Vandamálin verða ekki leyst með því að henda meiri peningum í óbreytt kerfi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. mars 2017 12:57 "Það getur ekki talist annað en gríðarlegt efnahagslegt jafnt sem þjóðfélagslegt vandamál – sem verður ekki leyst með því að setja meira fjármagn inn í óbreytt kerfi.“ Vísir/ÞÞ Um 97% íslenskra ungmenna hefja framhaldsskólanám strax að loknum grunnskóla hér á landi, en aðeins 45% ljúka því á tilskildum tíma, eða fjórum árum, og aðeins 58% hafa lokið náminu á sex árum. Þetta á við um bæði kynin. Tölurnar eru mun verri fyrir pilta en aðeins 38% þeirra ljúka framhaldsskólanámi á 4 árum og 52% á sex árum. Þessa tölfræði rifjar Ásgeir Jónsson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, upp í pistli sínum á vefsíðu Virðingar. Um er að ræða niðurstöðu úr úttekt sem hann vann árið 2015 fyrir Menntamálaráðuneytið á styttingu framhaldsnáms úr fjórum árum í þrjú ár. Samanburður við nágrannalöndin sló hann. Sambærilegar tölur fyrir Finnland og Svíþjóð eru þannig að 71-72% ungmenna ljúka framhaldsskólanámi á þremur árum og 80-82%% á fimm árum og nær enginn munur á útskriftarhlutfalli pilta og stúlkna. Kostnaður við rekstur framhaldsskóla hér og á Norðurlöndunum er hins vegar sambærilegur að sögn Ásgeirs. Tilefni skrifa Ásgeirs eru verkefni hins opinbera, þ.e. hvað eigi að vera á ábyrgð ríkis og hvað heyri betur undir einkarestur. Stjórnmálaumræðan hér á landi snúi of mikið um markmið en lítið um framkvæmdina. Af 455 sem útskrifuðust úr Háskóla Íslands í febrúar voru 126 karlar, eða rúmlega fjórðungur. „Það getur ekki talist annað en gríðarlegt efnahagslegt jafnt sem þjóðfélagslegt vandamál – sem verður ekki leyst með því að setja meira fjármagn inn í óbreytt kerfi.“Jón Atli Benediktsson, rekstor við Háskóla Íslands, ræddi kynjaskiptinguna í kvöldfréttum Stöðar 2 á dögunum en fréttina má sjá hér að neðan.Má segja að það sé rauði þráðurinn í pistli Ásgeirs, að of mikið sé einblínt á það hvað hlutir kosti (hve miklir peningar séu settir í verkefni) en ekki hve miklu peningarnir skili.87 þúsund Íslendingar ósammála Það viðhorf virðist ríkjandi hérlendis að fjáreyðsla samsvari ávallt árangri eða gæðum. Þannig að ef auknu fé sé eytt í einhvern málaflokk þá muni það sjálfkrafa skila bæði meiri og betri þjónustu segir Ásgeir. Bendir hann á undirskriftasöfnunina „Endurreisum heilbrigðiskerfið“ máli sínu til stuðnings. Þar var markmiðið að ellefu prósent landsframleiðsunnar skyldi varið til heilbrigðismála en Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hratt söfnuninni af stað. „Fyrir utan þá staðreynd að landsframleiðslan er á stöðugri hreyfingu eftir gangi hagsveiflunnar– þá eru það útgjöldin en ekki afköstin sem eru notuð sem viðmið. Sá sem hér ritar telur það mjög öfugsnúið að meta gæði og árangur rekstrar – stofnunar eða fyrirtækis – eftir því hve mikinn pening hann kostar en ekki hverju hann skilar – en samkvæmt vefsíðunni https://www.endurreisn.is/ er 86.761 Íslendingur honum ósammála.“Skattstofnar á Íslandi að mestu fullnýttir Þá kemur Ásgeir inn á þá skoðun að lítið mál sé að bregðast megi við stöðu mála í heilbrigðis-, velferðar- og menntamálum með því að sækja nýtt fjármagn með nýjum sköttum á fyrirtæki og/eða ríka fólkið. „Þessir skattar virðast veita mörgum hugmyndafræðilega örvun – en ljóst er að þeir skila takmörkuðum tekjum. Jafnvel má færa rök fyrir því að sumir þessara skatta – s.s. hátekjuskattar og auðlegðarskattar – rýri skattstofninn með því að draga úr hvata til vinnu og sparnaðar auk þess að leiða til fjármagnsflótta,“ segir Ásgeir. „Sannleikurinn er sá að íslenskir skattstofnar eru að mestu fullnýttir.“ Telur Ásgeir að Íslendingar megi læra af frændum sínum á Norðurlöndunum er varðar endurskipulagningu á opinberri þjónustu með það að markmiði að auka skilvirkni hennar, meðal annars með því að flytja hluta hennar á hendur einkaaðila. „Hér mættu Íslendingar draga lærdóm af. Raunar er löng og rík hefð fyrir því hérlendis að einkaaðilar sinni ýmis konar velferðarþjónustu með miklum ágætum. Jafnvel má halda því fram að öll besta almannaþjónustan á Íslandi sé skipulögð af frjálsum félagasamtökum – eða grasrótarsamtökum.“ Nefnir Ásgeir SÁÁ, Krabbameinsfélagið, Hjálparsveitirnar, Læknavaktina og Sjómannadagsráð sem dæmi.Risavaxtin stytta af Mao var reist í Kína í fyrra. Hún var þó tekin niður nokkru síðar vegna skorts á tilskyldum leyfum.vísir/afpLeyfði kapitalisma í kommúnistaríki „Það er heldur ekki ýkja langt síðan að stór hluti heilbrigðisþjónustunnar var skipulagður af kaþólsku kirkjunni! Í því ljósi er mjög undarlegt að Íslendingar virðast vera svo forstokkaðir þegar rætt er um aðkomu annarra aðila en hins opinbera að veitingu almannaþjónustu. Það hlýtur því brátt að fara að koma að því að íslenskt stjórnmálafólk hætti að þræta um svarta og hvíta ketti og fari að huga að músaveiðunum sjálfum.“ Enda skipti ekki máli hvort kötturinn sé hvítur eða svartur svo lengi sem hann veiðir mýs eins og Deng Xiaoping, leiðtogi Kína, sagði á sínum tíma aðspurður hvers vegna hann hefði leyft kapitalisma í yfirlýstu kommúnistaríki á áttunda áratugnum. Enn hangi uppi myndir af Mao formanni og hann lofsunginn þótt kommúnismanum hafi verið hent í ruslið svo hægt væri að frelsa kínverska hagkerfið. Orð Deng minna Ásgeir á stjórnmál á Íslandi. „Alltaf virðist vera nægur tími til þess að ræða um hvort kötturinn sé svartur eða hvítur en ekki hvort að hann veiðir mýs.“Pistil Ásgeirs í heild sinni má lesa á heimasíðu Virðingar. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Um 97% íslenskra ungmenna hefja framhaldsskólanám strax að loknum grunnskóla hér á landi, en aðeins 45% ljúka því á tilskildum tíma, eða fjórum árum, og aðeins 58% hafa lokið náminu á sex árum. Þetta á við um bæði kynin. Tölurnar eru mun verri fyrir pilta en aðeins 38% þeirra ljúka framhaldsskólanámi á 4 árum og 52% á sex árum. Þessa tölfræði rifjar Ásgeir Jónsson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, upp í pistli sínum á vefsíðu Virðingar. Um er að ræða niðurstöðu úr úttekt sem hann vann árið 2015 fyrir Menntamálaráðuneytið á styttingu framhaldsnáms úr fjórum árum í þrjú ár. Samanburður við nágrannalöndin sló hann. Sambærilegar tölur fyrir Finnland og Svíþjóð eru þannig að 71-72% ungmenna ljúka framhaldsskólanámi á þremur árum og 80-82%% á fimm árum og nær enginn munur á útskriftarhlutfalli pilta og stúlkna. Kostnaður við rekstur framhaldsskóla hér og á Norðurlöndunum er hins vegar sambærilegur að sögn Ásgeirs. Tilefni skrifa Ásgeirs eru verkefni hins opinbera, þ.e. hvað eigi að vera á ábyrgð ríkis og hvað heyri betur undir einkarestur. Stjórnmálaumræðan hér á landi snúi of mikið um markmið en lítið um framkvæmdina. Af 455 sem útskrifuðust úr Háskóla Íslands í febrúar voru 126 karlar, eða rúmlega fjórðungur. „Það getur ekki talist annað en gríðarlegt efnahagslegt jafnt sem þjóðfélagslegt vandamál – sem verður ekki leyst með því að setja meira fjármagn inn í óbreytt kerfi.“Jón Atli Benediktsson, rekstor við Háskóla Íslands, ræddi kynjaskiptinguna í kvöldfréttum Stöðar 2 á dögunum en fréttina má sjá hér að neðan.Má segja að það sé rauði þráðurinn í pistli Ásgeirs, að of mikið sé einblínt á það hvað hlutir kosti (hve miklir peningar séu settir í verkefni) en ekki hve miklu peningarnir skili.87 þúsund Íslendingar ósammála Það viðhorf virðist ríkjandi hérlendis að fjáreyðsla samsvari ávallt árangri eða gæðum. Þannig að ef auknu fé sé eytt í einhvern málaflokk þá muni það sjálfkrafa skila bæði meiri og betri þjónustu segir Ásgeir. Bendir hann á undirskriftasöfnunina „Endurreisum heilbrigðiskerfið“ máli sínu til stuðnings. Þar var markmiðið að ellefu prósent landsframleiðsunnar skyldi varið til heilbrigðismála en Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hratt söfnuninni af stað. „Fyrir utan þá staðreynd að landsframleiðslan er á stöðugri hreyfingu eftir gangi hagsveiflunnar– þá eru það útgjöldin en ekki afköstin sem eru notuð sem viðmið. Sá sem hér ritar telur það mjög öfugsnúið að meta gæði og árangur rekstrar – stofnunar eða fyrirtækis – eftir því hve mikinn pening hann kostar en ekki hverju hann skilar – en samkvæmt vefsíðunni https://www.endurreisn.is/ er 86.761 Íslendingur honum ósammála.“Skattstofnar á Íslandi að mestu fullnýttir Þá kemur Ásgeir inn á þá skoðun að lítið mál sé að bregðast megi við stöðu mála í heilbrigðis-, velferðar- og menntamálum með því að sækja nýtt fjármagn með nýjum sköttum á fyrirtæki og/eða ríka fólkið. „Þessir skattar virðast veita mörgum hugmyndafræðilega örvun – en ljóst er að þeir skila takmörkuðum tekjum. Jafnvel má færa rök fyrir því að sumir þessara skatta – s.s. hátekjuskattar og auðlegðarskattar – rýri skattstofninn með því að draga úr hvata til vinnu og sparnaðar auk þess að leiða til fjármagnsflótta,“ segir Ásgeir. „Sannleikurinn er sá að íslenskir skattstofnar eru að mestu fullnýttir.“ Telur Ásgeir að Íslendingar megi læra af frændum sínum á Norðurlöndunum er varðar endurskipulagningu á opinberri þjónustu með það að markmiði að auka skilvirkni hennar, meðal annars með því að flytja hluta hennar á hendur einkaaðila. „Hér mættu Íslendingar draga lærdóm af. Raunar er löng og rík hefð fyrir því hérlendis að einkaaðilar sinni ýmis konar velferðarþjónustu með miklum ágætum. Jafnvel má halda því fram að öll besta almannaþjónustan á Íslandi sé skipulögð af frjálsum félagasamtökum – eða grasrótarsamtökum.“ Nefnir Ásgeir SÁÁ, Krabbameinsfélagið, Hjálparsveitirnar, Læknavaktina og Sjómannadagsráð sem dæmi.Risavaxtin stytta af Mao var reist í Kína í fyrra. Hún var þó tekin niður nokkru síðar vegna skorts á tilskyldum leyfum.vísir/afpLeyfði kapitalisma í kommúnistaríki „Það er heldur ekki ýkja langt síðan að stór hluti heilbrigðisþjónustunnar var skipulagður af kaþólsku kirkjunni! Í því ljósi er mjög undarlegt að Íslendingar virðast vera svo forstokkaðir þegar rætt er um aðkomu annarra aðila en hins opinbera að veitingu almannaþjónustu. Það hlýtur því brátt að fara að koma að því að íslenskt stjórnmálafólk hætti að þræta um svarta og hvíta ketti og fari að huga að músaveiðunum sjálfum.“ Enda skipti ekki máli hvort kötturinn sé hvítur eða svartur svo lengi sem hann veiðir mýs eins og Deng Xiaoping, leiðtogi Kína, sagði á sínum tíma aðspurður hvers vegna hann hefði leyft kapitalisma í yfirlýstu kommúnistaríki á áttunda áratugnum. Enn hangi uppi myndir af Mao formanni og hann lofsunginn þótt kommúnismanum hafi verið hent í ruslið svo hægt væri að frelsa kínverska hagkerfið. Orð Deng minna Ásgeir á stjórnmál á Íslandi. „Alltaf virðist vera nægur tími til þess að ræða um hvort kötturinn sé svartur eða hvítur en ekki hvort að hann veiðir mýs.“Pistil Ásgeirs í heild sinni má lesa á heimasíðu Virðingar.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira