Körfubolti

Danero Thomas í Breiðholtið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Danero Thomas hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Þór Ak.
Danero Thomas hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Þór Ak. vísir/ernir

Danero Thomas, sem yfirgaf herbúðir Þórs Ak. í vikunni, hefur samið við ÍR. Hann skrifaði í dag undir samning við Breiðholtsliðið um að spila með því út tímabilið.

ÍR er sjötta félagið sem Thomas spilar með hér á landi. Hann kom fyrst til KR tímabilið 2012-13, var með Hamri tímabilið 2013-14, lék með bæði Val og Fjölni 2014-15 en var nú á sínu öðru tímabili með Þór Akureyri.

Thomas var með 16,6 stig, 7,1 frákast og 3,1 stoðsendingu að meðaltali á 30,2 mínútum í leik með Þór í Domino's deildinni í vetur. Hann var í byrjunarliðinu í öllum þrettán leikjunum sem hann spilaði fyrir Akureyrarliðið.

Thomas, sem er þrítugur, er með íslenskt ríkisfang og telst því ekki sem erlendur leikmaður.

ÍR er í 8. sæti Domino's deildarinnar með 12 stig. Thomas gæti leikið sinn fyrsta leik með liðinu þegar það tekur á móti Skallagrími á fimmtudaginn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.