Borgun: Ekki rétt að stóraukin umsvif utanlands tengist vafasömum viðskiptum sem aðrir vilji ekki sinna Atli Ísleifsson skrifar 1. mars 2017 17:52 Málið varðar lög um eftirlit með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Vísir/Ernir Borgun segir að ranglega hafi verið fullyrt að stóraukin umsvif Borgunar utanlands tengist vafasömum viðskiptum sem önnur kortafyrirtæki vilji ekki sinna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu, en greint hefur verið frá að Fjármálaeftirlitið hafi vísað máli tengdu Borgun til héraðssaksóknara í tengslum við athugun og síðar athugasemdir við verklag og eftirlit vegna áreiðanleikakannana á erlendum viðskiptavinum. Fjármálaeftirlitið sendi á föstudag frá sér tilkynningu um niðurstöðu athugunar á eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Borgun. Í tilkynningu FME frá því á föstudag segir að stofnunin hafi í kjölfarið farið fram á að Borgun myndi slíta viðskiptasambandi við fyrirtæki sem hefðu ekki verið könnuð.Telur sig hafa framkvæmt áreiðanleikakannir samkvæmt verklagshefð „Borgun telur sig hafa framkvæmt áreiðanleikakannir á viðskiptavinum samkvæmt verklagshefð á Evrópska efnahagssvæðinu þegar sambærileg viðskipti eru annars vegar. FME hefur hins vegar gert athugasemdir við hvernig gagna hefur verið aflað og hvernig áreiðanleiki þeirra hefur verið tryggður. Borgun tekur athugasemdum FME alvarlega eins og fram kom í yfirlýsingu Borgunar sl. föstudag. Fyrirtækið mun tryggja í samstarfi við FME að starfsemin fullnægi ítrustu skilyrðum laga m.t.t. könnunar á áreiðanleika viðskiptamanna og skyldum þáttum. Unnið er að innleiðingu þeirra ráðstafana, sem Borgun þarf að grípa til, og stefnt er að því að allri vinnu af hálfu Borgunar til að uppfylla kröfur FME um úrbætur verði lokið innan tveggja mánaða. Rangt er að Borgun hafi ekki framfylgt fyrirmælum FME. Borgun hefur þegar sagt upp öllum viðskiptum sem FME gerði kröfu um að yrði sagt upp. Ranglega hefur verið fullyrt að stóraukin umsvif Borgunar utanlands tengist vafasömum viðskiptum sem önnur kortafyrirtæki vilji ekki sinna. Borgun hefur starfað á alþjóðlegum greiðslumiðlunarmarkaði frá því um árið 2000. Viðskiptin hafa vaxið jafnt og þétt á síðustu árum. Fyrir utan hefðbundna smásöluverslun þá vegur enginn einstakur viðskiptaflokkur meira en um það bil 2% af heildarviðskiptum Borgunar. Áhættan af viðskiptaflokkum er mismikil og af mismunandi ástæðum, svo sem endurkröfuáhætta, orðsporsáhætta og uppgjörsáhætta. Borgun uppfyllir öll skilyrði alþjóðlegu kortafélaganna í starfsemi sinni. Á undanförnum árum hefur Borgun lagt megin áherslu utan Íslands á almenna smásöluverslun í Ungverjalandi, Tékklandi og Bretlandi, auk sérhæfðrar greiðslumiðlunar svo sem sjálfsala og fleira. Borgun þjónar nú þúsundum viðskiptavina á þessum svæðum og u.þ.b. 25 þúsund sjálfsölum í Evrópu,“ segir í yfirlýsingunni. Tengdar fréttir FME vísar máli Borgunar til héraðssaksóknara Málið varðar lög um eftirlit með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 28. febrúar 2017 13:20 Borgun sinnti ekki tilmælum FME um að slíta samningum við "vafasöm“ fyrirtæki Áður en Fjármálaeftirlitið kærði Borgun hf. til héraðssaksóknara vegna máls sem varðar eftirlit með peningaþvætti hafði eftirlitið beint þeim tilmælum til Borgunar að slíta sambandi við viðskiptavini sem höfðu ekki verið kannaðir með tilliti til áreiðanleika. Borgun sinnti ekki þessum kröfum FME og því var málinu vísað til saksóknara. 28. febrúar 2017 19:00 FME krefst þess að Borgun breyti verklagi og herði eftirlit Fjármálaeftirlitið (FME) gerði athugasemdir við verklag og eftirlit vegna viðskipta við nokkra af viðskiptavinum greiðslukortafyrirtækisins Borgunar hf. á erlendum mörkuðum. 24. febrúar 2017 08:47 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Borgun segir að ranglega hafi verið fullyrt að stóraukin umsvif Borgunar utanlands tengist vafasömum viðskiptum sem önnur kortafyrirtæki vilji ekki sinna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu, en greint hefur verið frá að Fjármálaeftirlitið hafi vísað máli tengdu Borgun til héraðssaksóknara í tengslum við athugun og síðar athugasemdir við verklag og eftirlit vegna áreiðanleikakannana á erlendum viðskiptavinum. Fjármálaeftirlitið sendi á föstudag frá sér tilkynningu um niðurstöðu athugunar á eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Borgun. Í tilkynningu FME frá því á föstudag segir að stofnunin hafi í kjölfarið farið fram á að Borgun myndi slíta viðskiptasambandi við fyrirtæki sem hefðu ekki verið könnuð.Telur sig hafa framkvæmt áreiðanleikakannir samkvæmt verklagshefð „Borgun telur sig hafa framkvæmt áreiðanleikakannir á viðskiptavinum samkvæmt verklagshefð á Evrópska efnahagssvæðinu þegar sambærileg viðskipti eru annars vegar. FME hefur hins vegar gert athugasemdir við hvernig gagna hefur verið aflað og hvernig áreiðanleiki þeirra hefur verið tryggður. Borgun tekur athugasemdum FME alvarlega eins og fram kom í yfirlýsingu Borgunar sl. föstudag. Fyrirtækið mun tryggja í samstarfi við FME að starfsemin fullnægi ítrustu skilyrðum laga m.t.t. könnunar á áreiðanleika viðskiptamanna og skyldum þáttum. Unnið er að innleiðingu þeirra ráðstafana, sem Borgun þarf að grípa til, og stefnt er að því að allri vinnu af hálfu Borgunar til að uppfylla kröfur FME um úrbætur verði lokið innan tveggja mánaða. Rangt er að Borgun hafi ekki framfylgt fyrirmælum FME. Borgun hefur þegar sagt upp öllum viðskiptum sem FME gerði kröfu um að yrði sagt upp. Ranglega hefur verið fullyrt að stóraukin umsvif Borgunar utanlands tengist vafasömum viðskiptum sem önnur kortafyrirtæki vilji ekki sinna. Borgun hefur starfað á alþjóðlegum greiðslumiðlunarmarkaði frá því um árið 2000. Viðskiptin hafa vaxið jafnt og þétt á síðustu árum. Fyrir utan hefðbundna smásöluverslun þá vegur enginn einstakur viðskiptaflokkur meira en um það bil 2% af heildarviðskiptum Borgunar. Áhættan af viðskiptaflokkum er mismikil og af mismunandi ástæðum, svo sem endurkröfuáhætta, orðsporsáhætta og uppgjörsáhætta. Borgun uppfyllir öll skilyrði alþjóðlegu kortafélaganna í starfsemi sinni. Á undanförnum árum hefur Borgun lagt megin áherslu utan Íslands á almenna smásöluverslun í Ungverjalandi, Tékklandi og Bretlandi, auk sérhæfðrar greiðslumiðlunar svo sem sjálfsala og fleira. Borgun þjónar nú þúsundum viðskiptavina á þessum svæðum og u.þ.b. 25 þúsund sjálfsölum í Evrópu,“ segir í yfirlýsingunni.
Tengdar fréttir FME vísar máli Borgunar til héraðssaksóknara Málið varðar lög um eftirlit með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 28. febrúar 2017 13:20 Borgun sinnti ekki tilmælum FME um að slíta samningum við "vafasöm“ fyrirtæki Áður en Fjármálaeftirlitið kærði Borgun hf. til héraðssaksóknara vegna máls sem varðar eftirlit með peningaþvætti hafði eftirlitið beint þeim tilmælum til Borgunar að slíta sambandi við viðskiptavini sem höfðu ekki verið kannaðir með tilliti til áreiðanleika. Borgun sinnti ekki þessum kröfum FME og því var málinu vísað til saksóknara. 28. febrúar 2017 19:00 FME krefst þess að Borgun breyti verklagi og herði eftirlit Fjármálaeftirlitið (FME) gerði athugasemdir við verklag og eftirlit vegna viðskipta við nokkra af viðskiptavinum greiðslukortafyrirtækisins Borgunar hf. á erlendum mörkuðum. 24. febrúar 2017 08:47 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
FME vísar máli Borgunar til héraðssaksóknara Málið varðar lög um eftirlit með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 28. febrúar 2017 13:20
Borgun sinnti ekki tilmælum FME um að slíta samningum við "vafasöm“ fyrirtæki Áður en Fjármálaeftirlitið kærði Borgun hf. til héraðssaksóknara vegna máls sem varðar eftirlit með peningaþvætti hafði eftirlitið beint þeim tilmælum til Borgunar að slíta sambandi við viðskiptavini sem höfðu ekki verið kannaðir með tilliti til áreiðanleika. Borgun sinnti ekki þessum kröfum FME og því var málinu vísað til saksóknara. 28. febrúar 2017 19:00
FME krefst þess að Borgun breyti verklagi og herði eftirlit Fjármálaeftirlitið (FME) gerði athugasemdir við verklag og eftirlit vegna viðskipta við nokkra af viðskiptavinum greiðslukortafyrirtækisins Borgunar hf. á erlendum mörkuðum. 24. febrúar 2017 08:47