Breska Domino's eignast ráðandi hlut í íslensku pítsukeðjunni Haraldur Guðmundsson skrifar 9. mars 2017 10:46 Birgir Þór Bieltvedt, fjárfestir og einn eigenda Domino's á Íslandi og í Skandinavíu. Domino‘s á Bretlandi (Domino‘s Pizza Group) mun yfirtaka eignarhlut Domino‘s á Íslandi í rekstri pítsustaðakeðjunnar í Skandinavíu. Þar að auki mun breska félagið eignast á næstunni tveggja prósenta hlut í Domino‘s á Íslandi og þá eiga 51 prósent í fyrirtækinu eða ráðandi hlut. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins. Ekki kemur fram hvenær gert sé ráð fyrir að viðskiptin klárist en að hluti þeirra sé háður samþykki Seðlabanka Íslands. Birgir Þór Bieltvedt, einn eigenda Domino‘s á Íslandi, segir breska félagið hafa boðið gott verð fyrir bréfin og að íslenskir hluthafar hafi margfaldað fjárfestingu sína í Skandinavíu frá 2014. „Að sama skapi fóru Bretarnir fram á það að eignast tveggja prósenta hlut á Íslandi og verða þar með ráðandi hluthafar með 51 prósent. Þetta stóð alltaf til hvort sem er en er þó að gerast nokkuð hraðar en við höfðum ætlað en að sama skapi er þetta mjög jákvæð þróun sem mun skapa gríðarleg tækifæri fyrir hópinn innan keðju Domino‘s í Englandi sem á einnig stóran hluta Dominio‘s í Þýskalands, Sviss og á fleiri mörkuðum,“ segir Birgir í samtali við Viðskiptablaðið. Domino‘s Pizza Group keypti í júní í fyrra hlut í rekstri í rekstri Domino‘s á Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Kaupverðið var sagt vera 24 milljónir punda. Það jafngilti þá rúmum fjórum milljörðum króna. Kom þá fram að breska fyrirtækið, sem er skráð í bresku kauphöllina, ætlaði sér með fjárfestingunni að taka þátt í fyrirhugaðri uppbyggingu Domino‘s keðjunnar á Norðurlöndunum. Sérleyfi fyrir rekstri Domino‘s staða í Noregi, Svíþjóð og Færeyjum er í eigu íslenska fyrirtækisins Pizza-Pizza ehf. Framtakssjóðurinn EDDA, sem rekinn er af verðbréfafyrirtækinu Virðingu, keypti fjórðungshlut í Domino‘s á Íslandi í mars 2015 en EDDA er í eigu nokkurra lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta. EDDA seldi í júní, líkt og aðrir íslenskir hluthafar, part af sínum hlut í fyrirtækinu til Domino‘s Pizza Group í viðskiptunum. Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Domino‘s á Bretlandi (Domino‘s Pizza Group) mun yfirtaka eignarhlut Domino‘s á Íslandi í rekstri pítsustaðakeðjunnar í Skandinavíu. Þar að auki mun breska félagið eignast á næstunni tveggja prósenta hlut í Domino‘s á Íslandi og þá eiga 51 prósent í fyrirtækinu eða ráðandi hlut. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins. Ekki kemur fram hvenær gert sé ráð fyrir að viðskiptin klárist en að hluti þeirra sé háður samþykki Seðlabanka Íslands. Birgir Þór Bieltvedt, einn eigenda Domino‘s á Íslandi, segir breska félagið hafa boðið gott verð fyrir bréfin og að íslenskir hluthafar hafi margfaldað fjárfestingu sína í Skandinavíu frá 2014. „Að sama skapi fóru Bretarnir fram á það að eignast tveggja prósenta hlut á Íslandi og verða þar með ráðandi hluthafar með 51 prósent. Þetta stóð alltaf til hvort sem er en er þó að gerast nokkuð hraðar en við höfðum ætlað en að sama skapi er þetta mjög jákvæð þróun sem mun skapa gríðarleg tækifæri fyrir hópinn innan keðju Domino‘s í Englandi sem á einnig stóran hluta Dominio‘s í Þýskalands, Sviss og á fleiri mörkuðum,“ segir Birgir í samtali við Viðskiptablaðið. Domino‘s Pizza Group keypti í júní í fyrra hlut í rekstri í rekstri Domino‘s á Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Kaupverðið var sagt vera 24 milljónir punda. Það jafngilti þá rúmum fjórum milljörðum króna. Kom þá fram að breska fyrirtækið, sem er skráð í bresku kauphöllina, ætlaði sér með fjárfestingunni að taka þátt í fyrirhugaðri uppbyggingu Domino‘s keðjunnar á Norðurlöndunum. Sérleyfi fyrir rekstri Domino‘s staða í Noregi, Svíþjóð og Færeyjum er í eigu íslenska fyrirtækisins Pizza-Pizza ehf. Framtakssjóðurinn EDDA, sem rekinn er af verðbréfafyrirtækinu Virðingu, keypti fjórðungshlut í Domino‘s á Íslandi í mars 2015 en EDDA er í eigu nokkurra lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta. EDDA seldi í júní, líkt og aðrir íslenskir hluthafar, part af sínum hlut í fyrirtækinu til Domino‘s Pizza Group í viðskiptunum.
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira