Lögmaður: Krónueigendur kanni réttarstöðu sína Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. mars 2017 06:00 Höftin eru á bak og burt frá og með deginum í dag. vísir/eyþór Fjármagnseigendur sem áttu krónur og keyptu evrur í útboði Seðlabankans í vor á genginu 190 munu hugsanlega kanna rétt sinn nú þegar ríkið hefur ákveðið að semja við krónueigendur sem eftir sátu um að kaupa evrur á genginu 137,5. Þetta segir Helgi Pétur Magnússon lögmaður sem hefur unnið fyrir krónueigendur. „Menn sem eiga tugi eða hundruð milljóna undir þeir hljóta að kanna þá stöðu. Maður getur í það minnsta ekki útilokað þann möguleika,“ segir Helgi Pétur. Hann býst við því að hann muni hafa samband við umbjóðendur sína og gera þeim grein fyrir stöðunni og kanna viðbrögð þeirra. „Við þurfum í fyrsta lagi að fá að vita hvort einhver sem tók þátt í útboðinu síðasta sumar hafi gert fyrirvara við það. Í öðru lagi þurfum við að vita hvort þeir einstaklingar eigi þá kröfu á ríkissjóð vegna þessa,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. „Okkur hefur verið tjáð að svo sé ekki en við í efnahags og viðskiptanefnd höfum kallað eftir frekari svörum þess efnis.“ Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, vísaði á Seðlabankann aðspurður hvort einhverjir slíkir fyrirvarar hefðu verið gerðir.Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksinsvísir/stefánUppgjörið gæti reynst erfitt Að mati Helga Péturs gæti reynst flókið að gera upp við þátttakendur í aflandsútboðum síðasta árs ef þeir eiga kröfu á ríkið. Í júní í fyrra var 1.688 tilboðum tekið en fjárhæð samþykktra tilboða nam 83 milljörðum króna. Gengið þá var 190 krónur á evruna og var eftirstandandi aflandskrónum komið fyrir á vaxtalitlum reikningum. Hluti snjóhengjunnar var síðan leystur út síðasta föstudag með samkomulagi um kaup á 90 milljörðum af aflandskrónum en þar var gengið 137,5 krónur á evruna. Hefðu þátttakendur í fyrra beðið hefðu þeir fengið um 20 milljörðum meir í sinn hlut. Aflandskrónueignir í lok síðasta mánaðar námu tæplega 200 milljörðum. Eftir að viðskiptin síðasta föstudag gengu í gegn standa eftir um 100 milljarðar króna. Eigendur þeirra króna hafa hafnað tilboðum ríkisins um kaup á krónunum. Helgi Pétur segir stöðuna geta verið flókna því sum fyrirtækjanna sem hafi átt krónurnar séu ef til vill ekki til lengur, heldur hafi þau farið í gegnum gjaldþrotaskipti og mögulega nauðasamninga. „Þetta er flókin staða í mínu tilfelli til dæmis, en hún gæti verið einfaldari í öðrum tilfellum. Þar sem um er að ræða stórar kröfur og fyrirtæki í rekstri,“ segir Helgi Pétur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jóhannes Þór Skúlason gagnrýnir samkomulag við aflandskrónueigendur harðlega. 13. mars 2017 10:37 „Einhverjir eru að fara að fá góða bónusa þökk sé ríkisstjórn Íslands“ Sigmundur Davíð segir að það eigi til að gleymast í umræðunni um aflandskrónurnar að vogunarsjóðirnir keyptu þær í flestu tilfellum á verulegum afslætti af þeim sem urðu fyrir tjóninu við fall bankakerfisins. 13. mars 2017 13:32 Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49 Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Fjármagnseigendur sem áttu krónur og keyptu evrur í útboði Seðlabankans í vor á genginu 190 munu hugsanlega kanna rétt sinn nú þegar ríkið hefur ákveðið að semja við krónueigendur sem eftir sátu um að kaupa evrur á genginu 137,5. Þetta segir Helgi Pétur Magnússon lögmaður sem hefur unnið fyrir krónueigendur. „Menn sem eiga tugi eða hundruð milljóna undir þeir hljóta að kanna þá stöðu. Maður getur í það minnsta ekki útilokað þann möguleika,“ segir Helgi Pétur. Hann býst við því að hann muni hafa samband við umbjóðendur sína og gera þeim grein fyrir stöðunni og kanna viðbrögð þeirra. „Við þurfum í fyrsta lagi að fá að vita hvort einhver sem tók þátt í útboðinu síðasta sumar hafi gert fyrirvara við það. Í öðru lagi þurfum við að vita hvort þeir einstaklingar eigi þá kröfu á ríkissjóð vegna þessa,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. „Okkur hefur verið tjáð að svo sé ekki en við í efnahags og viðskiptanefnd höfum kallað eftir frekari svörum þess efnis.“ Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, vísaði á Seðlabankann aðspurður hvort einhverjir slíkir fyrirvarar hefðu verið gerðir.Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksinsvísir/stefánUppgjörið gæti reynst erfitt Að mati Helga Péturs gæti reynst flókið að gera upp við þátttakendur í aflandsútboðum síðasta árs ef þeir eiga kröfu á ríkið. Í júní í fyrra var 1.688 tilboðum tekið en fjárhæð samþykktra tilboða nam 83 milljörðum króna. Gengið þá var 190 krónur á evruna og var eftirstandandi aflandskrónum komið fyrir á vaxtalitlum reikningum. Hluti snjóhengjunnar var síðan leystur út síðasta föstudag með samkomulagi um kaup á 90 milljörðum af aflandskrónum en þar var gengið 137,5 krónur á evruna. Hefðu þátttakendur í fyrra beðið hefðu þeir fengið um 20 milljörðum meir í sinn hlut. Aflandskrónueignir í lok síðasta mánaðar námu tæplega 200 milljörðum. Eftir að viðskiptin síðasta föstudag gengu í gegn standa eftir um 100 milljarðar króna. Eigendur þeirra króna hafa hafnað tilboðum ríkisins um kaup á krónunum. Helgi Pétur segir stöðuna geta verið flókna því sum fyrirtækjanna sem hafi átt krónurnar séu ef til vill ekki til lengur, heldur hafi þau farið í gegnum gjaldþrotaskipti og mögulega nauðasamninga. „Þetta er flókin staða í mínu tilfelli til dæmis, en hún gæti verið einfaldari í öðrum tilfellum. Þar sem um er að ræða stórar kröfur og fyrirtæki í rekstri,“ segir Helgi Pétur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jóhannes Þór Skúlason gagnrýnir samkomulag við aflandskrónueigendur harðlega. 13. mars 2017 10:37 „Einhverjir eru að fara að fá góða bónusa þökk sé ríkisstjórn Íslands“ Sigmundur Davíð segir að það eigi til að gleymast í umræðunni um aflandskrónurnar að vogunarsjóðirnir keyptu þær í flestu tilfellum á verulegum afslætti af þeim sem urðu fyrir tjóninu við fall bankakerfisins. 13. mars 2017 13:32 Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49 Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jóhannes Þór Skúlason gagnrýnir samkomulag við aflandskrónueigendur harðlega. 13. mars 2017 10:37
„Einhverjir eru að fara að fá góða bónusa þökk sé ríkisstjórn Íslands“ Sigmundur Davíð segir að það eigi til að gleymast í umræðunni um aflandskrónurnar að vogunarsjóðirnir keyptu þær í flestu tilfellum á verulegum afslætti af þeim sem urðu fyrir tjóninu við fall bankakerfisins. 13. mars 2017 13:32
Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49