Borgun: Ekki rétt að stóraukin umsvif utanlands tengist vafasömum viðskiptum sem aðrir vilji ekki sinna Atli Ísleifsson skrifar 1. mars 2017 17:52 Málið varðar lög um eftirlit með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Vísir/Ernir Borgun segir að ranglega hafi verið fullyrt að stóraukin umsvif Borgunar utanlands tengist vafasömum viðskiptum sem önnur kortafyrirtæki vilji ekki sinna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu, en greint hefur verið frá að Fjármálaeftirlitið hafi vísað máli tengdu Borgun til héraðssaksóknara í tengslum við athugun og síðar athugasemdir við verklag og eftirlit vegna áreiðanleikakannana á erlendum viðskiptavinum. Fjármálaeftirlitið sendi á föstudag frá sér tilkynningu um niðurstöðu athugunar á eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Borgun. Í tilkynningu FME frá því á föstudag segir að stofnunin hafi í kjölfarið farið fram á að Borgun myndi slíta viðskiptasambandi við fyrirtæki sem hefðu ekki verið könnuð.Telur sig hafa framkvæmt áreiðanleikakannir samkvæmt verklagshefð „Borgun telur sig hafa framkvæmt áreiðanleikakannir á viðskiptavinum samkvæmt verklagshefð á Evrópska efnahagssvæðinu þegar sambærileg viðskipti eru annars vegar. FME hefur hins vegar gert athugasemdir við hvernig gagna hefur verið aflað og hvernig áreiðanleiki þeirra hefur verið tryggður. Borgun tekur athugasemdum FME alvarlega eins og fram kom í yfirlýsingu Borgunar sl. föstudag. Fyrirtækið mun tryggja í samstarfi við FME að starfsemin fullnægi ítrustu skilyrðum laga m.t.t. könnunar á áreiðanleika viðskiptamanna og skyldum þáttum. Unnið er að innleiðingu þeirra ráðstafana, sem Borgun þarf að grípa til, og stefnt er að því að allri vinnu af hálfu Borgunar til að uppfylla kröfur FME um úrbætur verði lokið innan tveggja mánaða. Rangt er að Borgun hafi ekki framfylgt fyrirmælum FME. Borgun hefur þegar sagt upp öllum viðskiptum sem FME gerði kröfu um að yrði sagt upp. Ranglega hefur verið fullyrt að stóraukin umsvif Borgunar utanlands tengist vafasömum viðskiptum sem önnur kortafyrirtæki vilji ekki sinna. Borgun hefur starfað á alþjóðlegum greiðslumiðlunarmarkaði frá því um árið 2000. Viðskiptin hafa vaxið jafnt og þétt á síðustu árum. Fyrir utan hefðbundna smásöluverslun þá vegur enginn einstakur viðskiptaflokkur meira en um það bil 2% af heildarviðskiptum Borgunar. Áhættan af viðskiptaflokkum er mismikil og af mismunandi ástæðum, svo sem endurkröfuáhætta, orðsporsáhætta og uppgjörsáhætta. Borgun uppfyllir öll skilyrði alþjóðlegu kortafélaganna í starfsemi sinni. Á undanförnum árum hefur Borgun lagt megin áherslu utan Íslands á almenna smásöluverslun í Ungverjalandi, Tékklandi og Bretlandi, auk sérhæfðrar greiðslumiðlunar svo sem sjálfsala og fleira. Borgun þjónar nú þúsundum viðskiptavina á þessum svæðum og u.þ.b. 25 þúsund sjálfsölum í Evrópu,“ segir í yfirlýsingunni. Tengdar fréttir FME vísar máli Borgunar til héraðssaksóknara Málið varðar lög um eftirlit með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 28. febrúar 2017 13:20 Borgun sinnti ekki tilmælum FME um að slíta samningum við "vafasöm“ fyrirtæki Áður en Fjármálaeftirlitið kærði Borgun hf. til héraðssaksóknara vegna máls sem varðar eftirlit með peningaþvætti hafði eftirlitið beint þeim tilmælum til Borgunar að slíta sambandi við viðskiptavini sem höfðu ekki verið kannaðir með tilliti til áreiðanleika. Borgun sinnti ekki þessum kröfum FME og því var málinu vísað til saksóknara. 28. febrúar 2017 19:00 FME krefst þess að Borgun breyti verklagi og herði eftirlit Fjármálaeftirlitið (FME) gerði athugasemdir við verklag og eftirlit vegna viðskipta við nokkra af viðskiptavinum greiðslukortafyrirtækisins Borgunar hf. á erlendum mörkuðum. 24. febrúar 2017 08:47 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Borgun segir að ranglega hafi verið fullyrt að stóraukin umsvif Borgunar utanlands tengist vafasömum viðskiptum sem önnur kortafyrirtæki vilji ekki sinna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu, en greint hefur verið frá að Fjármálaeftirlitið hafi vísað máli tengdu Borgun til héraðssaksóknara í tengslum við athugun og síðar athugasemdir við verklag og eftirlit vegna áreiðanleikakannana á erlendum viðskiptavinum. Fjármálaeftirlitið sendi á föstudag frá sér tilkynningu um niðurstöðu athugunar á eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Borgun. Í tilkynningu FME frá því á föstudag segir að stofnunin hafi í kjölfarið farið fram á að Borgun myndi slíta viðskiptasambandi við fyrirtæki sem hefðu ekki verið könnuð.Telur sig hafa framkvæmt áreiðanleikakannir samkvæmt verklagshefð „Borgun telur sig hafa framkvæmt áreiðanleikakannir á viðskiptavinum samkvæmt verklagshefð á Evrópska efnahagssvæðinu þegar sambærileg viðskipti eru annars vegar. FME hefur hins vegar gert athugasemdir við hvernig gagna hefur verið aflað og hvernig áreiðanleiki þeirra hefur verið tryggður. Borgun tekur athugasemdum FME alvarlega eins og fram kom í yfirlýsingu Borgunar sl. föstudag. Fyrirtækið mun tryggja í samstarfi við FME að starfsemin fullnægi ítrustu skilyrðum laga m.t.t. könnunar á áreiðanleika viðskiptamanna og skyldum þáttum. Unnið er að innleiðingu þeirra ráðstafana, sem Borgun þarf að grípa til, og stefnt er að því að allri vinnu af hálfu Borgunar til að uppfylla kröfur FME um úrbætur verði lokið innan tveggja mánaða. Rangt er að Borgun hafi ekki framfylgt fyrirmælum FME. Borgun hefur þegar sagt upp öllum viðskiptum sem FME gerði kröfu um að yrði sagt upp. Ranglega hefur verið fullyrt að stóraukin umsvif Borgunar utanlands tengist vafasömum viðskiptum sem önnur kortafyrirtæki vilji ekki sinna. Borgun hefur starfað á alþjóðlegum greiðslumiðlunarmarkaði frá því um árið 2000. Viðskiptin hafa vaxið jafnt og þétt á síðustu árum. Fyrir utan hefðbundna smásöluverslun þá vegur enginn einstakur viðskiptaflokkur meira en um það bil 2% af heildarviðskiptum Borgunar. Áhættan af viðskiptaflokkum er mismikil og af mismunandi ástæðum, svo sem endurkröfuáhætta, orðsporsáhætta og uppgjörsáhætta. Borgun uppfyllir öll skilyrði alþjóðlegu kortafélaganna í starfsemi sinni. Á undanförnum árum hefur Borgun lagt megin áherslu utan Íslands á almenna smásöluverslun í Ungverjalandi, Tékklandi og Bretlandi, auk sérhæfðrar greiðslumiðlunar svo sem sjálfsala og fleira. Borgun þjónar nú þúsundum viðskiptavina á þessum svæðum og u.þ.b. 25 þúsund sjálfsölum í Evrópu,“ segir í yfirlýsingunni.
Tengdar fréttir FME vísar máli Borgunar til héraðssaksóknara Málið varðar lög um eftirlit með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 28. febrúar 2017 13:20 Borgun sinnti ekki tilmælum FME um að slíta samningum við "vafasöm“ fyrirtæki Áður en Fjármálaeftirlitið kærði Borgun hf. til héraðssaksóknara vegna máls sem varðar eftirlit með peningaþvætti hafði eftirlitið beint þeim tilmælum til Borgunar að slíta sambandi við viðskiptavini sem höfðu ekki verið kannaðir með tilliti til áreiðanleika. Borgun sinnti ekki þessum kröfum FME og því var málinu vísað til saksóknara. 28. febrúar 2017 19:00 FME krefst þess að Borgun breyti verklagi og herði eftirlit Fjármálaeftirlitið (FME) gerði athugasemdir við verklag og eftirlit vegna viðskipta við nokkra af viðskiptavinum greiðslukortafyrirtækisins Borgunar hf. á erlendum mörkuðum. 24. febrúar 2017 08:47 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
FME vísar máli Borgunar til héraðssaksóknara Málið varðar lög um eftirlit með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 28. febrúar 2017 13:20
Borgun sinnti ekki tilmælum FME um að slíta samningum við "vafasöm“ fyrirtæki Áður en Fjármálaeftirlitið kærði Borgun hf. til héraðssaksóknara vegna máls sem varðar eftirlit með peningaþvætti hafði eftirlitið beint þeim tilmælum til Borgunar að slíta sambandi við viðskiptavini sem höfðu ekki verið kannaðir með tilliti til áreiðanleika. Borgun sinnti ekki þessum kröfum FME og því var málinu vísað til saksóknara. 28. febrúar 2017 19:00
FME krefst þess að Borgun breyti verklagi og herði eftirlit Fjármálaeftirlitið (FME) gerði athugasemdir við verklag og eftirlit vegna viðskipta við nokkra af viðskiptavinum greiðslukortafyrirtækisins Borgunar hf. á erlendum mörkuðum. 24. febrúar 2017 08:47