Alvaran er að hefjast Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2017 06:00 Deildarmeistarar FH mæta Gróttu. vísir/eyþór Eftir langan og strangan vetur er loksins komið að úrslitakeppninni í Olís-deild karla í handbolta. Hún fer af stað með þremur leikjum á sunnudaginn en fyrstu umferð leikja lýkur á mánudaginn. Eins og undanfarin ár þarf að vinna tvo leiki í átta liða úrslitunum til að komast undanúrslitin en eftir það þarf að vinna þrjá leiki til að klára einvígin.FH - Grótta FH laumaði sér bakdyramegin að deildarmeistaratitlinum sem það vann í fyrsta sinn í 25 ár. Það er kannski góður fyrirboði fyrir FH að síðast þegar liðið varð deildarmeistari árið 1992 varð það einnig Íslandsmeistari. Þá hjálpuðu Haukarnir einnig til með að fylgja eftir deildarmeistaratitli með Íslandsmeistaratitli en það hafði ekki gerst í sex ár þangað til í fyrra. Eins og staða liðanna í deildinni gefur til kynna eru FH-ingar sigurstranglegri en deildin hefur sjaldan eða aldrei verið jafn jöfn og spennandi. Akureyri féll með 18 stig, því má aldrei gleyma. FH hefur verið á miklum skriði og kemur fullt sjálfstrausts inn í einvígið eftir fjóra sigra í röð.ÍBV - Valur Eyjamenn eru af flestum taldir líklegastir til að verða Íslandsmeistarar enda með frábærlega mannað lið og ógnarsterkan heimavöll. Liðið er, ef aðeins er litið á úrslitin, besta liðið eftir áramót. Það spilaði ellefu leiki í deildinni, vann níu og tapaði ekki einum. Á sama tíma hafa Valsmenn verið heillum horfnir í deildinni enda að einhverju leyti með hugann í Evrópuævintýrinu. Valur er ekki búið að vinna í síðustu átta leikjum og kemur ekki á skriði inn í úrslitakeppnina.Haukar - Fram Á meðan öll pressan er á Haukum sem styrktu sig vel fyrir mótið en eru búnir að missa af þremur titlum nú þegar, koma Framarar algjörlega pressulausir inn í úrslitakeppnina. Ætlast er til að Haukar verði meistarar en Framarar áttu varla að vinna leik í vetur að mati sérfræðinganna. Fram bauð upp á sokkahlaðborð fyrir efasemdarmennina og geta notið þess að stríða Haukunum hans Gunnars Magnússonar í fyrstu umferðinni. Haukar eru betur mannaðar og unnu tvo leiki af þremur gegn Fram í vetur.Afturelding - Selfoss Lærisveinar Einars Andra Einarssonar voru besta liðið fyrir áramót en það telur lítið núna. Þegar talið var upp úr stigapokanum voru vel mannaðir Mosfellingar aðeins fjórum stigum fyrir ofan nýliðana. Selfoss er búið að vinna Aftureldingu tvisvar nokkuð sannfærandi í vetur og strákarnir úr mjólkurbænum vita vel að þeir geta komið á óvart og lagt Aftureldingu tvisvar sinnum í viðbót.grafík/fréttablaðið Olís-deild karla Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Eftir langan og strangan vetur er loksins komið að úrslitakeppninni í Olís-deild karla í handbolta. Hún fer af stað með þremur leikjum á sunnudaginn en fyrstu umferð leikja lýkur á mánudaginn. Eins og undanfarin ár þarf að vinna tvo leiki í átta liða úrslitunum til að komast undanúrslitin en eftir það þarf að vinna þrjá leiki til að klára einvígin.FH - Grótta FH laumaði sér bakdyramegin að deildarmeistaratitlinum sem það vann í fyrsta sinn í 25 ár. Það er kannski góður fyrirboði fyrir FH að síðast þegar liðið varð deildarmeistari árið 1992 varð það einnig Íslandsmeistari. Þá hjálpuðu Haukarnir einnig til með að fylgja eftir deildarmeistaratitli með Íslandsmeistaratitli en það hafði ekki gerst í sex ár þangað til í fyrra. Eins og staða liðanna í deildinni gefur til kynna eru FH-ingar sigurstranglegri en deildin hefur sjaldan eða aldrei verið jafn jöfn og spennandi. Akureyri féll með 18 stig, því má aldrei gleyma. FH hefur verið á miklum skriði og kemur fullt sjálfstrausts inn í einvígið eftir fjóra sigra í röð.ÍBV - Valur Eyjamenn eru af flestum taldir líklegastir til að verða Íslandsmeistarar enda með frábærlega mannað lið og ógnarsterkan heimavöll. Liðið er, ef aðeins er litið á úrslitin, besta liðið eftir áramót. Það spilaði ellefu leiki í deildinni, vann níu og tapaði ekki einum. Á sama tíma hafa Valsmenn verið heillum horfnir í deildinni enda að einhverju leyti með hugann í Evrópuævintýrinu. Valur er ekki búið að vinna í síðustu átta leikjum og kemur ekki á skriði inn í úrslitakeppnina.Haukar - Fram Á meðan öll pressan er á Haukum sem styrktu sig vel fyrir mótið en eru búnir að missa af þremur titlum nú þegar, koma Framarar algjörlega pressulausir inn í úrslitakeppnina. Ætlast er til að Haukar verði meistarar en Framarar áttu varla að vinna leik í vetur að mati sérfræðinganna. Fram bauð upp á sokkahlaðborð fyrir efasemdarmennina og geta notið þess að stríða Haukunum hans Gunnars Magnússonar í fyrstu umferðinni. Haukar eru betur mannaðar og unnu tvo leiki af þremur gegn Fram í vetur.Afturelding - Selfoss Lærisveinar Einars Andra Einarssonar voru besta liðið fyrir áramót en það telur lítið núna. Þegar talið var upp úr stigapokanum voru vel mannaðir Mosfellingar aðeins fjórum stigum fyrir ofan nýliðana. Selfoss er búið að vinna Aftureldingu tvisvar nokkuð sannfærandi í vetur og strákarnir úr mjólkurbænum vita vel að þeir geta komið á óvart og lagt Aftureldingu tvisvar sinnum í viðbót.grafík/fréttablaðið
Olís-deild karla Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira