Apple rannsakar eintak af iPhone 7 sem sprakk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2017 22:38 Bandaríski tæknirisinn rannsakar nú eintak af iPhone 7 síma fyrirtækisins sem sprakk og gaf frá sér töluverðan reyk. Myndband af símanum gengur nú eins og eldur um sinu um netheima en eigandi símans, Brianna Olivas, deildi því á Twitter-síðu sína.Í samtali við Mashable segir Olivas að daginn áður en atvikið hafi átt sér stað hafi hún lent í vandræðum með símann. Gat hún ekki kveikt á honum og fór hún þá með hann í Apple-verslun. Starfsmaður þar fór yfir símann en gat ekki komið auga á nein vandamál. Daginn eftir kviknaði hins vegar í símanum í herbergi Olivas. Hún segir að kærasti sinn hafi tekið hann upp og hent honum inn á baðherberfi eftir að kviknaði í honum þar sem síminn sprakk. Líkt og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan lagði reyk frá símanum og hulstrið utan um hann bráðnaði. Olivas segir að hún hafi afhent Apple símann sem sé nú að rannsaka hann. Beðið er eftir niðurstöðu prófanna. Stutt er síðan helsti samkeppnisaðili Apple á símamarkaði, Samsung, lenti í miklum vandræðum vegna vandræða með Samsung Galaxy Note 7 síma fyrirtækisins, sem átti það til að springa, áður en honum var kippt af markaði.So my IPhone 7 plus blew up this morning was not even using it, literally no explanation for this pic.twitter.com/sQ8CJt4Y69— Bree✨ (@briannaolivas_) February 23, 2017 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn rannsakar nú eintak af iPhone 7 síma fyrirtækisins sem sprakk og gaf frá sér töluverðan reyk. Myndband af símanum gengur nú eins og eldur um sinu um netheima en eigandi símans, Brianna Olivas, deildi því á Twitter-síðu sína.Í samtali við Mashable segir Olivas að daginn áður en atvikið hafi átt sér stað hafi hún lent í vandræðum með símann. Gat hún ekki kveikt á honum og fór hún þá með hann í Apple-verslun. Starfsmaður þar fór yfir símann en gat ekki komið auga á nein vandamál. Daginn eftir kviknaði hins vegar í símanum í herbergi Olivas. Hún segir að kærasti sinn hafi tekið hann upp og hent honum inn á baðherberfi eftir að kviknaði í honum þar sem síminn sprakk. Líkt og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan lagði reyk frá símanum og hulstrið utan um hann bráðnaði. Olivas segir að hún hafi afhent Apple símann sem sé nú að rannsaka hann. Beðið er eftir niðurstöðu prófanna. Stutt er síðan helsti samkeppnisaðili Apple á símamarkaði, Samsung, lenti í miklum vandræðum vegna vandræða með Samsung Galaxy Note 7 síma fyrirtækisins, sem átti það til að springa, áður en honum var kippt af markaði.So my IPhone 7 plus blew up this morning was not even using it, literally no explanation for this pic.twitter.com/sQ8CJt4Y69— Bree✨ (@briannaolivas_) February 23, 2017
Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira