Már Guðmundsson: Útilokar ekki að hverfa úr embætti áður en skipunartíma lýkur Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 19. mars 2017 13:28 Tilkynnt var um afnám gjaldeyrishafta á blaðamannafundi í síðustu viku. Vísir/Eyþór Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að hann hafi ekki tekið ákvörðun um hvort hann muni klára skipunartíma sinn í starfi seðlabankastjóra. Hann vonist þó til þess að geta komist til starfa erlendis á næstunni. Þetta sagði Már í samtali við Gunnar Atla Gunnarsson í hádegisfréttum Bylgjunnar. Már var skipaður í embætti seðlabankastjóra í ágúst 2009 en hann tók við af Davíð Oddssyni sem hafði setið í embætti frá 2005. Hann var endurskipaður til fimm ára í ágúst 2014. Í skipunarbréfi Más vakti þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra athygli á því að hafin væri vinna við heildarendurskoðun laga um Seðlabankann og að sú skoðun gæti haft í för með sér að endurráðið yrði í yfirstjórn bankans. Már sendi frá sér yfirlýsingu af þessu tilefni. Hann teldi rétt að upplýsa að hann hefði um nokkurra ára skeið haft hug á að skoða möguleikann á að hefja á ný störf erlendis áður en aldursmörk hamli honum um of en hann er 63 ára gamall. Áður en Már tók við embætti seðlabankastjóra gengdi hann starfi aðstoðarframkvæmdarstjóra peningamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss. Í yfirlýsingu sinni sagði Már að honum þætti ekki heppilegt að söðla um í starfi nú, í ljósi ástandsins og verkefnastöðunnar í Seðlabankanum en að hans mati á enn eftir að klára mörg stór mál, meðal annars varðandi afnám fjármagnshafta. „Ég hef engan tíma haft til þess að hugsa um þetta á neinn hátt. Kannski kemur hann í framhaldinu. En ég lít líka mjög til þess að það á eftir að klára að setja þessar varúðarreglur sem við töluðum um að ættu að vera hluti af þessum pakka og það á að sama skapi eftir að klára að endurskoða peningastefnuna. Svo verður þetta bara að koma í ljós,“ sagði Már. Samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands er seðlabankastjóri skipaður til fimm ára í senn en aðeins er hægt að skipa sama mann seðlabankastjóra eða aðstoðarseðlabankastjóra tvisvar sinnum. Ef Már lætur ekki verða af því að hverfa úr embætti seðlabankastjóra mun skipunartíma hans því ljúka í ágúst 2019. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að hann hafi ekki tekið ákvörðun um hvort hann muni klára skipunartíma sinn í starfi seðlabankastjóra. Hann vonist þó til þess að geta komist til starfa erlendis á næstunni. Þetta sagði Már í samtali við Gunnar Atla Gunnarsson í hádegisfréttum Bylgjunnar. Már var skipaður í embætti seðlabankastjóra í ágúst 2009 en hann tók við af Davíð Oddssyni sem hafði setið í embætti frá 2005. Hann var endurskipaður til fimm ára í ágúst 2014. Í skipunarbréfi Más vakti þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra athygli á því að hafin væri vinna við heildarendurskoðun laga um Seðlabankann og að sú skoðun gæti haft í för með sér að endurráðið yrði í yfirstjórn bankans. Már sendi frá sér yfirlýsingu af þessu tilefni. Hann teldi rétt að upplýsa að hann hefði um nokkurra ára skeið haft hug á að skoða möguleikann á að hefja á ný störf erlendis áður en aldursmörk hamli honum um of en hann er 63 ára gamall. Áður en Már tók við embætti seðlabankastjóra gengdi hann starfi aðstoðarframkvæmdarstjóra peningamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss. Í yfirlýsingu sinni sagði Már að honum þætti ekki heppilegt að söðla um í starfi nú, í ljósi ástandsins og verkefnastöðunnar í Seðlabankanum en að hans mati á enn eftir að klára mörg stór mál, meðal annars varðandi afnám fjármagnshafta. „Ég hef engan tíma haft til þess að hugsa um þetta á neinn hátt. Kannski kemur hann í framhaldinu. En ég lít líka mjög til þess að það á eftir að klára að setja þessar varúðarreglur sem við töluðum um að ættu að vera hluti af þessum pakka og það á að sama skapi eftir að klára að endurskoða peningastefnuna. Svo verður þetta bara að koma í ljós,“ sagði Már. Samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands er seðlabankastjóri skipaður til fimm ára í senn en aðeins er hægt að skipa sama mann seðlabankastjóra eða aðstoðarseðlabankastjóra tvisvar sinnum. Ef Már lætur ekki verða af því að hverfa úr embætti seðlabankastjóra mun skipunartíma hans því ljúka í ágúst 2019.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira