Laugavegur 31 gæti fært kirkjunni yfir milljarð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. janúar 2017 05:00 Laugavegur 31 er nú miðpunktur í rannsókn á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttur. vísir/ernir „Ég hugsa að það megi segja að þetta sé eitt dýrasta skrifstofuhúsnæði á Íslandi,“ segir Svana Helen Björnsdóttir, fulltrúi í Kirkjuráði sem sett hefur Kirkjuhúsið á Laugvegi 31 á sölu. „Það hefur lengi verið rætt um að selja þetta hús, aðallega til þess að komast í húsnæði sem hentaði betur starfseminni á biskupsstofu. Húsið er á mörgum hæðum og nýtist illa. Neðsta hæðin er eiginlega bara eitt stórt anddyri þannig að nýtingin er ekki góð fyrir skrifstofustarfsemi. Svo er komin viðhaldsþörf,“ segir Svana.Svana Helen Björnsdóttir.Aðspurð segir Svana þjóðkirkjuna ekki hafa augastað á nýju húsnæði eða staðsetningu. „Við erum bara að athuga hvaða verð við gætum fengið fyrir húsið. Við höfum sett húsið á sölu en það er engin skuldbinding að selja. Við myndum gjarnan vilja komast í hentugra húsnæði og koma líka ýmsum öðrum þáttum kirkjunnar undir það sama þak. “ Húseigninni var reyndar sýndur mikill áhugi áður en hún var sett á sölu. „Það koma í hverjum mánuði, nánast í hverri viku, aðilar sem sýna húsinu áhuga – ekki bara fasteignasalar heldur aðilar sem vilja hreinlega kaupa húsið undir ýmiss konar verslunar- og þjónustustarfsemi,“ svarar Svana. Sverrir Kristinsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun, segir nokkra nú þegar hafa spurt um húsið. Sverrir líkir Laugavegi 31 við Reykjavíkurapótek og Eimskipafélagshúsið en hann kom að sölu beggja þessara eigna á sínum tíma. „Þetta er eitt allra fallegasta húsið í miðborg Reykjavíkur og er ein af þessum gulleignum í bænum – þetta fer í hæsta flokk, hiklaust,“ segir Sverrir. Ekkert ásett verð er á húsinu og Svana segir mismunandi verð hafa verið boðið í eignina auk þess sem sumir hafi vilja kaupa hluta hússins eða þá taka það á leigu. „Við vitum ekki hvað er raunhæft í verði.“ Sverrir segir ekki hægt að áætla verð á Laugvegi 31 út frá meðalverði á atvinnuhúsnæði í miðbænum. „En ef við tökum þetta hús þá er staðsetningin svo gríðarlega öflug. Þarna fara eflaust hundruð þúsunda útlendinga fram hjá á hverju ári. Við þekkjum sambærilega staði í miðborginni þar sem fermetraverð í götuhæð getur farið í allt að eina milljón króna,“ segir Sverrir. Miðað við þetta fer verðið á Laugavegi 31 sjálfsagt yfir 1.000 milljónir króna. Húsið var byggt árið 1945 og er 1.542 fermetrar. Það er fjórar hæðir og kjallari.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Ég hugsa að það megi segja að þetta sé eitt dýrasta skrifstofuhúsnæði á Íslandi,“ segir Svana Helen Björnsdóttir, fulltrúi í Kirkjuráði sem sett hefur Kirkjuhúsið á Laugvegi 31 á sölu. „Það hefur lengi verið rætt um að selja þetta hús, aðallega til þess að komast í húsnæði sem hentaði betur starfseminni á biskupsstofu. Húsið er á mörgum hæðum og nýtist illa. Neðsta hæðin er eiginlega bara eitt stórt anddyri þannig að nýtingin er ekki góð fyrir skrifstofustarfsemi. Svo er komin viðhaldsþörf,“ segir Svana.Svana Helen Björnsdóttir.Aðspurð segir Svana þjóðkirkjuna ekki hafa augastað á nýju húsnæði eða staðsetningu. „Við erum bara að athuga hvaða verð við gætum fengið fyrir húsið. Við höfum sett húsið á sölu en það er engin skuldbinding að selja. Við myndum gjarnan vilja komast í hentugra húsnæði og koma líka ýmsum öðrum þáttum kirkjunnar undir það sama þak. “ Húseigninni var reyndar sýndur mikill áhugi áður en hún var sett á sölu. „Það koma í hverjum mánuði, nánast í hverri viku, aðilar sem sýna húsinu áhuga – ekki bara fasteignasalar heldur aðilar sem vilja hreinlega kaupa húsið undir ýmiss konar verslunar- og þjónustustarfsemi,“ svarar Svana. Sverrir Kristinsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun, segir nokkra nú þegar hafa spurt um húsið. Sverrir líkir Laugavegi 31 við Reykjavíkurapótek og Eimskipafélagshúsið en hann kom að sölu beggja þessara eigna á sínum tíma. „Þetta er eitt allra fallegasta húsið í miðborg Reykjavíkur og er ein af þessum gulleignum í bænum – þetta fer í hæsta flokk, hiklaust,“ segir Sverrir. Ekkert ásett verð er á húsinu og Svana segir mismunandi verð hafa verið boðið í eignina auk þess sem sumir hafi vilja kaupa hluta hússins eða þá taka það á leigu. „Við vitum ekki hvað er raunhæft í verði.“ Sverrir segir ekki hægt að áætla verð á Laugvegi 31 út frá meðalverði á atvinnuhúsnæði í miðbænum. „En ef við tökum þetta hús þá er staðsetningin svo gríðarlega öflug. Þarna fara eflaust hundruð þúsunda útlendinga fram hjá á hverju ári. Við þekkjum sambærilega staði í miðborginni þar sem fermetraverð í götuhæð getur farið í allt að eina milljón króna,“ segir Sverrir. Miðað við þetta fer verðið á Laugavegi 31 sjálfsagt yfir 1.000 milljónir króna. Húsið var byggt árið 1945 og er 1.542 fermetrar. Það er fjórar hæðir og kjallari.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira