GoRed febrúar 2017 – Hvar slær þitt hjarta? Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Síðustu ár höfum við helgað febrúar GoRed verkefninu, en það er átak til að minna sérstaklega á konur og hjarta- og æðasjúkdóma. Í ár viljum við ekki einungis nýta febrúarmánuð til að minna á konur og hjartasjúkdóma, heldur einnig nota tækifærið og fjalla um heilaæðasjúkdóma/heilaslag og forvarnir hjarta- og æðasjúkdóma bæði hjá konum og körlum. Í annarri viku febrúar verður áhersla á meðfædda hjartasjúkdóma, en ólíkt t.d. kransæðasjúkdómi og heilaslagi eru þeir sjúkdómar ekki lífsstílstengdir, heldur tilkomnir vegna byggingagalla í hjarta- og blóðrásarkerfi. Þótt mikið hafi áunnist og tíðni hjartaáfalla hafi lækkað verulega frá því þegar hún var hvað hæst um 1980 eru hjarta- og æðasjúkdómar ein af algengustu dánarorsökum Íslendinga. Þetta er sorglegt, ekki síst í ljósi þess að með fyrirbyggjandi aðgerðum er hægt að seinka eða koma í veg fyrir hjarta- og heilaáföll og þar með skerðingu á lífsgæðum, fötlun, óvinnufærni og ekki síst ótímabær dauðsföll. En ef við byrjum á konunum. Hvað er svona öðruvísi við hjarta- og æðasjúkdóma kvenna að það þarfnist sérstakrar umfjöllunar? Hvatinn að baki þeirri umfjöllun er margþættur. Í fyrsta lagi má nefna að fjöldinn allur af konum veikist eða deyr af völdum hjartasjúkdóma og heilaáfalla, en samt er eins og konur geri sér fremur litla grein fyrir áhættunni eða sjúkdómseinkennum. Í öðru lagi þá er hægt að draga úr líkunum á þessum sjúkdómum með aðgerðum tengdum lífsstíl og í þriðja lagi er þörf á frekari rannsóknum á konum og hjarta- og æðasjúkdómum. Konur og karlar eru að vissu marki líffræðilega ólík og það endurspeglast einnig í hjarta- og æðakerfi þeirra. Sem hópur eru konur til að mynda 10-15 árum eldri en karlar þegar þær fá hjartaáfall, en hjá konum með áunna sykursýki hverfur þetta „forskot“ ef svo mætti kalla. Hjá báðum kynjum er æðakölkunarsjúkdómur (uppsöfnun fitu, bólgufruma og kalks í æðavegginn) langalgengasta orsök hjartaáfalls eða kransæðastíflu. Borið saman við karla eru konur oft með minna útbreiddar breytingar í kransæðum, eða jafnvel litlar sem engar, þegar þær fá hjartaáfall. Þær eru einnig líklegri til að fá heilaslag við gáttatif en karlar og einkenni hjartabilunar án þess að vera með skertan samdrátt í hjartavöðva. Í seinni tíð hafa fleiri tilfelli broddþensluheilkennis, eða „takotsubu (broken heart syndrome)“ greinst einkum hjá miðaldra eða eldri konum. Um er að ræða bráða hjartabilun með einkennum sem líkjast hjartaáfalli en sjúkdómurinn orsakast ekki af kransæðasjúkdómi og hefur ótvíræð tengsl við andlegt eða líkamlegt álag, eins og til dæmis ástvinamissi eða mikla sorg öðru tengda. Af þeim sökum var nýlega stungið upp á að nefna þetta ástand „harmsleg“.Konur finna fyrir öðrum einkennum Brjóstverkur er þekktasta einkenni hjartaáfalls eða kransæðastíflu og er honum gjarnan lýst sem þungri pressu á brjóstið, oft með leiðni upp í háls eða handlegg. Þessu fylgir stundum kaldur sviti, ógleði eða yfirlið. Konur virðast oft á tíðum finna fyrir öðrum einkennum við hjartaáfall en karlar. Þær kvarta undan andþyngslum eða mæði, þreytu, ógleði, meltingar- eða hjartsláttartruflunum frekar en brjóstverk. Þær lýsa einnig brjóstverknum oft sem meira stingandi en þungum. Það getur því verið vandasamt fyrir konuna sem á í hlut og jafnvel heilbrigðisstarfsmenn að greina af hvaða toga einkennin eru, ekki síst ef um er að ræða unga konu. Þetta getur verið orsök þess að konur bíða oft lengur en karlar með að fara á bráðamóttöku þegar þær fá hjartaáfall. Áhættuþættir hjartaáfalls eru að mestu þeir sömu hjá konum og körlum með þeirri undantekningu að sérstakur áhættuþáttur kvenna er saga um háþrýsting eða sykursýki á meðgöngu. Íslenskar og erlendar rannsóknir hafa einnig sýnt að reykingar, skortur á hreyfingu, háþrýstingur og sálfélagslegt álag (stress) eru sterkari áhættuþættir hjartaáfalls hjá konum, þó sérstaklega yngri konum, samanborið við karla. Hjá báðum kynjum hafa fundist tengsl á milli óhagstæðrar blóðfitu, sykursýki og offitu og líkum á kransæðasjúkdómi á meðan það virðist vera verndandi að hreyfa sig reglulega, borða ávexti og grænmeti og jafnvel neyta smávægilegs áfengis. Til að minnka líkurnar á að fá hjarta- og æðasjúkdóma er mikilvægt að átta sig á hverjir áhættuþættirnir eru, t.d. með því að ræða við heilbrigðisstarfsmann og láta mæla blóðþrýsting, blóðsykur og blóðfitur. Á þetta ekki síst við þá sem eru með ættarsögu um kransæðasjúkdóm, þ.e. eiga systkini eða foreldra sem hafa fengið kransæðasjúkdóm ung (miðað við 50 ára fyrir karla og 60 ára fyrir konur). En það sem allir geta gert á eigin vegum eða með aðstoð er að hætta að reykja, hreyfa sig hæfilega mikið og borða hæfilega mikið og helst meira af grænmeti og ávöxtum. Táknlitur hjartans er rauður rétt eins og litur blóðsins sem streymir um æðar okkar. Því ætlum við að lita febrúar rauðan með því að lýsa sem flestar byggingar með rauðum lit. Föstudaginn 3ja febrúar mælumst við til að sem flestir landsmenn klæðist einhverju rauðu til að minna okkur á hvar hjartað slær. Að baki GoRed á Íslandi standa Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill, fagdeild hjartahjúkrunarfræðinga, Neistinn styrktarfélag hjartveikra barna og Hjartadeild Landspítalans.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Síðustu ár höfum við helgað febrúar GoRed verkefninu, en það er átak til að minna sérstaklega á konur og hjarta- og æðasjúkdóma. Í ár viljum við ekki einungis nýta febrúarmánuð til að minna á konur og hjartasjúkdóma, heldur einnig nota tækifærið og fjalla um heilaæðasjúkdóma/heilaslag og forvarnir hjarta- og æðasjúkdóma bæði hjá konum og körlum. Í annarri viku febrúar verður áhersla á meðfædda hjartasjúkdóma, en ólíkt t.d. kransæðasjúkdómi og heilaslagi eru þeir sjúkdómar ekki lífsstílstengdir, heldur tilkomnir vegna byggingagalla í hjarta- og blóðrásarkerfi. Þótt mikið hafi áunnist og tíðni hjartaáfalla hafi lækkað verulega frá því þegar hún var hvað hæst um 1980 eru hjarta- og æðasjúkdómar ein af algengustu dánarorsökum Íslendinga. Þetta er sorglegt, ekki síst í ljósi þess að með fyrirbyggjandi aðgerðum er hægt að seinka eða koma í veg fyrir hjarta- og heilaáföll og þar með skerðingu á lífsgæðum, fötlun, óvinnufærni og ekki síst ótímabær dauðsföll. En ef við byrjum á konunum. Hvað er svona öðruvísi við hjarta- og æðasjúkdóma kvenna að það þarfnist sérstakrar umfjöllunar? Hvatinn að baki þeirri umfjöllun er margþættur. Í fyrsta lagi má nefna að fjöldinn allur af konum veikist eða deyr af völdum hjartasjúkdóma og heilaáfalla, en samt er eins og konur geri sér fremur litla grein fyrir áhættunni eða sjúkdómseinkennum. Í öðru lagi þá er hægt að draga úr líkunum á þessum sjúkdómum með aðgerðum tengdum lífsstíl og í þriðja lagi er þörf á frekari rannsóknum á konum og hjarta- og æðasjúkdómum. Konur og karlar eru að vissu marki líffræðilega ólík og það endurspeglast einnig í hjarta- og æðakerfi þeirra. Sem hópur eru konur til að mynda 10-15 árum eldri en karlar þegar þær fá hjartaáfall, en hjá konum með áunna sykursýki hverfur þetta „forskot“ ef svo mætti kalla. Hjá báðum kynjum er æðakölkunarsjúkdómur (uppsöfnun fitu, bólgufruma og kalks í æðavegginn) langalgengasta orsök hjartaáfalls eða kransæðastíflu. Borið saman við karla eru konur oft með minna útbreiddar breytingar í kransæðum, eða jafnvel litlar sem engar, þegar þær fá hjartaáfall. Þær eru einnig líklegri til að fá heilaslag við gáttatif en karlar og einkenni hjartabilunar án þess að vera með skertan samdrátt í hjartavöðva. Í seinni tíð hafa fleiri tilfelli broddþensluheilkennis, eða „takotsubu (broken heart syndrome)“ greinst einkum hjá miðaldra eða eldri konum. Um er að ræða bráða hjartabilun með einkennum sem líkjast hjartaáfalli en sjúkdómurinn orsakast ekki af kransæðasjúkdómi og hefur ótvíræð tengsl við andlegt eða líkamlegt álag, eins og til dæmis ástvinamissi eða mikla sorg öðru tengda. Af þeim sökum var nýlega stungið upp á að nefna þetta ástand „harmsleg“.Konur finna fyrir öðrum einkennum Brjóstverkur er þekktasta einkenni hjartaáfalls eða kransæðastíflu og er honum gjarnan lýst sem þungri pressu á brjóstið, oft með leiðni upp í háls eða handlegg. Þessu fylgir stundum kaldur sviti, ógleði eða yfirlið. Konur virðast oft á tíðum finna fyrir öðrum einkennum við hjartaáfall en karlar. Þær kvarta undan andþyngslum eða mæði, þreytu, ógleði, meltingar- eða hjartsláttartruflunum frekar en brjóstverk. Þær lýsa einnig brjóstverknum oft sem meira stingandi en þungum. Það getur því verið vandasamt fyrir konuna sem á í hlut og jafnvel heilbrigðisstarfsmenn að greina af hvaða toga einkennin eru, ekki síst ef um er að ræða unga konu. Þetta getur verið orsök þess að konur bíða oft lengur en karlar með að fara á bráðamóttöku þegar þær fá hjartaáfall. Áhættuþættir hjartaáfalls eru að mestu þeir sömu hjá konum og körlum með þeirri undantekningu að sérstakur áhættuþáttur kvenna er saga um háþrýsting eða sykursýki á meðgöngu. Íslenskar og erlendar rannsóknir hafa einnig sýnt að reykingar, skortur á hreyfingu, háþrýstingur og sálfélagslegt álag (stress) eru sterkari áhættuþættir hjartaáfalls hjá konum, þó sérstaklega yngri konum, samanborið við karla. Hjá báðum kynjum hafa fundist tengsl á milli óhagstæðrar blóðfitu, sykursýki og offitu og líkum á kransæðasjúkdómi á meðan það virðist vera verndandi að hreyfa sig reglulega, borða ávexti og grænmeti og jafnvel neyta smávægilegs áfengis. Til að minnka líkurnar á að fá hjarta- og æðasjúkdóma er mikilvægt að átta sig á hverjir áhættuþættirnir eru, t.d. með því að ræða við heilbrigðisstarfsmann og láta mæla blóðþrýsting, blóðsykur og blóðfitur. Á þetta ekki síst við þá sem eru með ættarsögu um kransæðasjúkdóm, þ.e. eiga systkini eða foreldra sem hafa fengið kransæðasjúkdóm ung (miðað við 50 ára fyrir karla og 60 ára fyrir konur). En það sem allir geta gert á eigin vegum eða með aðstoð er að hætta að reykja, hreyfa sig hæfilega mikið og borða hæfilega mikið og helst meira af grænmeti og ávöxtum. Táknlitur hjartans er rauður rétt eins og litur blóðsins sem streymir um æðar okkar. Því ætlum við að lita febrúar rauðan með því að lýsa sem flestar byggingar með rauðum lit. Föstudaginn 3ja febrúar mælumst við til að sem flestir landsmenn klæðist einhverju rauðu til að minna okkur á hvar hjartað slær. Að baki GoRed á Íslandi standa Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill, fagdeild hjartahjúkrunarfræðinga, Neistinn styrktarfélag hjartveikra barna og Hjartadeild Landspítalans.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun