Magnús: Flutningur til Rússlands kemur gjaldþrotamáli ekki við 6. maí 2009 11:28 Magnús Þorsteinsson. Magnús Þorsteinsson fjárfestir segir að flutningur lögheimili hans til Rússlands á dögunum komi gjaldþrotamáli hans á Íslandi ekkert við. Hann hafi ekki vitað af gjaldþrotaskiptabeiðni á hendur honum þegar hann ákvað að flytja lögheimili sitt. Í yfirlýsingu frá Magnúsi og lögmanni hans segir hann aðgerðir Straums gegn sér tilhæfulausar og ómaklegar en Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði Magnús gjaldþrota á dögunum. „Krafa Straums Burðaráss fjárfestingarbanka hf. um gjaldþrotaskipti á búi Magnúsar Þorsteinssonar er byggð á áranguslausri kyrrsetningargerð sem fram fór hjá sýslumanninum á Akureyri að kröfu Straums vegna meintrar skuldar Magnúsar við bankann upp á tæpar 1.200 milljónir króna. Magnús hefir mótmælt því að krafa Straums á hendur honum sé gild," segir meðal annars í tilkynningunni. „Mál er rekið fyrir dómstólum um gildi þessarar meintu skuldar Magnúsar sem er til komin vegna ábyrgðaryfirlýsingar sem Magnús gaf til tryggingar á láni sem Straumur hafði lánað til fyrirtækis í eigu aðila óskildum Magnúsi, nokkrum árum áður en ábyrgðaryfirlýsing Magnúsar var veitt," segir ennfremur og því bætt við að ekki sé rétt sem komið hafi fram í sumum miðlum að Magnús hafi sjálfur stofnað til lánsins. Óvenjulegt harðfylgi „Samkvæmt ákvæðum laga um kyrrsetningu er það ekki skilyrði kyrrsetningar að gerðarbeiðandi, í þessu tilviki Straumur, leiði sönnur að réttmæti kröfu sinnar, en þó skal sýslumaður synja um kyrrsetningu ef ætla verður af fyrirliggjandi gögnum að gerðarbeiðandi eigi ekki þau réttindi sem hann ætlar að tryggja. Af þessum ástæðum fer kyrrsetning yfirleitt fram ef hennar er krafist og hugsanlegt er að krafa gerðarbeiðanda sé fyrir hendi. Enginn málflutningur fer fram hjá sýslumanni eða nánari rannsókn á réttmæti kröfunnar. Sýslumaðurinn á Akureyri ákvað að gerðin skyldi fara fram og Magnús gat ekki bent á eignir til tryggingar þessari gríðarlegu fjárhæð." Þá segir að samkvæmt ákvæðum gjaldþrotaskiptalaga geti lánardrottinn krafist þess að bú skuldara sé tekið til gjaldþrotaskipta ef kyrrsetning hefur farið fram í eignum hans án árangurs að einhverju leyti eða öllu. „Eins og komið hefur á daginn vill Straumur augljóslega ekki bíða eftir niðurstöðu héraðsdóms í máli þar sem fjallað er um réttmæti kröfunnar og málsástæður varnaraðila og neytir því þessa úrræðis," segja Magnús og lögmaður hans Benedikt Ólafsson. „Þetta er óvenjulegt harðfylgi af hálfu kröfuhafa og að mati Magnúsar tilhæfulaust og ómaklegt," segja þeir og bæta við að verið sé að skoða niðurstöðu héraðsdóms og gjaldþrotaúrskurð og eru líkur á því að úrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar. Kærufrestur er tvær vikur. Lögheimili kemur gjaldþrotamálinu ekkert við Um það atriði er snýr að flutningi lögheimilis til Rússlands vill Magnús koma eftirfarandi á framfæri: „Ég hef lengi verið búsettur í útlöndum en af ákveðnum ástæðum hef ég ekki flutt lögheimili mitt þangað fyrr en nú. Þessi lögheimilisskipti koma þessu gjaldþrotamáli ekkert við. Ég vissi ekki um gjaldþrotaskiptabeiðni á hendur mér þegar ég flutti lögheimili mitt enda var fyrirkall héraðsdóms vegna beiðninnar ekki birt mér fyrr en nokkru eftir að ég hafði tilkynnt þjóðskrá um flutning á heimili mínu. Ég harma að þetta hafi verið túlkað sem flóttatilraun af minni hálfu. Ég hef haldið uppi málefnalegum og sanngjörnum vörnum í máli mínu og hvorki fyrr né nú áformað að hlaupa frá mínum skyldum." Tengdar fréttir Magnús gjaldþrota - flóttatilraunin misheppnaðist Bú auðmannsins Magnúsar Þorsteinssonar verður tekið til gjaldþrotaskipta en úrskurður þess efnis féll í héraðsdómi Norðurlands eystra fyrr í dag. Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki krafðist þess að Magnús yrði tekinn til gjaldþrotaskipta en Magnús sagðist geta staðið undir skuldum sínum við bankann. Magnús flutti einnig lögheimili sitt til Rússlands frá Akureyri rétt áður en krafan var tekin fyrir. 4. maí 2009 14:03 Eignir Magnúsar öruggar í Rússlandi Lítil verðmæti eru í gjaldþrota búi Magnúsar Þorsteinssonar. Eignir hans og eiginkonu hans hér á landi telja aðallega lúxusíbúð og húseignir á Akureyri. 5. maí 2009 18:53 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Magnús Þorsteinsson fjárfestir segir að flutningur lögheimili hans til Rússlands á dögunum komi gjaldþrotamáli hans á Íslandi ekkert við. Hann hafi ekki vitað af gjaldþrotaskiptabeiðni á hendur honum þegar hann ákvað að flytja lögheimili sitt. Í yfirlýsingu frá Magnúsi og lögmanni hans segir hann aðgerðir Straums gegn sér tilhæfulausar og ómaklegar en Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði Magnús gjaldþrota á dögunum. „Krafa Straums Burðaráss fjárfestingarbanka hf. um gjaldþrotaskipti á búi Magnúsar Þorsteinssonar er byggð á áranguslausri kyrrsetningargerð sem fram fór hjá sýslumanninum á Akureyri að kröfu Straums vegna meintrar skuldar Magnúsar við bankann upp á tæpar 1.200 milljónir króna. Magnús hefir mótmælt því að krafa Straums á hendur honum sé gild," segir meðal annars í tilkynningunni. „Mál er rekið fyrir dómstólum um gildi þessarar meintu skuldar Magnúsar sem er til komin vegna ábyrgðaryfirlýsingar sem Magnús gaf til tryggingar á láni sem Straumur hafði lánað til fyrirtækis í eigu aðila óskildum Magnúsi, nokkrum árum áður en ábyrgðaryfirlýsing Magnúsar var veitt," segir ennfremur og því bætt við að ekki sé rétt sem komið hafi fram í sumum miðlum að Magnús hafi sjálfur stofnað til lánsins. Óvenjulegt harðfylgi „Samkvæmt ákvæðum laga um kyrrsetningu er það ekki skilyrði kyrrsetningar að gerðarbeiðandi, í þessu tilviki Straumur, leiði sönnur að réttmæti kröfu sinnar, en þó skal sýslumaður synja um kyrrsetningu ef ætla verður af fyrirliggjandi gögnum að gerðarbeiðandi eigi ekki þau réttindi sem hann ætlar að tryggja. Af þessum ástæðum fer kyrrsetning yfirleitt fram ef hennar er krafist og hugsanlegt er að krafa gerðarbeiðanda sé fyrir hendi. Enginn málflutningur fer fram hjá sýslumanni eða nánari rannsókn á réttmæti kröfunnar. Sýslumaðurinn á Akureyri ákvað að gerðin skyldi fara fram og Magnús gat ekki bent á eignir til tryggingar þessari gríðarlegu fjárhæð." Þá segir að samkvæmt ákvæðum gjaldþrotaskiptalaga geti lánardrottinn krafist þess að bú skuldara sé tekið til gjaldþrotaskipta ef kyrrsetning hefur farið fram í eignum hans án árangurs að einhverju leyti eða öllu. „Eins og komið hefur á daginn vill Straumur augljóslega ekki bíða eftir niðurstöðu héraðsdóms í máli þar sem fjallað er um réttmæti kröfunnar og málsástæður varnaraðila og neytir því þessa úrræðis," segja Magnús og lögmaður hans Benedikt Ólafsson. „Þetta er óvenjulegt harðfylgi af hálfu kröfuhafa og að mati Magnúsar tilhæfulaust og ómaklegt," segja þeir og bæta við að verið sé að skoða niðurstöðu héraðsdóms og gjaldþrotaúrskurð og eru líkur á því að úrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar. Kærufrestur er tvær vikur. Lögheimili kemur gjaldþrotamálinu ekkert við Um það atriði er snýr að flutningi lögheimilis til Rússlands vill Magnús koma eftirfarandi á framfæri: „Ég hef lengi verið búsettur í útlöndum en af ákveðnum ástæðum hef ég ekki flutt lögheimili mitt þangað fyrr en nú. Þessi lögheimilisskipti koma þessu gjaldþrotamáli ekkert við. Ég vissi ekki um gjaldþrotaskiptabeiðni á hendur mér þegar ég flutti lögheimili mitt enda var fyrirkall héraðsdóms vegna beiðninnar ekki birt mér fyrr en nokkru eftir að ég hafði tilkynnt þjóðskrá um flutning á heimili mínu. Ég harma að þetta hafi verið túlkað sem flóttatilraun af minni hálfu. Ég hef haldið uppi málefnalegum og sanngjörnum vörnum í máli mínu og hvorki fyrr né nú áformað að hlaupa frá mínum skyldum."
Tengdar fréttir Magnús gjaldþrota - flóttatilraunin misheppnaðist Bú auðmannsins Magnúsar Þorsteinssonar verður tekið til gjaldþrotaskipta en úrskurður þess efnis féll í héraðsdómi Norðurlands eystra fyrr í dag. Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki krafðist þess að Magnús yrði tekinn til gjaldþrotaskipta en Magnús sagðist geta staðið undir skuldum sínum við bankann. Magnús flutti einnig lögheimili sitt til Rússlands frá Akureyri rétt áður en krafan var tekin fyrir. 4. maí 2009 14:03 Eignir Magnúsar öruggar í Rússlandi Lítil verðmæti eru í gjaldþrota búi Magnúsar Þorsteinssonar. Eignir hans og eiginkonu hans hér á landi telja aðallega lúxusíbúð og húseignir á Akureyri. 5. maí 2009 18:53 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Magnús gjaldþrota - flóttatilraunin misheppnaðist Bú auðmannsins Magnúsar Þorsteinssonar verður tekið til gjaldþrotaskipta en úrskurður þess efnis féll í héraðsdómi Norðurlands eystra fyrr í dag. Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki krafðist þess að Magnús yrði tekinn til gjaldþrotaskipta en Magnús sagðist geta staðið undir skuldum sínum við bankann. Magnús flutti einnig lögheimili sitt til Rússlands frá Akureyri rétt áður en krafan var tekin fyrir. 4. maí 2009 14:03
Eignir Magnúsar öruggar í Rússlandi Lítil verðmæti eru í gjaldþrota búi Magnúsar Þorsteinssonar. Eignir hans og eiginkonu hans hér á landi telja aðallega lúxusíbúð og húseignir á Akureyri. 5. maí 2009 18:53