Uppgjörsfundur Icelandair Group í heild sinni: Verðum að laga okkur að „me me me“ kynslóðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2017 10:41 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Vísir/Vilhelm Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir ljóst að fyrirtæki verði að laga sig að breyttu neyslumynstri hverju sinni. Staðan eins og hún sé í dag sé aldrei fasti inn í framtíðina.Þetta kom fram í máli forstjórans á uppgjörsfundi Icelandair Group fyrir árið 2016 sem fram fór í morgun. Bréf í Icelandair hafa lækkað um sextíu prósent í verði frá því í apríl í fyrra og hafa nú lækkað á hverjum degi í heila viku eftir svarta afkomuspá sem birtist í síðustu viku.Ítarlega er fjallað um stöðu Icelandair í Markaðnum í dag þar sem rætt er við hluthafa og sérfræðing í markaðsviðskiptum.Kynslóð sem breytir neyslumynstrinu Björgólfur var spurður út í það á fundinum hvort hann velti fyrir sér að breyta rekstrinum og færa t.d. einhvern hluta starfsemi Icelandair í átt til lággjaldaflugfélaga.„Það koma kynslóðir sem breyta neyslumynstrinu. Það er væntanlega ein að koma þannig núna. Ég man ekki hvað hún er kölluð…. me, me, me,“ sagði Björgólfur og átti við aldamótakynslóðina. „Ég veit ekki hvort þessi kynslóð vilji endilega bendla sig við low-cost,“ sagði forstjórinn. „Ég held hún vilji bara fá þjónustu og eiga möguleika á að kaupa þjónustu. Við verðum að breyta okkur í þessa áttina.“ Bréf í Icelandair hafa lækkað um þrjú prósent í morgun (klukkan 10:42) og verslað hefur verið með bréf í félaginu fyrir 241 milljón króna það sem af er degi. Icelandair er í sérflokki íslenskra félaga á hlutabréfamarkaði þegar kemur að kaupum og sölum á bréfum.Fundinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Aðgerðir eiga að skila Icelandair 30 milljónum dala í bættri afkomu Aðgerðir sem stjórnendur Icelandair Group hyggjast ráðast í, bæði á tekju- og gjaldahlið félagsins, eiga að skila bættri afkomu að fjárhæð 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda í ársbyrjun 2018. 7. febrúar 2017 21:15 Fjárfestar í Icelandair skildir eftir í myrkrinu Icelandair hefur verið skellt niður á jörðina. Fjárfestar, sjóðstjórar og verðbréfamiðlarar, sem Markaðurinn hefur rætt við, eru á einu máli um að það hafi orðið "meiriháttar trúnaðarbrestur,“ eins og einn viðmælandi lýsir því, á milli stjórnenda Icelandair og hluthafa fyrirtækisins. 8. febrúar 2017 07:30 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir ljóst að fyrirtæki verði að laga sig að breyttu neyslumynstri hverju sinni. Staðan eins og hún sé í dag sé aldrei fasti inn í framtíðina.Þetta kom fram í máli forstjórans á uppgjörsfundi Icelandair Group fyrir árið 2016 sem fram fór í morgun. Bréf í Icelandair hafa lækkað um sextíu prósent í verði frá því í apríl í fyrra og hafa nú lækkað á hverjum degi í heila viku eftir svarta afkomuspá sem birtist í síðustu viku.Ítarlega er fjallað um stöðu Icelandair í Markaðnum í dag þar sem rætt er við hluthafa og sérfræðing í markaðsviðskiptum.Kynslóð sem breytir neyslumynstrinu Björgólfur var spurður út í það á fundinum hvort hann velti fyrir sér að breyta rekstrinum og færa t.d. einhvern hluta starfsemi Icelandair í átt til lággjaldaflugfélaga.„Það koma kynslóðir sem breyta neyslumynstrinu. Það er væntanlega ein að koma þannig núna. Ég man ekki hvað hún er kölluð…. me, me, me,“ sagði Björgólfur og átti við aldamótakynslóðina. „Ég veit ekki hvort þessi kynslóð vilji endilega bendla sig við low-cost,“ sagði forstjórinn. „Ég held hún vilji bara fá þjónustu og eiga möguleika á að kaupa þjónustu. Við verðum að breyta okkur í þessa áttina.“ Bréf í Icelandair hafa lækkað um þrjú prósent í morgun (klukkan 10:42) og verslað hefur verið með bréf í félaginu fyrir 241 milljón króna það sem af er degi. Icelandair er í sérflokki íslenskra félaga á hlutabréfamarkaði þegar kemur að kaupum og sölum á bréfum.Fundinn í heild sinni má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Aðgerðir eiga að skila Icelandair 30 milljónum dala í bættri afkomu Aðgerðir sem stjórnendur Icelandair Group hyggjast ráðast í, bæði á tekju- og gjaldahlið félagsins, eiga að skila bættri afkomu að fjárhæð 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda í ársbyrjun 2018. 7. febrúar 2017 21:15 Fjárfestar í Icelandair skildir eftir í myrkrinu Icelandair hefur verið skellt niður á jörðina. Fjárfestar, sjóðstjórar og verðbréfamiðlarar, sem Markaðurinn hefur rætt við, eru á einu máli um að það hafi orðið "meiriháttar trúnaðarbrestur,“ eins og einn viðmælandi lýsir því, á milli stjórnenda Icelandair og hluthafa fyrirtækisins. 8. febrúar 2017 07:30 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Aðgerðir eiga að skila Icelandair 30 milljónum dala í bættri afkomu Aðgerðir sem stjórnendur Icelandair Group hyggjast ráðast í, bæði á tekju- og gjaldahlið félagsins, eiga að skila bættri afkomu að fjárhæð 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda í ársbyrjun 2018. 7. febrúar 2017 21:15
Fjárfestar í Icelandair skildir eftir í myrkrinu Icelandair hefur verið skellt niður á jörðina. Fjárfestar, sjóðstjórar og verðbréfamiðlarar, sem Markaðurinn hefur rætt við, eru á einu máli um að það hafi orðið "meiriháttar trúnaðarbrestur,“ eins og einn viðmælandi lýsir því, á milli stjórnenda Icelandair og hluthafa fyrirtækisins. 8. febrúar 2017 07:30