
Snæfell vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil vorið 2014 og hefur ekki sleppt honum síðan. Heimavöllurinn hefur gegnt þar stóru hlutverki og þar hefur Snæfellsliðið unnið alla þrettán leiki sína í úrslitakeppninni undanfarin þrjú tímabil. Það þarf að breytast ætli lið að ná titlinum úr Hólminum.
Lið Skallagríms og Stjörnunnar eru bæði að skrifa sögu síns félags með því að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn.
Þetta eru nýliðar deildarinnar undanfarin tvö tímabil og hafa bæði lið aukið fjölbreytni flórunnar í kvennakörfunni með metnaðarfullri uppbyggingu kvennaliða sinna. Nú eru þær mættar á stærsta sviðið en í vegi fyrir þeim standa tvö sigursælustu kvennalið síðustu ára.

Það er líka margt með þeim. Þau eru tvö efstu liðin í deildinni, bæði með heimavallarréttinn í sínum einvígum og hafa spilað best eftir áramót. Þau hafa líka bæði unnið 4 af 5 deildar- og bikarleikjum gegn mótherjum sínum í úrslitakeppni.
Sería Snæfells og Stjörnunnar hefst í Stykkishólmi í kvöld en á morgun tekur Keflavík síðan á móti Skallagrími. Allir leikirnir verða sýndir beint á sportstöðvum 365.