Kaupa 90 milljarða aflandskróna 12. mars 2017 14:20 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, þegar tilkynnt var um afnám gjaldeyrishafta á blaðamannafundi í dag. Vísir/Eyþór Seðlabanki Íslands kaupir 90 milljarða króna af eigendum aflandskróna samkvæmt samkomulagi sem náðst hefur á milli þeirra. Bankinn telur viðskiptin bægja hættunni á hröðu útstreymi aflandskróna við losun fjármagnshafta frá. Tilkynnt er um samkomulagið í frétt á vefsíðu Seðlabankans. Þar kemur fram að bankinn kaupi aflandskrónurnar á genginu 137,5 krónur á evru. Aflandskrónueigendum sem ekki hafa gert samkomulag við bankann verður boðið að gera sams konar samninga á næstu tveimur vikum. Samkvæmt mati Seðlabankans námu aflandskrónueignir tæplega 200 milljörðum króna í lok febrúar. Eftir að viðskiptin sem nú hafa verið tilkynnt hafa gengið í gegn muni fjárhæð aflandskrónueigna sem eftir standa nema um 100 milljörðum króna. Breytingar sem gerðar voru á reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál í dag hafa ekki áhrif á heimildir aflandskrónueigenda, en aflandskrónueigendum sem ekki eiga aðild að samkomulaginu verður boðið að eiga viðskipti við Seðlabankann á sama gengi og samkomulagið hljóðar upp á næstu tvær vikurnar. „Með viðskiptunum hefur hættunni á að stór hluti aflandskróna streymdi á stuttum tíma út í gegnum gjaldeyrismarkaðinn við losun fjármagnshafta verið bægt frá. Verulega hefur því dregið úr kerfislegri áhættu sem fólst í miklum aflandskrónueignum og hefði að mati Seðlabankans getað valdið óstöðugleika í gengis- og peningamálum auk fjármálaóstöðugleika,“ segir í tilkynningu Seðlabankans. Seðlabankinn segir að losun á takmörkunum á gjaldeyrisviðskiptum heimila og fyrirtækja í október hafi ekki leitt til verulegs útflæðis gjaldeyris. Á sama tíma hafi gjaldeyrisforði stækkað umtalsvert. Þessi þróun ásamt samkomulaginu nú dragi úr áhættu við áframhaldandi losun fjármagnshafta. Gjaldeyrisforðinn hafi aukist úr tæpum 600 milljörðum króna í rúmlega 800 milljarða króna frá því að áætlun um losun hafta var kynnt í júní 2015, þrátt fyrir endurgreiðslur erlendra lána, hækkun á gengi krónunnar og gjaldeyrisútboð í júní. „Stækkun forðans gerir Seðlabankanum mögulegt að ganga til ofangreindra viðskipta. Eftir viðskiptin verður forðinn vel yfir því viðmiði sem stefnt var að í aðdraganda losunar fjármagnshafta,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Seðlabanki Íslands kaupir 90 milljarða króna af eigendum aflandskróna samkvæmt samkomulagi sem náðst hefur á milli þeirra. Bankinn telur viðskiptin bægja hættunni á hröðu útstreymi aflandskróna við losun fjármagnshafta frá. Tilkynnt er um samkomulagið í frétt á vefsíðu Seðlabankans. Þar kemur fram að bankinn kaupi aflandskrónurnar á genginu 137,5 krónur á evru. Aflandskrónueigendum sem ekki hafa gert samkomulag við bankann verður boðið að gera sams konar samninga á næstu tveimur vikum. Samkvæmt mati Seðlabankans námu aflandskrónueignir tæplega 200 milljörðum króna í lok febrúar. Eftir að viðskiptin sem nú hafa verið tilkynnt hafa gengið í gegn muni fjárhæð aflandskrónueigna sem eftir standa nema um 100 milljörðum króna. Breytingar sem gerðar voru á reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál í dag hafa ekki áhrif á heimildir aflandskrónueigenda, en aflandskrónueigendum sem ekki eiga aðild að samkomulaginu verður boðið að eiga viðskipti við Seðlabankann á sama gengi og samkomulagið hljóðar upp á næstu tvær vikurnar. „Með viðskiptunum hefur hættunni á að stór hluti aflandskróna streymdi á stuttum tíma út í gegnum gjaldeyrismarkaðinn við losun fjármagnshafta verið bægt frá. Verulega hefur því dregið úr kerfislegri áhættu sem fólst í miklum aflandskrónueignum og hefði að mati Seðlabankans getað valdið óstöðugleika í gengis- og peningamálum auk fjármálaóstöðugleika,“ segir í tilkynningu Seðlabankans. Seðlabankinn segir að losun á takmörkunum á gjaldeyrisviðskiptum heimila og fyrirtækja í október hafi ekki leitt til verulegs útflæðis gjaldeyris. Á sama tíma hafi gjaldeyrisforði stækkað umtalsvert. Þessi þróun ásamt samkomulaginu nú dragi úr áhættu við áframhaldandi losun fjármagnshafta. Gjaldeyrisforðinn hafi aukist úr tæpum 600 milljörðum króna í rúmlega 800 milljarða króna frá því að áætlun um losun hafta var kynnt í júní 2015, þrátt fyrir endurgreiðslur erlendra lána, hækkun á gengi krónunnar og gjaldeyrisútboð í júní. „Stækkun forðans gerir Seðlabankanum mögulegt að ganga til ofangreindra viðskipta. Eftir viðskiptin verður forðinn vel yfir því viðmiði sem stefnt var að í aðdraganda losunar fjármagnshafta,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira