Ríkisstjórnin ætlar að stemma stigu við styrkingu krónunnar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. mars 2017 20:00 Ríkisstjórnin mun síðar í þessum mánuði kynna aðgerðir til að stemma stigu við styrkingu krónunnar. Fjármálaráðherra segir aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu meðal annars koma til skoðunar. Seðlabankastjóri segir að reynist aðgerðir ríkisstjórnarinnar trúverðugar, muni það geta skapað svigrúm til að lækka stýrivexti. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að íslensk útflutningsfyrirtæki væru komin að fótum fram vegna styrkingar krónunnar. Ríkisstjórnin hefur síðustu mánuði haft til skoðunar aðgerðir til að bregðast við þessari styrkingu. Við þá vinnu hefur meðal annars verið unnið á grundvelli niðurstaðna sérfræðihóps sem skilaði greinargerð um samkeppnishæfni þjóðarbúsins í ljósi styrkingar krónunnar til ráðherranefndar um efnahagsmál í byrjun febrúar. Í niðurstöðu hópsins segir um málefni ferðaþjónustunnar að ríkisstjórnin þurfi að taka skýra afstöðu til stýringar, skattlagningar og gjaldtöku.Aukin gjaldtaka í ferðaþjónustu til skoðunarBenedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu meðal annars til skoðunar. „Ég held að það sé gott fyrir greinina að það komi þá fram skýr afstaða um þessi mál. Það er eðlilegt að men skoði það,” segir Benedikt.Gólf á fjárfestingar lífeyrissjóða?Önnur leið til að stemma stigu við styrkingu krónunnar er að setja gólf á fjárfestingar lífeyrissjóða, þ.e. skikka þá með lögum til að fjárfesta ákveðinn hluta af eignum sínum erlendis en fjármálaráðherra segir þetta eina þeirra leiða sem er til skoðunar. „Ég hef rætt við forystumenn lífeyrissjóðanna núna í vikunni og þau eru alveg sammála mér um það að það sé æskilegt að auka erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna,” segir Benedikt. Í dag eru um 22 prósent af heildareignum lífeyrissjóða erlend. „Það má minna á það að það var skýrsla sem þeir gerðu Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson sem að lagði það til að fjárfestingarnar erlendis væru að minnsta kosti 40 prósent. Og ég held að það sé æskilegt að horfa til þess,” segir Benedikt.Aðgerðir kynntar í þessum mánuðiHann segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að stemma stigu við styrkingu krónunnar verði kynntar í þessum mánuði.Er ríkisstjórnin samkvæmt þessu að fara að fella gengi krónunnar? „Það er kannski ekki alveg það sama, að stemma stigu við styrkingu og að fella. Þetta er ekki þannig að men geti handstýrt genginu eins og var hægt fyrir einhverjum áratugum,” segir Benedikt.Gæti skapað svigrúm fyrir lægri vöxtumMár Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að trúverðugar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem stuðla að lækkun á gengi krónunnar, til að mynda varðandi ferðaþjónustuna og aga í ríkisfjármálum, gætu skipt sköpum. „Þá getur vel verið að það skapi svigrúm fyrir lægri vöxtum,” segir Már Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Ríkisstjórnin mun síðar í þessum mánuði kynna aðgerðir til að stemma stigu við styrkingu krónunnar. Fjármálaráðherra segir aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu meðal annars koma til skoðunar. Seðlabankastjóri segir að reynist aðgerðir ríkisstjórnarinnar trúverðugar, muni það geta skapað svigrúm til að lækka stýrivexti. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að íslensk útflutningsfyrirtæki væru komin að fótum fram vegna styrkingar krónunnar. Ríkisstjórnin hefur síðustu mánuði haft til skoðunar aðgerðir til að bregðast við þessari styrkingu. Við þá vinnu hefur meðal annars verið unnið á grundvelli niðurstaðna sérfræðihóps sem skilaði greinargerð um samkeppnishæfni þjóðarbúsins í ljósi styrkingar krónunnar til ráðherranefndar um efnahagsmál í byrjun febrúar. Í niðurstöðu hópsins segir um málefni ferðaþjónustunnar að ríkisstjórnin þurfi að taka skýra afstöðu til stýringar, skattlagningar og gjaldtöku.Aukin gjaldtaka í ferðaþjónustu til skoðunarBenedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu meðal annars til skoðunar. „Ég held að það sé gott fyrir greinina að það komi þá fram skýr afstaða um þessi mál. Það er eðlilegt að men skoði það,” segir Benedikt.Gólf á fjárfestingar lífeyrissjóða?Önnur leið til að stemma stigu við styrkingu krónunnar er að setja gólf á fjárfestingar lífeyrissjóða, þ.e. skikka þá með lögum til að fjárfesta ákveðinn hluta af eignum sínum erlendis en fjármálaráðherra segir þetta eina þeirra leiða sem er til skoðunar. „Ég hef rætt við forystumenn lífeyrissjóðanna núna í vikunni og þau eru alveg sammála mér um það að það sé æskilegt að auka erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna,” segir Benedikt. Í dag eru um 22 prósent af heildareignum lífeyrissjóða erlend. „Það má minna á það að það var skýrsla sem þeir gerðu Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson sem að lagði það til að fjárfestingarnar erlendis væru að minnsta kosti 40 prósent. Og ég held að það sé æskilegt að horfa til þess,” segir Benedikt.Aðgerðir kynntar í þessum mánuðiHann segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að stemma stigu við styrkingu krónunnar verði kynntar í þessum mánuði.Er ríkisstjórnin samkvæmt þessu að fara að fella gengi krónunnar? „Það er kannski ekki alveg það sama, að stemma stigu við styrkingu og að fella. Þetta er ekki þannig að men geti handstýrt genginu eins og var hægt fyrir einhverjum áratugum,” segir Benedikt.Gæti skapað svigrúm fyrir lægri vöxtumMár Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að trúverðugar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem stuðla að lækkun á gengi krónunnar, til að mynda varðandi ferðaþjónustuna og aga í ríkisfjármálum, gætu skipt sköpum. „Þá getur vel verið að það skapi svigrúm fyrir lægri vöxtum,” segir Már
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira