Finnur: Eins gott að menn mæti með blóðbragð í munni og berjist Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. apríl 2017 22:30 Finnur með KR. „Við náðum að kreista fram þennan sigur og verja heimavöllinn þrátt fyrir mikinn doða yfir liðinu í fyrri hálfleik, ég er gríðarlega stotur af strákunum að ná að lenda þessu,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, sigurreyfur að leikslokum eftir 91-88 sigur gegn Keflavík í kvöld. Finnur var ósáttur með fyrsta leikhlutann en KR-ingar voru einnig slakir í seinasta leikhlutanum gegn Keflavík. Sjá einnig: Umfjöllun: KR - Keflavík 91-88 | Spennutryllir er KR náði 2-1 forskoti „Undir lokin í Keflavík vorum við ekki að setja niður skotin og slakir sóknarlega en við byrjum flatir varnarlega í dag. Við vorum seinir að skipta mönnum og hættum að spila okkar leik og þeir eru með skyttur sem refsa,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Við vorum of langt frá mönnunum og lengi að bregðast við aðgerðum þeirra, þegar orkan kom í seinni hálfleik var allt annað að sjá til okkar. Þegar við fórum að þröngva þeim í erfiðari skot þá var annar bragur á okkur og sóknin kom með því.“ Finnur hrósaði Jóni Arnóri Stefánssyni eftir leikinn en hann tók yfir í leiknum í seinni hálfleik. „Hann var lengi af stað en maður finnur á honum að stemmingin kveikir í honum og hann var frábær í dag. Síðasta karfan hans sem kemur okkur þremur stigum yfir reyndist risastór að lokum.“ Finnur sendi sínum mönnum beinskeytt skilaboð um að það væri eins gott að menn myndu mæta til leiks í Keflavík. „Undanfarin tvö ár höfum við verið í þessari stöðu með 2-1 forskot á leiðinni í útileik gegn Njarðvík og farið inn í leikinn eins og algjörir hálfvitar og látið andstæðingana pakka okkur saman. Ég neita því að þetta gerist þriðja árið í röð og ætlast til þess að menn komi með blóðbragð í munni og brjálaðir til leiks,“ sagði Finnur sem sagði það alltaf erfitt að vinna í Keflavík. „Við verðum samt að sjá til hvort það dugi til sigurs því að sækja sigur til Keflavíkur er langt frá því að vera auðvelt. Við þurfum bara að passa að við mætum sjálfir með hausinn rétt stilltann til leiks og hjartað á réttan stað.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Keflavík 91-88 | Spennutryllir er KR náði 2-1 forskoti KR er komið með 2-1 forskot í undanúrslitum Dominos-deildar karla eftir nauman 91-88 sigur á Keflavík spennutrylli í DHL-Höllinni í kvöld. 7. apríl 2017 22:45 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira
„Við náðum að kreista fram þennan sigur og verja heimavöllinn þrátt fyrir mikinn doða yfir liðinu í fyrri hálfleik, ég er gríðarlega stotur af strákunum að ná að lenda þessu,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, sigurreyfur að leikslokum eftir 91-88 sigur gegn Keflavík í kvöld. Finnur var ósáttur með fyrsta leikhlutann en KR-ingar voru einnig slakir í seinasta leikhlutanum gegn Keflavík. Sjá einnig: Umfjöllun: KR - Keflavík 91-88 | Spennutryllir er KR náði 2-1 forskoti „Undir lokin í Keflavík vorum við ekki að setja niður skotin og slakir sóknarlega en við byrjum flatir varnarlega í dag. Við vorum seinir að skipta mönnum og hættum að spila okkar leik og þeir eru með skyttur sem refsa,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Við vorum of langt frá mönnunum og lengi að bregðast við aðgerðum þeirra, þegar orkan kom í seinni hálfleik var allt annað að sjá til okkar. Þegar við fórum að þröngva þeim í erfiðari skot þá var annar bragur á okkur og sóknin kom með því.“ Finnur hrósaði Jóni Arnóri Stefánssyni eftir leikinn en hann tók yfir í leiknum í seinni hálfleik. „Hann var lengi af stað en maður finnur á honum að stemmingin kveikir í honum og hann var frábær í dag. Síðasta karfan hans sem kemur okkur þremur stigum yfir reyndist risastór að lokum.“ Finnur sendi sínum mönnum beinskeytt skilaboð um að það væri eins gott að menn myndu mæta til leiks í Keflavík. „Undanfarin tvö ár höfum við verið í þessari stöðu með 2-1 forskot á leiðinni í útileik gegn Njarðvík og farið inn í leikinn eins og algjörir hálfvitar og látið andstæðingana pakka okkur saman. Ég neita því að þetta gerist þriðja árið í röð og ætlast til þess að menn komi með blóðbragð í munni og brjálaðir til leiks,“ sagði Finnur sem sagði það alltaf erfitt að vinna í Keflavík. „Við verðum samt að sjá til hvort það dugi til sigurs því að sækja sigur til Keflavíkur er langt frá því að vera auðvelt. Við þurfum bara að passa að við mætum sjálfir með hausinn rétt stilltann til leiks og hjartað á réttan stað.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Keflavík 91-88 | Spennutryllir er KR náði 2-1 forskoti KR er komið með 2-1 forskot í undanúrslitum Dominos-deildar karla eftir nauman 91-88 sigur á Keflavík spennutrylli í DHL-Höllinni í kvöld. 7. apríl 2017 22:45 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira
Umfjöllun: KR - Keflavík 91-88 | Spennutryllir er KR náði 2-1 forskoti KR er komið með 2-1 forskot í undanúrslitum Dominos-deildar karla eftir nauman 91-88 sigur á Keflavík spennutrylli í DHL-Höllinni í kvöld. 7. apríl 2017 22:45