Chamberlain yfir þrefaldar tvennur á ferlinum. Þeir eru nú jafnir í fjórða sæti á listanum yfir flestar á ferlinum.

Aðeins Robertson, Magic Johnson og Jason Kidd eru á undan Wilt og Russ.

Þegar fimm leikir eru eftir af deildarkeppninni er ljóst að Westbrook er þegar búinn að sjá til þess að hann verður með tvöfalda tvennu að meðaltali í vetur. Haldi hann áfram að gefa mikið af stoðsendingum mun hann enda tímabilið með þrefalda tvennu að meðaltali en það er auðvitað bara rugl.

Úrslit:

Philadelphia-Brooklyn  118-141

Washington-Charlotte  118-111

Cleveland-Orlando  122-102

Indiana-Toronto  108-90

New Orleans-Denver  131-134

Oklahoma-Milwaukee  110-79

NY Knicks-Chicago  100-91

San Antonio-Memphis  95-89

Utah-Portland  106-87

Golden State-Milwaukee  121-107

Sacramento-Dallas  98-87

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×