Skúli vill ekki tjá sig um stöðu Icelandair: „Útlitið er mjög gott“ Haraldur Guðmundsson skrifar 2. febrúar 2017 10:17 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, vill ekki tjá sig um stöðu Icelandair og þær fréttir sem birtust í svartri afkomuviðvörun flugfélagsins í gær. Forstjóri WOW air segir ljóst að samkeppnin í flugi til og frá Íslandi muni aukast og harðna en í tilkynningu Icelandair kom fram að bókunum hefði fækkað og fyrirtækið þurfi að hagræða. „Við vorum að auka okkar framboð á sætum um tæp 80 prósent í ár og útlitið er mjög gott. Það er hins vegar alveg ljóst að samkeppnin í flugi bæði til og frá Íslandi, og ekki síst flugið yfir hafið, mun bara aukast og harðna og fargjöldin munu halda áfram að lækka og mun meira en áður hefur sést,“ segir Skúli Mogensen í samtali við Vísi. Flugfélagið Air Canada tilkynnti í gær að það ætli að hefja áætlunarflug til Íslands í sumar og líkt og kom fram í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag munu hátt í 30 flugfélög fljúga hingað til lands næsta sumar. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagði þar að meðalverð flugmiða, sérstaklega á Atlantshafsleiðinni, hafi farið lækkandi. Hærra olíuverð og sterkt gengi krónunnar hefðu einnig áhrif. „Það er eðlilegt að markaðir bregðist við svona neikvæðum fréttum,“ sagði Björgólfur en gengi bréfa Icelandair Group í Kauphöll Íslands stendur í 16,1 krónu á hlut þegar þessi frétt er skrifuð. Virði bréfanna hefur því fallið um 27 prósent síðan markaðir opnuðu í gærmorgun. WOW Air Tengdar fréttir Air Canada flýgur til Íslands í sumar Kanadíska flugfélagið Air Canada tilkynnti í dag að það myndi hefja flugferðir til Íslands í sumar frá Toronto og Montreal. 1. febrúar 2017 13:45 „Tilkynning Icelandair var rýr og gaf markaðnum enga hjálp“ Hagfræðideild Landsbankans og IFS greining lækkuðu í gær verðmat sitt á Icelandair í kjölfar svartrar afkomuviðvörunar flugfélagsins. 2. febrúar 2017 09:35 Horfðu á 27 milljarða gufa upp Svört afkomuviðvörun olli því að bréf Icelandair lækkuðu um 24 prósent. "Samkeppnin haft meiri áhrif á félagið en búist var við,“ segir sérfræðingur. Hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna lækkað um 17 milljarða. 2. febrúar 2017 07:00 Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09 Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Áhugi ferðamanna í Asíu á ferðum til Íslands kemur glöggt í ljós í gagnabanka ferðabókunarrisans SkyScanner. 1. febrúar 2017 07:00 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, vill ekki tjá sig um stöðu Icelandair og þær fréttir sem birtust í svartri afkomuviðvörun flugfélagsins í gær. Forstjóri WOW air segir ljóst að samkeppnin í flugi til og frá Íslandi muni aukast og harðna en í tilkynningu Icelandair kom fram að bókunum hefði fækkað og fyrirtækið þurfi að hagræða. „Við vorum að auka okkar framboð á sætum um tæp 80 prósent í ár og útlitið er mjög gott. Það er hins vegar alveg ljóst að samkeppnin í flugi bæði til og frá Íslandi, og ekki síst flugið yfir hafið, mun bara aukast og harðna og fargjöldin munu halda áfram að lækka og mun meira en áður hefur sést,“ segir Skúli Mogensen í samtali við Vísi. Flugfélagið Air Canada tilkynnti í gær að það ætli að hefja áætlunarflug til Íslands í sumar og líkt og kom fram í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag munu hátt í 30 flugfélög fljúga hingað til lands næsta sumar. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagði þar að meðalverð flugmiða, sérstaklega á Atlantshafsleiðinni, hafi farið lækkandi. Hærra olíuverð og sterkt gengi krónunnar hefðu einnig áhrif. „Það er eðlilegt að markaðir bregðist við svona neikvæðum fréttum,“ sagði Björgólfur en gengi bréfa Icelandair Group í Kauphöll Íslands stendur í 16,1 krónu á hlut þegar þessi frétt er skrifuð. Virði bréfanna hefur því fallið um 27 prósent síðan markaðir opnuðu í gærmorgun.
WOW Air Tengdar fréttir Air Canada flýgur til Íslands í sumar Kanadíska flugfélagið Air Canada tilkynnti í dag að það myndi hefja flugferðir til Íslands í sumar frá Toronto og Montreal. 1. febrúar 2017 13:45 „Tilkynning Icelandair var rýr og gaf markaðnum enga hjálp“ Hagfræðideild Landsbankans og IFS greining lækkuðu í gær verðmat sitt á Icelandair í kjölfar svartrar afkomuviðvörunar flugfélagsins. 2. febrúar 2017 09:35 Horfðu á 27 milljarða gufa upp Svört afkomuviðvörun olli því að bréf Icelandair lækkuðu um 24 prósent. "Samkeppnin haft meiri áhrif á félagið en búist var við,“ segir sérfræðingur. Hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna lækkað um 17 milljarða. 2. febrúar 2017 07:00 Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09 Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Áhugi ferðamanna í Asíu á ferðum til Íslands kemur glöggt í ljós í gagnabanka ferðabókunarrisans SkyScanner. 1. febrúar 2017 07:00 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Air Canada flýgur til Íslands í sumar Kanadíska flugfélagið Air Canada tilkynnti í dag að það myndi hefja flugferðir til Íslands í sumar frá Toronto og Montreal. 1. febrúar 2017 13:45
„Tilkynning Icelandair var rýr og gaf markaðnum enga hjálp“ Hagfræðideild Landsbankans og IFS greining lækkuðu í gær verðmat sitt á Icelandair í kjölfar svartrar afkomuviðvörunar flugfélagsins. 2. febrúar 2017 09:35
Horfðu á 27 milljarða gufa upp Svört afkomuviðvörun olli því að bréf Icelandair lækkuðu um 24 prósent. "Samkeppnin haft meiri áhrif á félagið en búist var við,“ segir sérfræðingur. Hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna lækkað um 17 milljarða. 2. febrúar 2017 07:00
Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09
Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Áhugi ferðamanna í Asíu á ferðum til Íslands kemur glöggt í ljós í gagnabanka ferðabókunarrisans SkyScanner. 1. febrúar 2017 07:00