Lögmaður: Krónueigendur kanni réttarstöðu sína Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. mars 2017 06:00 Höftin eru á bak og burt frá og með deginum í dag. vísir/eyþór Fjármagnseigendur sem áttu krónur og keyptu evrur í útboði Seðlabankans í vor á genginu 190 munu hugsanlega kanna rétt sinn nú þegar ríkið hefur ákveðið að semja við krónueigendur sem eftir sátu um að kaupa evrur á genginu 137,5. Þetta segir Helgi Pétur Magnússon lögmaður sem hefur unnið fyrir krónueigendur. „Menn sem eiga tugi eða hundruð milljóna undir þeir hljóta að kanna þá stöðu. Maður getur í það minnsta ekki útilokað þann möguleika,“ segir Helgi Pétur. Hann býst við því að hann muni hafa samband við umbjóðendur sína og gera þeim grein fyrir stöðunni og kanna viðbrögð þeirra. „Við þurfum í fyrsta lagi að fá að vita hvort einhver sem tók þátt í útboðinu síðasta sumar hafi gert fyrirvara við það. Í öðru lagi þurfum við að vita hvort þeir einstaklingar eigi þá kröfu á ríkissjóð vegna þessa,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. „Okkur hefur verið tjáð að svo sé ekki en við í efnahags og viðskiptanefnd höfum kallað eftir frekari svörum þess efnis.“ Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, vísaði á Seðlabankann aðspurður hvort einhverjir slíkir fyrirvarar hefðu verið gerðir.Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksinsvísir/stefánUppgjörið gæti reynst erfitt Að mati Helga Péturs gæti reynst flókið að gera upp við þátttakendur í aflandsútboðum síðasta árs ef þeir eiga kröfu á ríkið. Í júní í fyrra var 1.688 tilboðum tekið en fjárhæð samþykktra tilboða nam 83 milljörðum króna. Gengið þá var 190 krónur á evruna og var eftirstandandi aflandskrónum komið fyrir á vaxtalitlum reikningum. Hluti snjóhengjunnar var síðan leystur út síðasta föstudag með samkomulagi um kaup á 90 milljörðum af aflandskrónum en þar var gengið 137,5 krónur á evruna. Hefðu þátttakendur í fyrra beðið hefðu þeir fengið um 20 milljörðum meir í sinn hlut. Aflandskrónueignir í lok síðasta mánaðar námu tæplega 200 milljörðum. Eftir að viðskiptin síðasta föstudag gengu í gegn standa eftir um 100 milljarðar króna. Eigendur þeirra króna hafa hafnað tilboðum ríkisins um kaup á krónunum. Helgi Pétur segir stöðuna geta verið flókna því sum fyrirtækjanna sem hafi átt krónurnar séu ef til vill ekki til lengur, heldur hafi þau farið í gegnum gjaldþrotaskipti og mögulega nauðasamninga. „Þetta er flókin staða í mínu tilfelli til dæmis, en hún gæti verið einfaldari í öðrum tilfellum. Þar sem um er að ræða stórar kröfur og fyrirtæki í rekstri,“ segir Helgi Pétur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jóhannes Þór Skúlason gagnrýnir samkomulag við aflandskrónueigendur harðlega. 13. mars 2017 10:37 „Einhverjir eru að fara að fá góða bónusa þökk sé ríkisstjórn Íslands“ Sigmundur Davíð segir að það eigi til að gleymast í umræðunni um aflandskrónurnar að vogunarsjóðirnir keyptu þær í flestu tilfellum á verulegum afslætti af þeim sem urðu fyrir tjóninu við fall bankakerfisins. 13. mars 2017 13:32 Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Fjármagnseigendur sem áttu krónur og keyptu evrur í útboði Seðlabankans í vor á genginu 190 munu hugsanlega kanna rétt sinn nú þegar ríkið hefur ákveðið að semja við krónueigendur sem eftir sátu um að kaupa evrur á genginu 137,5. Þetta segir Helgi Pétur Magnússon lögmaður sem hefur unnið fyrir krónueigendur. „Menn sem eiga tugi eða hundruð milljóna undir þeir hljóta að kanna þá stöðu. Maður getur í það minnsta ekki útilokað þann möguleika,“ segir Helgi Pétur. Hann býst við því að hann muni hafa samband við umbjóðendur sína og gera þeim grein fyrir stöðunni og kanna viðbrögð þeirra. „Við þurfum í fyrsta lagi að fá að vita hvort einhver sem tók þátt í útboðinu síðasta sumar hafi gert fyrirvara við það. Í öðru lagi þurfum við að vita hvort þeir einstaklingar eigi þá kröfu á ríkissjóð vegna þessa,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. „Okkur hefur verið tjáð að svo sé ekki en við í efnahags og viðskiptanefnd höfum kallað eftir frekari svörum þess efnis.“ Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, vísaði á Seðlabankann aðspurður hvort einhverjir slíkir fyrirvarar hefðu verið gerðir.Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksinsvísir/stefánUppgjörið gæti reynst erfitt Að mati Helga Péturs gæti reynst flókið að gera upp við þátttakendur í aflandsútboðum síðasta árs ef þeir eiga kröfu á ríkið. Í júní í fyrra var 1.688 tilboðum tekið en fjárhæð samþykktra tilboða nam 83 milljörðum króna. Gengið þá var 190 krónur á evruna og var eftirstandandi aflandskrónum komið fyrir á vaxtalitlum reikningum. Hluti snjóhengjunnar var síðan leystur út síðasta föstudag með samkomulagi um kaup á 90 milljörðum af aflandskrónum en þar var gengið 137,5 krónur á evruna. Hefðu þátttakendur í fyrra beðið hefðu þeir fengið um 20 milljörðum meir í sinn hlut. Aflandskrónueignir í lok síðasta mánaðar námu tæplega 200 milljörðum. Eftir að viðskiptin síðasta föstudag gengu í gegn standa eftir um 100 milljarðar króna. Eigendur þeirra króna hafa hafnað tilboðum ríkisins um kaup á krónunum. Helgi Pétur segir stöðuna geta verið flókna því sum fyrirtækjanna sem hafi átt krónurnar séu ef til vill ekki til lengur, heldur hafi þau farið í gegnum gjaldþrotaskipti og mögulega nauðasamninga. „Þetta er flókin staða í mínu tilfelli til dæmis, en hún gæti verið einfaldari í öðrum tilfellum. Þar sem um er að ræða stórar kröfur og fyrirtæki í rekstri,“ segir Helgi Pétur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jóhannes Þór Skúlason gagnrýnir samkomulag við aflandskrónueigendur harðlega. 13. mars 2017 10:37 „Einhverjir eru að fara að fá góða bónusa þökk sé ríkisstjórn Íslands“ Sigmundur Davíð segir að það eigi til að gleymast í umræðunni um aflandskrónurnar að vogunarsjóðirnir keyptu þær í flestu tilfellum á verulegum afslætti af þeim sem urðu fyrir tjóninu við fall bankakerfisins. 13. mars 2017 13:32 Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jóhannes Þór Skúlason gagnrýnir samkomulag við aflandskrónueigendur harðlega. 13. mars 2017 10:37
„Einhverjir eru að fara að fá góða bónusa þökk sé ríkisstjórn Íslands“ Sigmundur Davíð segir að það eigi til að gleymast í umræðunni um aflandskrónurnar að vogunarsjóðirnir keyptu þær í flestu tilfellum á verulegum afslætti af þeim sem urðu fyrir tjóninu við fall bankakerfisins. 13. mars 2017 13:32
Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49