Áfengi 126 prósent dýrara á Íslandi en í öðrum Evrópulöndum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. mars 2017 10:00 Áfengir drykkir voru 126% dýrari á Íslandi en að meðaltali í aðildarríkjum ESB árið 2015. Vísir/Ernir Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustu á Íslandi sem kynnt var í dag segir að ferðamenn verji alla jafna hærri fjárhæð hér en þeir verja í sambærilegar vörur og þjónustu í flestum öðrum löndum innan Evrópu. Enda er nær öll vara yfir 30 prósent dýrari hér á landi en í þeim löndum sem litið er til í samanburði. Föt og skór voru 53% dýrari á Íslandi en að meðaltali í aðildarríkjum ESB á árinu 2015 og er Ísland dýrasta landið miðað við samanburðarlönd. Þá voru matur og drykkjarvörur 30% dýrari á Íslandi en að meðaltali í aðildarríkjum ESB og er verð á slíkum vörum á Íslandi fjórða hæst miðað við samanburðarlönd. Um 2,2% af heildarkortaveltu erlendra ferðamanna má rekja til kaupa á fötum og skóm. Sú tala var 3,6% árið 2012. Á því tímabili hefur verð á fötum og skóm lækkað í krónum en hækkað í erlendri mynt. Áfengir drykkir voru 126% dýrari á Íslandi en að meðaltali í aðildarríkjum ESB árið 2015 og þá er Ísland annað dýrasta landið í þeim flokki miðað við samanburðarlönd. Skýrist þetta að mestu leyti af háum opinberum áfengisgjöldum hér á landi, en samkvæmt gögnum frá Spirits Europe frá byrjun árs 2016 eru áfengisgjöld á Íslandi þau hæstu í Evrópu. Matur og óáfengar drykkjarvörur voru þá 30% dýrari á Íslandi en að meðaltali í aðildarríkjum ESB.Gistiþjónusta hækkað um 34% Verð á veitingastöðum og gistiþjónustu var 44% hærra en að meðaltali í aðildarríkjum ESB og er Ísland fjórða dýrasta landið af þeim sem gögn Eurostat og OECD ná til hvað þennan flokk varðar. Gistiþjónusta er einn stærsti einstaki útgjaldaliður ferðamanna og nam um 21% af heildarveltu þeirra á árinu 2015. Verð á gistiþjónustu hefur hækkað um 34% á árunum 2010-2015. Veitingar hafa á sama tíma hækkað um 22%. Verð á farþegaflutningum var 52% hærra en að meðaltali í aðildarríkjum ESB á árinu 2015 og eru farþegaflutningar á Íslandi því dýrastir miðað við þau lönd sem gögn Eurostat og OECD ná til. Um er að ræða farþegaflutninga með ökumanni, og því ekki tekið til bílaleigubíla.Afþreying og menning 17% heildarútgjalda Verð á afþreyingar- og menningartengdum viðburðum var 38% hærra en að meðaltali í aðildarríkjum ESB. Þannig er verð vegna þessa þriðja hæst á Íslandi af þeim löndum sem gögn Eurostat og OECD ná til. Neysla erlendra ferðamanna á afþreyingu og menningu nemur um 17% af heildarútgjöldum ferðamanna en undir flokkinn falla til dæmis söfn, bátsferðir, ferðir með og án leiðsögumanns og fleira í þeim dúr. Undir flokkinn „önnur verslun“ heyra meðal annars skartgripir, snyrtivörur, úr og aðrir persónulegir munir, trygginga- og fjármálaþjónusta. Slíkir munir og þjónusta eru 33% dýrari á Íslandi en að meðaltali í ríkjum innan ESB og er Ísland fimmta dýrasta landið í þessum flokki. Tengdar fréttir Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði Fjöldi gistirýma á Airbnb tvöfaldaðist á einu ári. Tekjurnar fóru úr 2,51 milljarði króna í 6,76 milljarða. Airbnb á stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka. 9. mars 2017 08:30 Hver ferðamaður skilaði rúmlega 200 þúsund krónum til þjóðarbúsins Íslandsbanki spáir því að gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni muni aukast um tæpa 100 milljarða frá seinasta ári. 9. mars 2017 08:59 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustu á Íslandi sem kynnt var í dag segir að ferðamenn verji alla jafna hærri fjárhæð hér en þeir verja í sambærilegar vörur og þjónustu í flestum öðrum löndum innan Evrópu. Enda er nær öll vara yfir 30 prósent dýrari hér á landi en í þeim löndum sem litið er til í samanburði. Föt og skór voru 53% dýrari á Íslandi en að meðaltali í aðildarríkjum ESB á árinu 2015 og er Ísland dýrasta landið miðað við samanburðarlönd. Þá voru matur og drykkjarvörur 30% dýrari á Íslandi en að meðaltali í aðildarríkjum ESB og er verð á slíkum vörum á Íslandi fjórða hæst miðað við samanburðarlönd. Um 2,2% af heildarkortaveltu erlendra ferðamanna má rekja til kaupa á fötum og skóm. Sú tala var 3,6% árið 2012. Á því tímabili hefur verð á fötum og skóm lækkað í krónum en hækkað í erlendri mynt. Áfengir drykkir voru 126% dýrari á Íslandi en að meðaltali í aðildarríkjum ESB árið 2015 og þá er Ísland annað dýrasta landið í þeim flokki miðað við samanburðarlönd. Skýrist þetta að mestu leyti af háum opinberum áfengisgjöldum hér á landi, en samkvæmt gögnum frá Spirits Europe frá byrjun árs 2016 eru áfengisgjöld á Íslandi þau hæstu í Evrópu. Matur og óáfengar drykkjarvörur voru þá 30% dýrari á Íslandi en að meðaltali í aðildarríkjum ESB.Gistiþjónusta hækkað um 34% Verð á veitingastöðum og gistiþjónustu var 44% hærra en að meðaltali í aðildarríkjum ESB og er Ísland fjórða dýrasta landið af þeim sem gögn Eurostat og OECD ná til hvað þennan flokk varðar. Gistiþjónusta er einn stærsti einstaki útgjaldaliður ferðamanna og nam um 21% af heildarveltu þeirra á árinu 2015. Verð á gistiþjónustu hefur hækkað um 34% á árunum 2010-2015. Veitingar hafa á sama tíma hækkað um 22%. Verð á farþegaflutningum var 52% hærra en að meðaltali í aðildarríkjum ESB á árinu 2015 og eru farþegaflutningar á Íslandi því dýrastir miðað við þau lönd sem gögn Eurostat og OECD ná til. Um er að ræða farþegaflutninga með ökumanni, og því ekki tekið til bílaleigubíla.Afþreying og menning 17% heildarútgjalda Verð á afþreyingar- og menningartengdum viðburðum var 38% hærra en að meðaltali í aðildarríkjum ESB. Þannig er verð vegna þessa þriðja hæst á Íslandi af þeim löndum sem gögn Eurostat og OECD ná til. Neysla erlendra ferðamanna á afþreyingu og menningu nemur um 17% af heildarútgjöldum ferðamanna en undir flokkinn falla til dæmis söfn, bátsferðir, ferðir með og án leiðsögumanns og fleira í þeim dúr. Undir flokkinn „önnur verslun“ heyra meðal annars skartgripir, snyrtivörur, úr og aðrir persónulegir munir, trygginga- og fjármálaþjónusta. Slíkir munir og þjónusta eru 33% dýrari á Íslandi en að meðaltali í ríkjum innan ESB og er Ísland fimmta dýrasta landið í þessum flokki.
Tengdar fréttir Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði Fjöldi gistirýma á Airbnb tvöfaldaðist á einu ári. Tekjurnar fóru úr 2,51 milljarði króna í 6,76 milljarða. Airbnb á stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka. 9. mars 2017 08:30 Hver ferðamaður skilaði rúmlega 200 þúsund krónum til þjóðarbúsins Íslandsbanki spáir því að gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni muni aukast um tæpa 100 milljarða frá seinasta ári. 9. mars 2017 08:59 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði Fjöldi gistirýma á Airbnb tvöfaldaðist á einu ári. Tekjurnar fóru úr 2,51 milljarði króna í 6,76 milljarða. Airbnb á stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka. 9. mars 2017 08:30
Hver ferðamaður skilaði rúmlega 200 þúsund krónum til þjóðarbúsins Íslandsbanki spáir því að gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni muni aukast um tæpa 100 milljarða frá seinasta ári. 9. mars 2017 08:59