Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. mars 2017 11:08 Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. Vísir/Pjetur Þann 14. janúar síðastliðinn auglýsti Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar eftir áhugasömum aðilum til að taka Iðnó á leigu undir menningarstarf og annað sem styrkir rekstur hússins. Þrjár umsóknir bárust, frá Iðnó ehf, Reginn hf. og Þóri Bergssyni og René Boonekamp. Matsnefnd, skipuð þeim Signýju Pálsdóttur, Huld Ingimarsdóttur og Grétari Þór Jóhannssyni, lagði til að gengið yrði við samninga við Þóri Bergsson og René Boonekamp. Matsnefnd taldi umsóknina skera sig úr fyrir hve vel hún var unnin. „Þeir sem standa að áætluninni eru annars vegar félagslegur frumkvöðull með alþjóðlega reynslu, og hins vegar íslenskur veitingamaður með fagþekkingu og áralanga reynslu. Þeir hyggjast setja á laggirnar sjálfseignarstofnun (non-profit),“ segir í mati nefndar.Fleiri rými undir menningarstarfsemi Samkvæmt áætlun verða fleiri rými nýtt til menningarstarfsemi en áður hefur verið, en auk sala fyrir viðburði mun Iðnó bjóða upp á vinnurými fyrir skapandi fólk. Í framkvæmdaáætlun er greint á milli þrenns konar hlutverka: Viðburðarými, kaffihús & verönd, og samvinnurými. Iðnó ehf. er sá rekstraraðili sem hefur haft umsjón með starfi Iðnó síðastliðin 16 ár. Í umsókn Iðnó ehf. segir að fyrirhuguð menningarstarfsemi byggir á þeim grunni sem umsækjandi hefur byggt upp sem rekstraraðili Iðnó síðastliðin ár. Í umsókn Iðnó ehf. segir að félagið hafi verið tilbúið að greiða 350 þúsund krónur í leigu á mánuði. Þórir og René munu koma til með að greiða 600 þúsund krónur í leigu. „Umsækjandi hefur myndað góð tengsl og gott samstarf við menningarhópa, hátíðir og aðra viðburði. Umsækjandi leggur upp með að reka Iðnó á sambærilegan hátt og undanfarin ár. Sem framtíðarverkefni nefnir umsækjandi áframhaldandi samstarf við ,,fastagesti” hússins þar sem nefnd eru til sögunnar hátíðir í borginnni, leikhópar, tónlistarskólar, kórar, Bandalag ísl. listamanna, dansfélög ofl. Auk þess eflt samstarf við Leiklistarkonur 50 plús, samstarf við Leikminjasafn Íslands og Tónlistarsafn Íslands um sýningar, Kíton – konur í tónlist, málverkasýningar, sögusýningar og ljósmyndasýningar. Lögð er áhersla á sögulegt gildi hússins og fræðslu eins og með móttöku skólabarna,“ segir í mati nefndar.Vildu kaupa Iðnó Þriðji umsóknaraðilinn var Reginn fasteignafélag. Félagið setti það skilyrði fyrir umsókn sinni að leigusamningurinn innihéldi kaupréttarákvæði þar sem kveðið væri á um kauprétt leigutaka á allri fasteigninni Vonarstræti 3 á tímabilinu 1. september 2018 til 1. september. Þar sem markmið verkefnisins var ekki sala fasteignarinnar þá taldi matsnefnd sig ekki hafa umboð til að mæla með umsókninni að teknu tilliti til framangreindra skilyrða óháð öðrum þáttum umsóknar. Reginn hf lagði til að leiguverð yrði 1.336.200 krónur á mánuði og að horfa yrði á leiguverðið í samhengi við skilyrði umsóknar um kauprétt leigutaka. Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Þann 14. janúar síðastliðinn auglýsti Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar eftir áhugasömum aðilum til að taka Iðnó á leigu undir menningarstarf og annað sem styrkir rekstur hússins. Þrjár umsóknir bárust, frá Iðnó ehf, Reginn hf. og Þóri Bergssyni og René Boonekamp. Matsnefnd, skipuð þeim Signýju Pálsdóttur, Huld Ingimarsdóttur og Grétari Þór Jóhannssyni, lagði til að gengið yrði við samninga við Þóri Bergsson og René Boonekamp. Matsnefnd taldi umsóknina skera sig úr fyrir hve vel hún var unnin. „Þeir sem standa að áætluninni eru annars vegar félagslegur frumkvöðull með alþjóðlega reynslu, og hins vegar íslenskur veitingamaður með fagþekkingu og áralanga reynslu. Þeir hyggjast setja á laggirnar sjálfseignarstofnun (non-profit),“ segir í mati nefndar.Fleiri rými undir menningarstarfsemi Samkvæmt áætlun verða fleiri rými nýtt til menningarstarfsemi en áður hefur verið, en auk sala fyrir viðburði mun Iðnó bjóða upp á vinnurými fyrir skapandi fólk. Í framkvæmdaáætlun er greint á milli þrenns konar hlutverka: Viðburðarými, kaffihús & verönd, og samvinnurými. Iðnó ehf. er sá rekstraraðili sem hefur haft umsjón með starfi Iðnó síðastliðin 16 ár. Í umsókn Iðnó ehf. segir að fyrirhuguð menningarstarfsemi byggir á þeim grunni sem umsækjandi hefur byggt upp sem rekstraraðili Iðnó síðastliðin ár. Í umsókn Iðnó ehf. segir að félagið hafi verið tilbúið að greiða 350 þúsund krónur í leigu á mánuði. Þórir og René munu koma til með að greiða 600 þúsund krónur í leigu. „Umsækjandi hefur myndað góð tengsl og gott samstarf við menningarhópa, hátíðir og aðra viðburði. Umsækjandi leggur upp með að reka Iðnó á sambærilegan hátt og undanfarin ár. Sem framtíðarverkefni nefnir umsækjandi áframhaldandi samstarf við ,,fastagesti” hússins þar sem nefnd eru til sögunnar hátíðir í borginnni, leikhópar, tónlistarskólar, kórar, Bandalag ísl. listamanna, dansfélög ofl. Auk þess eflt samstarf við Leiklistarkonur 50 plús, samstarf við Leikminjasafn Íslands og Tónlistarsafn Íslands um sýningar, Kíton – konur í tónlist, málverkasýningar, sögusýningar og ljósmyndasýningar. Lögð er áhersla á sögulegt gildi hússins og fræðslu eins og með móttöku skólabarna,“ segir í mati nefndar.Vildu kaupa Iðnó Þriðji umsóknaraðilinn var Reginn fasteignafélag. Félagið setti það skilyrði fyrir umsókn sinni að leigusamningurinn innihéldi kaupréttarákvæði þar sem kveðið væri á um kauprétt leigutaka á allri fasteigninni Vonarstræti 3 á tímabilinu 1. september 2018 til 1. september. Þar sem markmið verkefnisins var ekki sala fasteignarinnar þá taldi matsnefnd sig ekki hafa umboð til að mæla með umsókninni að teknu tilliti til framangreindra skilyrða óháð öðrum þáttum umsóknar. Reginn hf lagði til að leiguverð yrði 1.336.200 krónur á mánuði og að horfa yrði á leiguverðið í samhengi við skilyrði umsóknar um kauprétt leigutaka.
Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira