Íslenskt verktakafyrirtæki segir upp öllum starfsmönnum sínum í Noregi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2017 14:46 Myndin er frá gerð Kárahnjúkavirkjunar sem er vatnsaflsvirkjun eins og þær virkjanir sem IC vann að í Noregi. vísir/vilhelm Iceland Construction ehf. (IC), áður Ístak hf., hefur í dag sagt upp ráðningarsamningum við alla starfsmenn sína í Noregi en þeir eru um 140. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en þar segir að þetta sé gert í varúðarskyni vegna erfiðrar rekstrarstöðu. Norskum vinnumálayfirvöldum hefur verið tilkynnt um uppsagnirnar. Um helmingur starfsmanna IC eru Íslendingar og um helmingur Pólverjar en á næstu dögum mun fyrirtækið vinna að endursamningum við verkkaupa og er vonast til þess að þá verði hægt að draga uppsagnirnar til baka. Félagið vinnur að einu verkefni í Noregi en það felst í byggingu fimm vatnsaflsvirkjana. Um 80 prósentum af verkinu er lokið en afkoma þess hefur verið undir væntingum og er það rekið með tapi. „Uppsagnirnar eru gerðar í varúðarskyni. Við erum í viðræðum við verkkaupa um endurskoðun samninga. Á næstu dögum kemur í ljós hvort hægt verði að afturkalla uppsagnirnar, eins og við vonumst til. Starfsmenn IC verða áfram við störf í Tosbotn þar til framhald verkefnisins skýrist betur,“ er haft eftir Jóni Steingrímssyni, framkvæmdastjóra IC, í tilkynningu. Landsbankinn eignaðist IC, áður Ístak hf., þegar móðurfélag þess, danska verktakafyrirtækið Pihl & Søn var tekið til gjaldþrotaskipta í lok ágúst 2013. Þegar umsvifin voru mest á árunum 2012–2014 störfuðu um 450 starfsmenn að verkefnum félagsins í Noregi. Haustið 2013 var félagið auglýst til sölu, án árangurs. Árið 2015 var stærsti hluti félagsins seldur undir nafninu Ístak hf. en IC hélt áfram starfseminni í Noregi. Rekstur IC í dag er Ístaki óviðkomandi. IC hefur undanfarið unnið að því að ljúka verkefnum sínum og er verkefnið í Tosbotn síðasta verkefni félagsins. Mest lesið Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Iceland Construction ehf. (IC), áður Ístak hf., hefur í dag sagt upp ráðningarsamningum við alla starfsmenn sína í Noregi en þeir eru um 140. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en þar segir að þetta sé gert í varúðarskyni vegna erfiðrar rekstrarstöðu. Norskum vinnumálayfirvöldum hefur verið tilkynnt um uppsagnirnar. Um helmingur starfsmanna IC eru Íslendingar og um helmingur Pólverjar en á næstu dögum mun fyrirtækið vinna að endursamningum við verkkaupa og er vonast til þess að þá verði hægt að draga uppsagnirnar til baka. Félagið vinnur að einu verkefni í Noregi en það felst í byggingu fimm vatnsaflsvirkjana. Um 80 prósentum af verkinu er lokið en afkoma þess hefur verið undir væntingum og er það rekið með tapi. „Uppsagnirnar eru gerðar í varúðarskyni. Við erum í viðræðum við verkkaupa um endurskoðun samninga. Á næstu dögum kemur í ljós hvort hægt verði að afturkalla uppsagnirnar, eins og við vonumst til. Starfsmenn IC verða áfram við störf í Tosbotn þar til framhald verkefnisins skýrist betur,“ er haft eftir Jóni Steingrímssyni, framkvæmdastjóra IC, í tilkynningu. Landsbankinn eignaðist IC, áður Ístak hf., þegar móðurfélag þess, danska verktakafyrirtækið Pihl & Søn var tekið til gjaldþrotaskipta í lok ágúst 2013. Þegar umsvifin voru mest á árunum 2012–2014 störfuðu um 450 starfsmenn að verkefnum félagsins í Noregi. Haustið 2013 var félagið auglýst til sölu, án árangurs. Árið 2015 var stærsti hluti félagsins seldur undir nafninu Ístak hf. en IC hélt áfram starfseminni í Noregi. Rekstur IC í dag er Ístaki óviðkomandi. IC hefur undanfarið unnið að því að ljúka verkefnum sínum og er verkefnið í Tosbotn síðasta verkefni félagsins.
Mest lesið Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun