Meðlagsgreiðendur eignalausir og í skuld Snærós Sindradóttir skrifar 6. apríl 2017 07:00 Á Íslandi er greitt meðlag með rúmlega 10 þúsund börnum á ári. vísir/vilhelm Ríflega fjórðungur meðlagsgreiðenda, um 27 prósent, hefur farið í gegnum árangurslaust fjárnám á síðastliðnum fjórum árum vegna meðlagsskulda sinna. Af 11.716 meðlagsgreiðendum á Íslandi höfðu ríflega 3.200 farið í gegnum árangurslaust fjárnám um síðustu áramót. Meðlagsgreiðslur hækkuðu um síðustu áramót og eru nú ríflega þrjátíu þúsund krónur á hvert barn. „Til þess að við reynum fjárnám þarf viðkomandi að vera í vanskilum um nokkurt skeið. Hann fær greiðsluáskorun í framhaldinu og þegar búið er að birta hana fær hann fimmtán daga til að gera upp áður en farið er í fjárnám,“ segir Bragi R. Axelsson, forstöðumaður starfsstöðvar Innheimtustofnunar sveitarfélaga. Sé farið í árangurslaust fjárnám þýðir það að viðkomandi hefur því verið í töluverðum vanskilum, og á annaðhvort ekki eignir sem geta gengið til tryggingar skuldinni, eða eignir viðkomandi eru yfirveðsettar. Samkvæmt lögum um fjárnám getur sá sem fer fram á fjárnámið farið fram á gjaldþrotaskipti hjá þeim sem ekki getur staðist slíka kröfu. Allir þeir sem fara í gegnum árangurslaust fjárnám fara á skrá hjá CreditInfo og er þeim upplýsingum komið á framfæri við banka og aðrar lánastofnanir. Slíkar upplýsingar geta til dæmis komið í veg fyrir að viðkomandi fái lán hjá bönkum í allt að fjögur ár. „Það er samt hægt að semja við okkur í öllum tilfellum. Á síðasta ári voru 2.314 umsóknir um ívilnun en það eru þeir sem óska eftir samningi við stofnunina um greiðslur,“ segir Bragi. Heildarafskriftir meðlagsskulda árið 2016 námu 277,6 milljónum króna. Afskriftir stafa af ívilnunarsamningum, fyrningum skulda, gjaldþrotum eða andláti greiðenda. Á síðasta ári fengu 142 karlar og 12 konur afskrifaða hluta eða heild meðlagsskuldar sinnar. „Í þeim hópi sem óskar eftir samningi við stofnunina um greiðslur geta verið sömu einstaklingar oft, í einhverjum tilfellum. Fólk getur samið í skemmri tíma og lengri tíma.“ Á síðasta ári var stofnuninni gert að innheimta 3,6 milljarða króna af meðlagsgreiðslum. 3,2 milljarðar fengust upp í skuldirnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
Ríflega fjórðungur meðlagsgreiðenda, um 27 prósent, hefur farið í gegnum árangurslaust fjárnám á síðastliðnum fjórum árum vegna meðlagsskulda sinna. Af 11.716 meðlagsgreiðendum á Íslandi höfðu ríflega 3.200 farið í gegnum árangurslaust fjárnám um síðustu áramót. Meðlagsgreiðslur hækkuðu um síðustu áramót og eru nú ríflega þrjátíu þúsund krónur á hvert barn. „Til þess að við reynum fjárnám þarf viðkomandi að vera í vanskilum um nokkurt skeið. Hann fær greiðsluáskorun í framhaldinu og þegar búið er að birta hana fær hann fimmtán daga til að gera upp áður en farið er í fjárnám,“ segir Bragi R. Axelsson, forstöðumaður starfsstöðvar Innheimtustofnunar sveitarfélaga. Sé farið í árangurslaust fjárnám þýðir það að viðkomandi hefur því verið í töluverðum vanskilum, og á annaðhvort ekki eignir sem geta gengið til tryggingar skuldinni, eða eignir viðkomandi eru yfirveðsettar. Samkvæmt lögum um fjárnám getur sá sem fer fram á fjárnámið farið fram á gjaldþrotaskipti hjá þeim sem ekki getur staðist slíka kröfu. Allir þeir sem fara í gegnum árangurslaust fjárnám fara á skrá hjá CreditInfo og er þeim upplýsingum komið á framfæri við banka og aðrar lánastofnanir. Slíkar upplýsingar geta til dæmis komið í veg fyrir að viðkomandi fái lán hjá bönkum í allt að fjögur ár. „Það er samt hægt að semja við okkur í öllum tilfellum. Á síðasta ári voru 2.314 umsóknir um ívilnun en það eru þeir sem óska eftir samningi við stofnunina um greiðslur,“ segir Bragi. Heildarafskriftir meðlagsskulda árið 2016 námu 277,6 milljónum króna. Afskriftir stafa af ívilnunarsamningum, fyrningum skulda, gjaldþrotum eða andláti greiðenda. Á síðasta ári fengu 142 karlar og 12 konur afskrifaða hluta eða heild meðlagsskuldar sinnar. „Í þeim hópi sem óskar eftir samningi við stofnunina um greiðslur geta verið sömu einstaklingar oft, í einhverjum tilfellum. Fólk getur samið í skemmri tíma og lengri tíma.“ Á síðasta ári var stofnuninni gert að innheimta 3,6 milljarða króna af meðlagsgreiðslum. 3,2 milljarðar fengust upp í skuldirnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira