Málið snýst um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit og hvernig hægt verði að losna við tvo erfiða hálsa, Hjallaháls og Ódrjúgsháls. Vegagerðin, með stuðningi sveitarfélaga á Vestfjörðum, hefur lengi vilja leggja veginn um Teigsskóg en mætt andstöðu landeigenda og náttúruverndarsamtaka. Skipulagsstofnun birti síðdegis álit sitt á matsskýrslu Vegagerðarinnar.

Skipulagsstofnun telur í ljósi þess að allar veglínurnar fimm uppfylli umferðaröryggiskröfur hafi ekki verið sýnt fram á brýna nauðsyn á að leggja veginn um Teigsskóg, sem hefði í för með sér mest rask á verndaðu vistkerfi. Þá sé óvissa um áhrif þverana á lífríki í fjörum og grunnsævi en vegamálastjóri segir að því verði svarað með frekari rannsóknum strax í sumar.
Skipulagsstofnun telur að ekki verði hægt að fyrirbyggja eða draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum vegar um Teigsskóg nema að takmörkuðu leyti en telur að jarðgöng undir Hjallaháls ásamt endurbyggingu vegarins um Ódrjúgsháls hafi minnst umhverfisáhrif. Vegamálastjóri segir þá leið hins vegar 4,5 milljörðum króna dýrari. Auk þess fylgi jarðgangaleið undir Hjallaháls sá ókostur að áfram sé gert ráð fyrir vegi um Ódrjúgsháls.

„Við viljum það. Það er ekki síst með tilliti til þess að það er alveg ljóst að það liggur ekki fyrir fjármagn í miklu dýrari leiðir og við viljum bara fá þessar framkvæmdir í gang sem allra fyrst.“
Hreinn viðurkennir að mikil óvissa ríki um hversu hratt það gangi. „Ég er að vonast til að við getum eitthvað farið að hreyfa okkur í haust.“

Þveranir fjarðanna yrðu mjög áberandi mannvirki og myndu rýra gildi svæðisins. Áhrif á landslag og verndarsvæði yrðu verulega neikvæð. Þrátt fyrir þessa umsögn Skipulagsstofnunar var vegurinn lagður og tekinn í notkun fyrir tveimur árum.