Ekki færri íbúðir til sölu á landinu í ellefu ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2017 15:00 Húsnæðisverð hefur hækkað mikið undanfarið. vísir/anton brink Það er mat greiningardeildar Arion banka að hugsanlega séu áhrif AirBnb á húsnæðismarkaðinn ýkt en mikið hefur verið rætt um þá sprengingu sem orðið hefur í heimagistingu, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu, samhliða mikilli fjölgun ferðamanna undanfarin ár. Telja ýmsir að þetta hafi haft áhrif í þá veru að húsnæðisverð hafi hækkað mikið en að því er fram kemur í Markaðspunktum greiningardeildar bankans í dag eru áhrif ferðaþjónustunnar á húsnæðismarkaðinn fjölþættari en bara í gegnum AirBnb. Þannig hefur mikil fjölgun ferðamanna aukið eftirspurnina eftir húsnæði, meðal annars vegna innflutnings á vinnuafli, sem kemur til að starfa í greininni, og það leiðir einnig til hærra húsnæðisverðs. Samhliða fólksfjölgun eykst eftirspurn eftir húsnæði en þannig hafa ekki færri íbúðir til sölu á landinu og nú í að minnsta kosti 11 ár.Erlendum ríkisborgurum fjölgaði um rúmlega 4000 árið 2016 „Fjölgun ferðamanna hefur skipt sköpum fyrir vinnumarkaðinn síðustu ár og í fyrra stóðu einkennandi greinar ferðaþjónustu undir 45% af fjölgun launþega. Þar að auki fjölgaði störfum talsvert í heild- og smásölu, sem þjónustar ferðaþjónustufyrirtæki, og byggingargeiranum, sem byggir m.a. hótel og aðra innviði tengda ferðaþjónustu. Þessi þróun hefur leitt til þess að atvinnuleysi hér á landi er með því minnsta sem gerist í heiminum og atvinnuþátttaka hefur aldrei mælst jafn mikil og árið 2016,“ segir í punktum greiningardeildarinnar. Þar sem fleiri Íslendingar flytja svo til útlanda heldur en heim og fæðingartíðni fer lækkandi þarf að flytja inn fólk til að sinna störfum í ferðaþjónustunni. „Árið 2016 fjölgaði erlendum ríkisborgurum hér á landi um rúmlega 4.000, samanborið við tæplega 3.000 árið áður, og hafa erlendir ríkisborgarar sem hér búa aldrei verið fleiri. Ætla má að stór hluti þeirra vinni í störfum sem tengjast ferðaþjónustu á einn eða annan hátt. Allir verða að hafa húsaskjól yfir höfði sér og hefur þessi hraða fólksfjölgun sett aukna pressu á húsnæðismarkaðinn. Það birtist t.d. í því að fjöldi íbúða sem eru til sölu á landinu hefur ekki verið jafn lítill og nú í a.m.k. 11 ár. Með öðrum orðum er „íbúðalagerinn“ að tæmast.“Fólksfjöldi lykilbreyta á húsnæðismarkaði Eins og gefur að skilja ýtir þessi þróun íbúðaverði upp enda er fólksfjöldi lykilbreyta á húsnæðismarkaði. Þrátt fyrir að því sé spáð að fólksfjölgun verði mun minni á þessu ári en í fyrra verður að hafa í huga að atvinnuleysi er í lágmarki og spáð er miklum hagvexti á næstu misserum, til að mynda spáði greiningardeildin sjálf 5,1 prósent hagvexti árið 2017 í nóvember síðastliðnum. „Sú jafna gengur ekki upp, þ.e. annað hvort verður að flytja inn meira vinnuafl í ár heldur en spá Hagstofunnar gerir ráð fyrir eða þá að hagvöxtur verður undir væntingum greiningaraðila, ef framleiðniaukning verður ekki þeim mun meiri. Í húsnæðisskýrslu okkar má finna sviðsmynd af húsnæðisverði þar sem meira vinnuafl kemur hingað til lands ofan í miklar launahækkanir og litla framboðsaukningu. Verði það raunin áætlum við að húsnæðisverð hækki um rúm 17% í ár. En þróunin gæti einnig verið öfug, t.d. ef það hægir verulega á fjölgun ferðamanna og íbúðafjárfesting tekur hressilega við sér. Í þeirri sviðsmynd lækkar húsnæðisverð að raunvirði árið 2019,” segir í punktum greiningardeildarinnar.Mikil óvissa um hvaða áhrif AirBnb hefur á húsnæðismarkaðinn Þá segir um AirBnb-áhrifin: „Það fer ekki á milli mála að heimagisting á borð við Airbnb og það að íbúðahúsnæði sé breytt í gistiheimili hafi einnig haft áhrif á húsnæðisverð síðustu ár. Áhrifin af Airbnb til hækkunar húsnæðisverðs eru einkum tvennskonar. Í fyrsta lagi leiðir aukin hagnaðarvon af leigu herbergis eða íbúðar til þess að fólk er reiðubúið að greiða hærra kaupverð. Í öðru lagi dregur Airbnb úr framboði á íbúðamarkaðnum. Fyrri áhrifin er erfitt að festa hendur á en þau birtast þó í miklum hækkunum íbúðaverðs miðsvæðis í Reykjavík síðustu ár. Áhrifin á framboðið ætti að vera mögulegt að þekkja, en gagnaskortur gerir það engu að síður erfitt. Oft hefur því verið haldið fram að rúmlega 3.000 íbúðir séu skráðar á Airbnb í Reykjavík. Þannig mætti jafnvel færa rök fyrir því að Airbnb leiði til þess að rúmlega 3.000 færri íbúðir eru á íbúðamarkaði heldur en ella. Að okkar mati halda þau rök ekki. Miðað við gögn um Airbnb hér að neðan virðist sem fjöldinn sé mun lægri ef tekið er tillit til herbergja, íbúða sem eru í skammtímaleigu en eru annars líklega heimili fólks og íbúða sem vísbendingar eru um að séu taldar oftar en einu sinni. Skv. matinu hér eru um 500 íbúðir (um 1% af heildarfjölda íbúða) ekki á íbúðamarkaði í Reykjavík vegna Airbnb, en afar mikil óvissa er um það mat.“ Markaðspunktana má nálgast í heild sinni hér. Tengdar fréttir Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. 21. desember 2016 14:00 Fasteignaverð ekki hækkað eins mikið frá árinu 2007 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 14,8 prósent síðustu tólf mánuði. 21. desember 2016 09:08 Framboð eigna á húsnæðismarkaði að þorna upp Mun færri eignir eru til sölu en vera ber að mati framkvæmdastjóra fjárstýringar Íbúðalánasjóðs. 12. janúar 2017 10:25 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Það er mat greiningardeildar Arion banka að hugsanlega séu áhrif AirBnb á húsnæðismarkaðinn ýkt en mikið hefur verið rætt um þá sprengingu sem orðið hefur í heimagistingu, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu, samhliða mikilli fjölgun ferðamanna undanfarin ár. Telja ýmsir að þetta hafi haft áhrif í þá veru að húsnæðisverð hafi hækkað mikið en að því er fram kemur í Markaðspunktum greiningardeildar bankans í dag eru áhrif ferðaþjónustunnar á húsnæðismarkaðinn fjölþættari en bara í gegnum AirBnb. Þannig hefur mikil fjölgun ferðamanna aukið eftirspurnina eftir húsnæði, meðal annars vegna innflutnings á vinnuafli, sem kemur til að starfa í greininni, og það leiðir einnig til hærra húsnæðisverðs. Samhliða fólksfjölgun eykst eftirspurn eftir húsnæði en þannig hafa ekki færri íbúðir til sölu á landinu og nú í að minnsta kosti 11 ár.Erlendum ríkisborgurum fjölgaði um rúmlega 4000 árið 2016 „Fjölgun ferðamanna hefur skipt sköpum fyrir vinnumarkaðinn síðustu ár og í fyrra stóðu einkennandi greinar ferðaþjónustu undir 45% af fjölgun launþega. Þar að auki fjölgaði störfum talsvert í heild- og smásölu, sem þjónustar ferðaþjónustufyrirtæki, og byggingargeiranum, sem byggir m.a. hótel og aðra innviði tengda ferðaþjónustu. Þessi þróun hefur leitt til þess að atvinnuleysi hér á landi er með því minnsta sem gerist í heiminum og atvinnuþátttaka hefur aldrei mælst jafn mikil og árið 2016,“ segir í punktum greiningardeildarinnar. Þar sem fleiri Íslendingar flytja svo til útlanda heldur en heim og fæðingartíðni fer lækkandi þarf að flytja inn fólk til að sinna störfum í ferðaþjónustunni. „Árið 2016 fjölgaði erlendum ríkisborgurum hér á landi um rúmlega 4.000, samanborið við tæplega 3.000 árið áður, og hafa erlendir ríkisborgarar sem hér búa aldrei verið fleiri. Ætla má að stór hluti þeirra vinni í störfum sem tengjast ferðaþjónustu á einn eða annan hátt. Allir verða að hafa húsaskjól yfir höfði sér og hefur þessi hraða fólksfjölgun sett aukna pressu á húsnæðismarkaðinn. Það birtist t.d. í því að fjöldi íbúða sem eru til sölu á landinu hefur ekki verið jafn lítill og nú í a.m.k. 11 ár. Með öðrum orðum er „íbúðalagerinn“ að tæmast.“Fólksfjöldi lykilbreyta á húsnæðismarkaði Eins og gefur að skilja ýtir þessi þróun íbúðaverði upp enda er fólksfjöldi lykilbreyta á húsnæðismarkaði. Þrátt fyrir að því sé spáð að fólksfjölgun verði mun minni á þessu ári en í fyrra verður að hafa í huga að atvinnuleysi er í lágmarki og spáð er miklum hagvexti á næstu misserum, til að mynda spáði greiningardeildin sjálf 5,1 prósent hagvexti árið 2017 í nóvember síðastliðnum. „Sú jafna gengur ekki upp, þ.e. annað hvort verður að flytja inn meira vinnuafl í ár heldur en spá Hagstofunnar gerir ráð fyrir eða þá að hagvöxtur verður undir væntingum greiningaraðila, ef framleiðniaukning verður ekki þeim mun meiri. Í húsnæðisskýrslu okkar má finna sviðsmynd af húsnæðisverði þar sem meira vinnuafl kemur hingað til lands ofan í miklar launahækkanir og litla framboðsaukningu. Verði það raunin áætlum við að húsnæðisverð hækki um rúm 17% í ár. En þróunin gæti einnig verið öfug, t.d. ef það hægir verulega á fjölgun ferðamanna og íbúðafjárfesting tekur hressilega við sér. Í þeirri sviðsmynd lækkar húsnæðisverð að raunvirði árið 2019,” segir í punktum greiningardeildarinnar.Mikil óvissa um hvaða áhrif AirBnb hefur á húsnæðismarkaðinn Þá segir um AirBnb-áhrifin: „Það fer ekki á milli mála að heimagisting á borð við Airbnb og það að íbúðahúsnæði sé breytt í gistiheimili hafi einnig haft áhrif á húsnæðisverð síðustu ár. Áhrifin af Airbnb til hækkunar húsnæðisverðs eru einkum tvennskonar. Í fyrsta lagi leiðir aukin hagnaðarvon af leigu herbergis eða íbúðar til þess að fólk er reiðubúið að greiða hærra kaupverð. Í öðru lagi dregur Airbnb úr framboði á íbúðamarkaðnum. Fyrri áhrifin er erfitt að festa hendur á en þau birtast þó í miklum hækkunum íbúðaverðs miðsvæðis í Reykjavík síðustu ár. Áhrifin á framboðið ætti að vera mögulegt að þekkja, en gagnaskortur gerir það engu að síður erfitt. Oft hefur því verið haldið fram að rúmlega 3.000 íbúðir séu skráðar á Airbnb í Reykjavík. Þannig mætti jafnvel færa rök fyrir því að Airbnb leiði til þess að rúmlega 3.000 færri íbúðir eru á íbúðamarkaði heldur en ella. Að okkar mati halda þau rök ekki. Miðað við gögn um Airbnb hér að neðan virðist sem fjöldinn sé mun lægri ef tekið er tillit til herbergja, íbúða sem eru í skammtímaleigu en eru annars líklega heimili fólks og íbúða sem vísbendingar eru um að séu taldar oftar en einu sinni. Skv. matinu hér eru um 500 íbúðir (um 1% af heildarfjölda íbúða) ekki á íbúðamarkaði í Reykjavík vegna Airbnb, en afar mikil óvissa er um það mat.“ Markaðspunktana má nálgast í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. 21. desember 2016 14:00 Fasteignaverð ekki hækkað eins mikið frá árinu 2007 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 14,8 prósent síðustu tólf mánuði. 21. desember 2016 09:08 Framboð eigna á húsnæðismarkaði að þorna upp Mun færri eignir eru til sölu en vera ber að mati framkvæmdastjóra fjárstýringar Íbúðalánasjóðs. 12. janúar 2017 10:25 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. 21. desember 2016 14:00
Fasteignaverð ekki hækkað eins mikið frá árinu 2007 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 14,8 prósent síðustu tólf mánuði. 21. desember 2016 09:08
Framboð eigna á húsnæðismarkaði að þorna upp Mun færri eignir eru til sölu en vera ber að mati framkvæmdastjóra fjárstýringar Íbúðalánasjóðs. 12. janúar 2017 10:25