Kristófer Acox: Var að spila á móti strákum sem eru kannski að fara í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2017 19:00 Kristófer Acox lenti á Íslandi í morgun og ætlar að spila næsta leik með KR í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta en annar leikur Keflavíkur og KR fer fram á mánudagskvöldið. Kristófer er landsliðsmaður og því mikill liðstyrkur fyrir hið sterka lið KR sem vann 19 stiga sigur á Keflavík í fyrsta leik undanúrslitanna. Kristófer hefur undanfarin fjögur ár leikið með Furman í bandaríska háskólakörfuboltanum og setti meðal annars skólamet í skotnýtingu auk þess að skora yfir þúsund stig í leikjum með skólanum. Kristófer mætti á fyrstu æfingu með KR-liðinu í kvöld en hann hefur spilað með mörgum strákanna áður, bæði með landsliðnu og með KR áður en hann fór út í skóla. „Ég lenti bara í morgun og fer bara á fyrstu æfingu á eftir. Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður á mánudaginn,“ sagði Kristófer Acox í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Það er mikil tilhlökkun enda fjögur ár síðan að ég spilaði síðast heima. Ég held að ég geti fullyrt það að ég hafi bætt mig mikið á þessum tíma í skólanum. Ég er búinn að æfa mikið og ég hef líka eytt tíma í að bæta minn leik á sumrin. Ég geng mjög sáttur frá þessu,“ sagði Kristófer. „Það er mjög mikill agi þarna úti og körfuboltinn er líka allt öðruvísi en hér heima. Þú ert að spila með meiri íþróttamönnum og að spila á móti strákum sem eru kannski að fara í NBA,“ sagði Kristófer. „Planið er að koma heim í eitt ár en ég sé það meira eftir sumarið hvernig þetta fer. Vonandi næ ég að gera eitthvað á Eurobasket en ég veit meira eftir sumarið,“ sagði Kristófer. „Ég held að það sé best fyrir mig að koma heim í eitt ár og spila mína réttu stöðu. Ég ætla að leggja áherslu á það í sumar og komast í það að spila aðra stöðu en ég hef verið að gera út í Bandaríkjunum. Ísland er mjög góður staður fyrir það,“ sagði Kristófer en það má sjá allt innslag Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kristófer stigahæstur í sigri Furman | Ekki á heimleið strax Kristófer Acox átti sannkallaðan stórleik í fimmtán stiga sigri Furman á heimavelli í kvöld en hann nýtti ellefu af tólf skotum sínum í leiknum og tók tíu fráköst fyrir tvöfaldri tvennu. 25. mars 2017 22:30 Kristófer: Vildi gefa fólkinu eitthvað til að japla á Kristófer Acox, leikmaður Furman-háskólans og íslenska landsliðsins í körfubolta, segist hafa verið að stríða landanum er hann birti mynd af pizzusneið á Twitter-síðu sinni í gær en hann hefur heyrt orðrómana um að hann sé að snúa aftur í KR-treyjuna. 26. mars 2017 14:45 Kristófer Acox tekur slaginn með KR í úrslitakeppninni Ógnarsterkt lið KR-inga fékk í dag liðsstyrk þegar staðfest var að landsliðsmaðurinn Kristófer Acox myndi leika með liðinu það sem eftir lifir úrslitakeppninnar en Kristófer kemur aftur í lið KR eftir að hafa leikið með Furman í bandaríska háskólaboltanum undanfarin ár. 25. mars 2017 17:17 Kristófer: Get ekki beðið eftir að spila aftur með KR Kristófer Acox lenti á Íslandi í morgun og er orðinn löglegur leikmaður KR. Hann verður með Íslandsmeisturunum í öðrum leik liðsins gegn Keflavík. Kristófer hefur undirbúið þessa heimför síðan í desember. 31. mars 2017 06:00 Friðrik Ingi: Reiknaði með því að Kristófer kæmi í KR Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, segir að það hafi ekki komið sér á óvart að Kristófer Acox sé kominn heim og verði með KR í næsta leik gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar karla. 31. mars 2017 12:00 Furman tapaði í nótt í síðasta leik Kristófers fyrir skólann Kristófer Acox spilaði í nótt síðasta leikinn á tímabilinu með Furman-háskólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum en liðið datt þá út í undanúrslitum CollegeInsider.com úrslitakeppninnar (CIT). 30. mars 2017 11:00 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Sjá meira
Kristófer Acox lenti á Íslandi í morgun og ætlar að spila næsta leik með KR í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta en annar leikur Keflavíkur og KR fer fram á mánudagskvöldið. Kristófer er landsliðsmaður og því mikill liðstyrkur fyrir hið sterka lið KR sem vann 19 stiga sigur á Keflavík í fyrsta leik undanúrslitanna. Kristófer hefur undanfarin fjögur ár leikið með Furman í bandaríska háskólakörfuboltanum og setti meðal annars skólamet í skotnýtingu auk þess að skora yfir þúsund stig í leikjum með skólanum. Kristófer mætti á fyrstu æfingu með KR-liðinu í kvöld en hann hefur spilað með mörgum strákanna áður, bæði með landsliðnu og með KR áður en hann fór út í skóla. „Ég lenti bara í morgun og fer bara á fyrstu æfingu á eftir. Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður á mánudaginn,“ sagði Kristófer Acox í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Það er mikil tilhlökkun enda fjögur ár síðan að ég spilaði síðast heima. Ég held að ég geti fullyrt það að ég hafi bætt mig mikið á þessum tíma í skólanum. Ég er búinn að æfa mikið og ég hef líka eytt tíma í að bæta minn leik á sumrin. Ég geng mjög sáttur frá þessu,“ sagði Kristófer. „Það er mjög mikill agi þarna úti og körfuboltinn er líka allt öðruvísi en hér heima. Þú ert að spila með meiri íþróttamönnum og að spila á móti strákum sem eru kannski að fara í NBA,“ sagði Kristófer. „Planið er að koma heim í eitt ár en ég sé það meira eftir sumarið hvernig þetta fer. Vonandi næ ég að gera eitthvað á Eurobasket en ég veit meira eftir sumarið,“ sagði Kristófer. „Ég held að það sé best fyrir mig að koma heim í eitt ár og spila mína réttu stöðu. Ég ætla að leggja áherslu á það í sumar og komast í það að spila aðra stöðu en ég hef verið að gera út í Bandaríkjunum. Ísland er mjög góður staður fyrir það,“ sagði Kristófer en það má sjá allt innslag Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kristófer stigahæstur í sigri Furman | Ekki á heimleið strax Kristófer Acox átti sannkallaðan stórleik í fimmtán stiga sigri Furman á heimavelli í kvöld en hann nýtti ellefu af tólf skotum sínum í leiknum og tók tíu fráköst fyrir tvöfaldri tvennu. 25. mars 2017 22:30 Kristófer: Vildi gefa fólkinu eitthvað til að japla á Kristófer Acox, leikmaður Furman-háskólans og íslenska landsliðsins í körfubolta, segist hafa verið að stríða landanum er hann birti mynd af pizzusneið á Twitter-síðu sinni í gær en hann hefur heyrt orðrómana um að hann sé að snúa aftur í KR-treyjuna. 26. mars 2017 14:45 Kristófer Acox tekur slaginn með KR í úrslitakeppninni Ógnarsterkt lið KR-inga fékk í dag liðsstyrk þegar staðfest var að landsliðsmaðurinn Kristófer Acox myndi leika með liðinu það sem eftir lifir úrslitakeppninnar en Kristófer kemur aftur í lið KR eftir að hafa leikið með Furman í bandaríska háskólaboltanum undanfarin ár. 25. mars 2017 17:17 Kristófer: Get ekki beðið eftir að spila aftur með KR Kristófer Acox lenti á Íslandi í morgun og er orðinn löglegur leikmaður KR. Hann verður með Íslandsmeisturunum í öðrum leik liðsins gegn Keflavík. Kristófer hefur undirbúið þessa heimför síðan í desember. 31. mars 2017 06:00 Friðrik Ingi: Reiknaði með því að Kristófer kæmi í KR Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, segir að það hafi ekki komið sér á óvart að Kristófer Acox sé kominn heim og verði með KR í næsta leik gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar karla. 31. mars 2017 12:00 Furman tapaði í nótt í síðasta leik Kristófers fyrir skólann Kristófer Acox spilaði í nótt síðasta leikinn á tímabilinu með Furman-háskólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum en liðið datt þá út í undanúrslitum CollegeInsider.com úrslitakeppninnar (CIT). 30. mars 2017 11:00 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Sjá meira
Kristófer stigahæstur í sigri Furman | Ekki á heimleið strax Kristófer Acox átti sannkallaðan stórleik í fimmtán stiga sigri Furman á heimavelli í kvöld en hann nýtti ellefu af tólf skotum sínum í leiknum og tók tíu fráköst fyrir tvöfaldri tvennu. 25. mars 2017 22:30
Kristófer: Vildi gefa fólkinu eitthvað til að japla á Kristófer Acox, leikmaður Furman-háskólans og íslenska landsliðsins í körfubolta, segist hafa verið að stríða landanum er hann birti mynd af pizzusneið á Twitter-síðu sinni í gær en hann hefur heyrt orðrómana um að hann sé að snúa aftur í KR-treyjuna. 26. mars 2017 14:45
Kristófer Acox tekur slaginn með KR í úrslitakeppninni Ógnarsterkt lið KR-inga fékk í dag liðsstyrk þegar staðfest var að landsliðsmaðurinn Kristófer Acox myndi leika með liðinu það sem eftir lifir úrslitakeppninnar en Kristófer kemur aftur í lið KR eftir að hafa leikið með Furman í bandaríska háskólaboltanum undanfarin ár. 25. mars 2017 17:17
Kristófer: Get ekki beðið eftir að spila aftur með KR Kristófer Acox lenti á Íslandi í morgun og er orðinn löglegur leikmaður KR. Hann verður með Íslandsmeisturunum í öðrum leik liðsins gegn Keflavík. Kristófer hefur undirbúið þessa heimför síðan í desember. 31. mars 2017 06:00
Friðrik Ingi: Reiknaði með því að Kristófer kæmi í KR Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, segir að það hafi ekki komið sér á óvart að Kristófer Acox sé kominn heim og verði með KR í næsta leik gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar karla. 31. mars 2017 12:00
Furman tapaði í nótt í síðasta leik Kristófers fyrir skólann Kristófer Acox spilaði í nótt síðasta leikinn á tímabilinu með Furman-háskólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum en liðið datt þá út í undanúrslitum CollegeInsider.com úrslitakeppninnar (CIT). 30. mars 2017 11:00