Ríkisendurskoðun og Valgerður gerðu lítið úr gögnum „þessa kennara“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. mars 2017 09:00 Vilhjálmur Bjarnason á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með rannsóknarnefnd Alþingis. VÍSIR/ANTON BRINK Efasemdir um kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum eru ekki nýjar af nálinni. Strax eftir að Geir H. Harde, Valgerður Sverrisdóttir, Ólafur Ólafsson og Peter Gatti undirrituðu samkomulag um söluna var mörgum spurningum ósvarað. Stríðið um bankana var yfirskrift á úttekt blaðamannsins Sigríðar Daggar Auðunsdóttur sem birtist í Fréttablaðinu á vormánuðum 2005 og hún hlaut blaðamannaverðlaun fyrir. Var þar meðal annars fjallað um aðkomu Hack & Aufhauser en framkvæmdanefnd um einkavæðingu bankana hafði falið breska bankanum HBSC að gera áreiðanleikakönnun á mögulegum erlendum kaupanda. Í greinaröð Sigríðar segir meðal annars; „Umsögn HSBC um erlenda fjárfestinn vakti ekki spurningar meðal framkvæmdanefndarinnar fyrr en daginn sem skrifað var undir samninginn við S-hópinn og tilkynnt var hver erlendi fjárfestirinn var. Nefndarmönnum fannst þá að umsögn HSBC hefði ekki getað átt við Hauck & Aufhauser því hún hefði dregið upp mynd af stórum alþjóðlegum fjárfestingabanka, sem Hauck & Aufhauser er ekki. Umsögn HSBC hefði mun frekar átt við Société Générale.“ 19. febrúar 2006 mætti Vilhjálmur Bjarnason, þá lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Silfur Egils á Stöð 2 og sagði að gögn bentu til þess að Hack & Aufhauser hefði aldrei komið að kaupunum. Málið varð tilefni orðaskipta á þinginu en spjótum var beint að Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra, og Valgerði Sverissdóttur, viðskiptaráðherra, sem sögðu að ekkert nýtt væri í gögnum Vilhjálms. „Hvað varðar þessa hluti er náttúrlega margbúið að fara yfir þá og í júní sl. sendi forstjóri þýska bankans út fréttatilkynningu þar sem farið var yfir málið og það allt saman hrakið sem komið hefur fram hjá þessum kennara, Vilhjálmi Bjarnasyni, og það er mitt svar,“ sagði meðal annars í svari Valgerðar við fyrirspurn Lúðvíks Bergvinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Ríkisendurskoðun svaraði einnig máli Vilhjálms Bjarnasonar og gaf út samantekt vegna „nýrra“ gagna og upplýsinga um sölu á eignarhlutanum. Sú samantekt kom út í mars 2006 og sagði þar meðal annars „að ekkert nýtt hafi verið lagt fram í málinu, sem stutt geti hinar víðtæku ályktanir, er Vilhjálmur hefur dregið af gögnum þeim, [...] Þvert á móti þykja liggja fyrir óyggjandi upplýsingar og gögn um hið gagnstæða.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Sjá meira
Efasemdir um kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum eru ekki nýjar af nálinni. Strax eftir að Geir H. Harde, Valgerður Sverrisdóttir, Ólafur Ólafsson og Peter Gatti undirrituðu samkomulag um söluna var mörgum spurningum ósvarað. Stríðið um bankana var yfirskrift á úttekt blaðamannsins Sigríðar Daggar Auðunsdóttur sem birtist í Fréttablaðinu á vormánuðum 2005 og hún hlaut blaðamannaverðlaun fyrir. Var þar meðal annars fjallað um aðkomu Hack & Aufhauser en framkvæmdanefnd um einkavæðingu bankana hafði falið breska bankanum HBSC að gera áreiðanleikakönnun á mögulegum erlendum kaupanda. Í greinaröð Sigríðar segir meðal annars; „Umsögn HSBC um erlenda fjárfestinn vakti ekki spurningar meðal framkvæmdanefndarinnar fyrr en daginn sem skrifað var undir samninginn við S-hópinn og tilkynnt var hver erlendi fjárfestirinn var. Nefndarmönnum fannst þá að umsögn HSBC hefði ekki getað átt við Hauck & Aufhauser því hún hefði dregið upp mynd af stórum alþjóðlegum fjárfestingabanka, sem Hauck & Aufhauser er ekki. Umsögn HSBC hefði mun frekar átt við Société Générale.“ 19. febrúar 2006 mætti Vilhjálmur Bjarnason, þá lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Silfur Egils á Stöð 2 og sagði að gögn bentu til þess að Hack & Aufhauser hefði aldrei komið að kaupunum. Málið varð tilefni orðaskipta á þinginu en spjótum var beint að Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra, og Valgerði Sverissdóttur, viðskiptaráðherra, sem sögðu að ekkert nýtt væri í gögnum Vilhjálms. „Hvað varðar þessa hluti er náttúrlega margbúið að fara yfir þá og í júní sl. sendi forstjóri þýska bankans út fréttatilkynningu þar sem farið var yfir málið og það allt saman hrakið sem komið hefur fram hjá þessum kennara, Vilhjálmi Bjarnasyni, og það er mitt svar,“ sagði meðal annars í svari Valgerðar við fyrirspurn Lúðvíks Bergvinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Ríkisendurskoðun svaraði einnig máli Vilhjálms Bjarnasonar og gaf út samantekt vegna „nýrra“ gagna og upplýsinga um sölu á eignarhlutanum. Sú samantekt kom út í mars 2006 og sagði þar meðal annars „að ekkert nýtt hafi verið lagt fram í málinu, sem stutt geti hinar víðtæku ályktanir, er Vilhjálmur hefur dregið af gögnum þeim, [...] Þvert á móti þykja liggja fyrir óyggjandi upplýsingar og gögn um hið gagnstæða.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Sjá meira