Már Guðmundsson: Útilokar ekki að hverfa úr embætti áður en skipunartíma lýkur Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 19. mars 2017 13:28 Tilkynnt var um afnám gjaldeyrishafta á blaðamannafundi í síðustu viku. Vísir/Eyþór Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að hann hafi ekki tekið ákvörðun um hvort hann muni klára skipunartíma sinn í starfi seðlabankastjóra. Hann vonist þó til þess að geta komist til starfa erlendis á næstunni. Þetta sagði Már í samtali við Gunnar Atla Gunnarsson í hádegisfréttum Bylgjunnar. Már var skipaður í embætti seðlabankastjóra í ágúst 2009 en hann tók við af Davíð Oddssyni sem hafði setið í embætti frá 2005. Hann var endurskipaður til fimm ára í ágúst 2014. Í skipunarbréfi Más vakti þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra athygli á því að hafin væri vinna við heildarendurskoðun laga um Seðlabankann og að sú skoðun gæti haft í för með sér að endurráðið yrði í yfirstjórn bankans. Már sendi frá sér yfirlýsingu af þessu tilefni. Hann teldi rétt að upplýsa að hann hefði um nokkurra ára skeið haft hug á að skoða möguleikann á að hefja á ný störf erlendis áður en aldursmörk hamli honum um of en hann er 63 ára gamall. Áður en Már tók við embætti seðlabankastjóra gengdi hann starfi aðstoðarframkvæmdarstjóra peningamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss. Í yfirlýsingu sinni sagði Már að honum þætti ekki heppilegt að söðla um í starfi nú, í ljósi ástandsins og verkefnastöðunnar í Seðlabankanum en að hans mati á enn eftir að klára mörg stór mál, meðal annars varðandi afnám fjármagnshafta. „Ég hef engan tíma haft til þess að hugsa um þetta á neinn hátt. Kannski kemur hann í framhaldinu. En ég lít líka mjög til þess að það á eftir að klára að setja þessar varúðarreglur sem við töluðum um að ættu að vera hluti af þessum pakka og það á að sama skapi eftir að klára að endurskoða peningastefnuna. Svo verður þetta bara að koma í ljós,“ sagði Már. Samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands er seðlabankastjóri skipaður til fimm ára í senn en aðeins er hægt að skipa sama mann seðlabankastjóra eða aðstoðarseðlabankastjóra tvisvar sinnum. Ef Már lætur ekki verða af því að hverfa úr embætti seðlabankastjóra mun skipunartíma hans því ljúka í ágúst 2019. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að hann hafi ekki tekið ákvörðun um hvort hann muni klára skipunartíma sinn í starfi seðlabankastjóra. Hann vonist þó til þess að geta komist til starfa erlendis á næstunni. Þetta sagði Már í samtali við Gunnar Atla Gunnarsson í hádegisfréttum Bylgjunnar. Már var skipaður í embætti seðlabankastjóra í ágúst 2009 en hann tók við af Davíð Oddssyni sem hafði setið í embætti frá 2005. Hann var endurskipaður til fimm ára í ágúst 2014. Í skipunarbréfi Más vakti þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra athygli á því að hafin væri vinna við heildarendurskoðun laga um Seðlabankann og að sú skoðun gæti haft í för með sér að endurráðið yrði í yfirstjórn bankans. Már sendi frá sér yfirlýsingu af þessu tilefni. Hann teldi rétt að upplýsa að hann hefði um nokkurra ára skeið haft hug á að skoða möguleikann á að hefja á ný störf erlendis áður en aldursmörk hamli honum um of en hann er 63 ára gamall. Áður en Már tók við embætti seðlabankastjóra gengdi hann starfi aðstoðarframkvæmdarstjóra peningamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss. Í yfirlýsingu sinni sagði Már að honum þætti ekki heppilegt að söðla um í starfi nú, í ljósi ástandsins og verkefnastöðunnar í Seðlabankanum en að hans mati á enn eftir að klára mörg stór mál, meðal annars varðandi afnám fjármagnshafta. „Ég hef engan tíma haft til þess að hugsa um þetta á neinn hátt. Kannski kemur hann í framhaldinu. En ég lít líka mjög til þess að það á eftir að klára að setja þessar varúðarreglur sem við töluðum um að ættu að vera hluti af þessum pakka og það á að sama skapi eftir að klára að endurskoða peningastefnuna. Svo verður þetta bara að koma í ljós,“ sagði Már. Samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands er seðlabankastjóri skipaður til fimm ára í senn en aðeins er hægt að skipa sama mann seðlabankastjóra eða aðstoðarseðlabankastjóra tvisvar sinnum. Ef Már lætur ekki verða af því að hverfa úr embætti seðlabankastjóra mun skipunartíma hans því ljúka í ágúst 2019.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira