Vilhjálmur segir arðgreiðslur Borgunar staðfesta klúður Landsbankans Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2017 13:34 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/GVA Annar varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir að arðgreiðslur Borgunar til hluthafa staðfesti enn frekar það klúður sem sala Landsbankans á hlut sínum í fyrirtækinu hafi verið. Með arðgreiðslum í ár hafa kaupendur á hlut bankans fengið kaupverðið allt til baka á tveimur árum. Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag er greint frá því að stjórn Borgunar muni á aðalfundi félagsins á morgun gera tillögu um að greiddur verði út 4,7 milljarða króna arður til eigenda fyrirtækisins. Þeirra stærstur er Íslandsbanki en Eignarhaldsfélagið Borgun á 29,38 prósent í félaginu. Sá hlutur var áður í eigu Landsbankans sem seldi Eignarhaldsfélaginu hlutinn í lok árs 2014 eins og frægt er orðið. En við sölu bankans var ekki gerður fyrirvari um að bankinn nyti arðs af hagnaði félagsins vegna greiðslna frá Visa Europe og þar með varð bankinn af stórum fjárhæðum. Í viðskiptablaði Morgunblaðsins segir að gangi þessar arðgreiðslur Borgunar eftir nú, muni eignarhaldsfélag Borgunar hafa fengið nánast allt kaupverðið á hlut sínum til baka eða um 2,2 milljarða króna, á tveimur árum. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar segir þetta staðfesta klúður Landsbankans. „Það sýnir það náttúrlega að sala Landsbankans á þessum hlut í Borgun var klúður í upphafi og mjög óeðlileg. Það er rétt og eðlilegt að athuga hvað hver vissi í því dæmi. En það er nú einfaldlega þannig að okkur þingmönnum er haldið fyrir utan þetta eignarhald ríkisins á bönkunum. Þannig að það er bankasýsla (ríkisins) sem á að annast þetta,“ segir Vilhjálmur. En þótt Vilhjálmur segi ekki ætlast til þess að Alþingi hafi afskipti af rekstri banka í ríkiseigu sé ekki hægt að banna honum að hafa skoðun á málinu og hann telji sölu Landsbankans á sínum tíma hafa verið klúður.Er það ekki áhyggjuefni að í stærstu bankastofnun landsins sé viðskiptavitið ekki meira en þetta? „Það er náttúrlega alltaf áhyggjuefni þegar menn hafa ekki viðskiptavit. Hvort heldur í bönkum eða fjölmiðlum.“En þér finnst ástæða til að skoða þetta enn frekar en gert hefur verið? „Já, já þetta mál er í skoðun og það eru málaferli í gangi. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þetta. Þetta er alveg nóg vegna þess að það er ekki ætlast til þess að þingmenn skipti sér af fjármálastofnunum.“En þetta er klúður í þínum huga? „Þetta er klúður. Það er ekki meira um það að segja. Ég veit ekki hvort þetta er fjármálavit eða hvað. En alla vega eru þetta mismunandi upplýsingar sem menn hafa haft í höndunum og það er kannski ekki fjármálavit heldur ósamhverfar upplýsingar,“ segir Vilhjálmur Bjarnason. Borgunarmálið Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Annar varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir að arðgreiðslur Borgunar til hluthafa staðfesti enn frekar það klúður sem sala Landsbankans á hlut sínum í fyrirtækinu hafi verið. Með arðgreiðslum í ár hafa kaupendur á hlut bankans fengið kaupverðið allt til baka á tveimur árum. Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag er greint frá því að stjórn Borgunar muni á aðalfundi félagsins á morgun gera tillögu um að greiddur verði út 4,7 milljarða króna arður til eigenda fyrirtækisins. Þeirra stærstur er Íslandsbanki en Eignarhaldsfélagið Borgun á 29,38 prósent í félaginu. Sá hlutur var áður í eigu Landsbankans sem seldi Eignarhaldsfélaginu hlutinn í lok árs 2014 eins og frægt er orðið. En við sölu bankans var ekki gerður fyrirvari um að bankinn nyti arðs af hagnaði félagsins vegna greiðslna frá Visa Europe og þar með varð bankinn af stórum fjárhæðum. Í viðskiptablaði Morgunblaðsins segir að gangi þessar arðgreiðslur Borgunar eftir nú, muni eignarhaldsfélag Borgunar hafa fengið nánast allt kaupverðið á hlut sínum til baka eða um 2,2 milljarða króna, á tveimur árum. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar segir þetta staðfesta klúður Landsbankans. „Það sýnir það náttúrlega að sala Landsbankans á þessum hlut í Borgun var klúður í upphafi og mjög óeðlileg. Það er rétt og eðlilegt að athuga hvað hver vissi í því dæmi. En það er nú einfaldlega þannig að okkur þingmönnum er haldið fyrir utan þetta eignarhald ríkisins á bönkunum. Þannig að það er bankasýsla (ríkisins) sem á að annast þetta,“ segir Vilhjálmur. En þótt Vilhjálmur segi ekki ætlast til þess að Alþingi hafi afskipti af rekstri banka í ríkiseigu sé ekki hægt að banna honum að hafa skoðun á málinu og hann telji sölu Landsbankans á sínum tíma hafa verið klúður.Er það ekki áhyggjuefni að í stærstu bankastofnun landsins sé viðskiptavitið ekki meira en þetta? „Það er náttúrlega alltaf áhyggjuefni þegar menn hafa ekki viðskiptavit. Hvort heldur í bönkum eða fjölmiðlum.“En þér finnst ástæða til að skoða þetta enn frekar en gert hefur verið? „Já, já þetta mál er í skoðun og það eru málaferli í gangi. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þetta. Þetta er alveg nóg vegna þess að það er ekki ætlast til þess að þingmenn skipti sér af fjármálastofnunum.“En þetta er klúður í þínum huga? „Þetta er klúður. Það er ekki meira um það að segja. Ég veit ekki hvort þetta er fjármálavit eða hvað. En alla vega eru þetta mismunandi upplýsingar sem menn hafa haft í höndunum og það er kannski ekki fjármálavit heldur ósamhverfar upplýsingar,“ segir Vilhjálmur Bjarnason.
Borgunarmálið Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira