Handbolti

Uppselt á leikinn í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það verður glæsilegt að sjá stemninguna hérna í kvöld.
Það verður glæsilegt að sjá stemninguna hérna í kvöld. vísir/afp
Það verður slegið met á HM í kvöld er rúmlega 28 þúsund áhorfendur mæta á leik Frakklands og Íslands á 16-liða úrslitum HM.

Starfsmaður IHF á leikstað tjáði íþróttadeild í dag að síðustu miðarnir hefðu farið í morgun og því yrðu 28.010 manns í húsinu.

Þar með verður slegið heimsmeistaramótsmetið frá því árið 1999 er um 25 þúsund áhorfendur sáu úrslitaleik HM á milli Svía og Rússa.

Leikurinn í kvöld verður mikil upplifun fyrir alla sem þangað mæta og engin smá áskorun fyrir strákana okkar að vera með 28 þúsund Frakka á móti sér.

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Allt undir á stærsta sviði í sögu HM

Það verður væntanlega sett áhorfendamet þegar Ísland spilar við Frakkland í 16-liða úrslitum á HM. Leikurinn fer fram á knattspyrnuleikvangi sem er búið að breyta í handboltahöll. Von er á um 28.000 manns.

Óli Guðmunds: Vonandi stöngin inn hjá mér í dag

"Mér hefur liðið nokkuð vel í þessum leikjum hingað til. Við erum komnir í 16-liða úrslit og erum sáttir með það. Þó svo að við hefðum kannski viljað fá annan mótherja. En nú er þetta bara úrslitakeppni,“ segir skyttan Ólafur Guðmundsson.

Ásgeir: Frakkarnir bera mikla virðingu fyrir okkur

Ásgeir Örn Hallgrímsson er búinn að spila í Frakklandi í fimm ár og þekkir því vel til í frönskum handbolta. Hvað segir hann um umfjöllunina um mótið hérna í Frakklandi?

Björgvin Páll: Lofaði Gunnleifi að halda hreinu í dag

Markverðirnir verða sem fyrr í sviðsljósinu í dag og þeirra bíður ekki auðvelt verkefni frekar en annarra. Björgvin Páll Gústavsson var byrjaður að undirbúa sig í gær er hann kom til Lille.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×